Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld. Vísir

Tuttugu hatursglæpir voru tilkynntir til Samtakanna '78 í kringum Hinsegin daga og þar á meðal er ein líkamsárás. Lögregla rannsakar ellefu tilvik og möguleg tengsl þeirra. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Íslenskar eldstöðvar eru víða að vakna til lífsins. Landris mælist í Öskju og Torfajökli. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur kemur til okkar í settið og spáir í næsta gos.

Stóraukin ásókn er í vatnsauðlindina hér á landi og dæmi um að eitt fyrirtæki þurfi þrisvar sinnum meira vatn en allt höfuðborgarsvæðið. Við tölum við orkumálastjóra sem segir mikilvægt að fá heildaryfirsýn yfir stöðuna.

Miðstjórn ASÍ lýsir yfir miklum áhyggjum af flóttafólki sem hefur verið svipt þjónustu og telur það berskjaldað fyrir misneytingu. Við ræðum við félags- og vinnumarkaðsráðherra í beinni.

Þá kynnum við okkur fallegt verkefni sem felst í að sauma bangsa fyrir börn úr fatnaði látinna foreldra þeirra, kíkjum á hóp jakkafataklæddra karla sem eru að hlaupa frá Akureyri til Reykjavíkur og verðum í beinni frá Miss Universe Iceland þar sem ný fegurðardrottning verður krýnd í kvöld.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×