„Skil ekki alveg teiknimyndina sem er í Kópavogi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2023 14:01 Agla María Albertsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, fyrir bikarúrslitaleikinn þegar Blikar voru á toppnum í Bestu deildinni og flestir héldu að þær væru að verða bikarmeistarar. Tveimur leikjum síðar er allt breytt og þá öskra veikleikar liðsins á þá sem á horfa. Vísir/Hulda Margrét Bestu mörkin gagnrýna gluggann hjá kvennaliði Breiðabliks sem hefur ekki styrkt sig neitt að ráði fyrir lokabaráttuna um Íslandsmeistaratitilinn þrátt fyrir að vera að missa leikmenn í meiðsli og út í skóla til Bandaríkjanna. Breiðablikskonur voru á toppnum í Bestu deildinni þegar þær mættu í bikarúrslitaleikinn um síðustu helgi. Þar töpuðu þær óvænt 3-1 á móti Lengjudeildarliði Víkinga og Blikarnir töpuðu síðan aftur í gær, 4-2 á móti Stjörnunni. Blikar misstu því toppsætið og voru til umræðu í Bestu mörkunum í gær. Blikar hafa verið að missa margar varnarmenn í meiðsli þar á meðal fyrirliðann Ástu Eir Árnadóttur og Toni Pressley. Blikar fengu á sig bara þrettán mörk í fyrstu átján deildar- og bikarleikjunum en hafa fengið á sig sjö mörk í síðustu tveimur leikjum. „Hann (Ásmundur Arnarsson, þjálfari) þarf að búa til nýja vörn eftir að helmingurinn fer á stuttum tíma. Er Blikahópurinn svona þunnur,“ spurði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Erfið staða fyrir Blika að vera í „Þær missa leikmenn í meiðsli og til Bandaríkjanna. Þær eru líka með fjölmarga leikmenn sem væri hægt að grípa í en eru að spila með liði Augnabliks. Þetta er erfið staða fyrir Blikana að vera í,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna. „Ég var að skoða hópinn þeirra fyrir þennan bikarúrslitaleik. Bekkurinn þeirra er ekki bara þunnur heldur mjög þunnur. Í rauninni voru kannski bara tveir leikmenn þar spilfærir. Svo kalla þeir til baka tvo leikmenn frá Augnablik til að styrkja sinn hóp en það eru ungir leikmenn og ekki eins miklar kanónur eins og Valur var að sækja í sínum glugga,“ sagði Harpa. Auðvitað fer þetta inn í hausinn á leikmönnum „Valur stefnir bara á þetta. Þær ætla að vinna titilinn og ætla langt í Evrópukeppninni. Mér fannst þetta líka pínulítið með Breiðablik í fyrra. Það eru engar yfirlýsingar gefnar í þessum glugga. Það er búið að hrjá Blikana núna að það fara alltaf leikmenn í skóla. Ég skil ekki alveg teiknimyndina sem er í Kópavogi,“ sagði Helena. „Auðvitað fer þetta inn í hausinn á leikmönnum,“ sagði Harpa en það má finna alla umfjöllunina um Breiðablik og stöðuna í Kópavogi hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin: Leikmannamál og gengi Breiðabliks Besta deild kvenna Breiðablik Bestu mörkin Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1| Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Leik lokið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Sjá meira
Breiðablikskonur voru á toppnum í Bestu deildinni þegar þær mættu í bikarúrslitaleikinn um síðustu helgi. Þar töpuðu þær óvænt 3-1 á móti Lengjudeildarliði Víkinga og Blikarnir töpuðu síðan aftur í gær, 4-2 á móti Stjörnunni. Blikar misstu því toppsætið og voru til umræðu í Bestu mörkunum í gær. Blikar hafa verið að missa margar varnarmenn í meiðsli þar á meðal fyrirliðann Ástu Eir Árnadóttur og Toni Pressley. Blikar fengu á sig bara þrettán mörk í fyrstu átján deildar- og bikarleikjunum en hafa fengið á sig sjö mörk í síðustu tveimur leikjum. „Hann (Ásmundur Arnarsson, þjálfari) þarf að búa til nýja vörn eftir að helmingurinn fer á stuttum tíma. Er Blikahópurinn svona þunnur,“ spurði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna. Erfið staða fyrir Blika að vera í „Þær missa leikmenn í meiðsli og til Bandaríkjanna. Þær eru líka með fjölmarga leikmenn sem væri hægt að grípa í en eru að spila með liði Augnabliks. Þetta er erfið staða fyrir Blikana að vera í,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna. „Ég var að skoða hópinn þeirra fyrir þennan bikarúrslitaleik. Bekkurinn þeirra er ekki bara þunnur heldur mjög þunnur. Í rauninni voru kannski bara tveir leikmenn þar spilfærir. Svo kalla þeir til baka tvo leikmenn frá Augnablik til að styrkja sinn hóp en það eru ungir leikmenn og ekki eins miklar kanónur eins og Valur var að sækja í sínum glugga,“ sagði Harpa. Auðvitað fer þetta inn í hausinn á leikmönnum „Valur stefnir bara á þetta. Þær ætla að vinna titilinn og ætla langt í Evrópukeppninni. Mér fannst þetta líka pínulítið með Breiðablik í fyrra. Það eru engar yfirlýsingar gefnar í þessum glugga. Það er búið að hrjá Blikana núna að það fara alltaf leikmenn í skóla. Ég skil ekki alveg teiknimyndina sem er í Kópavogi,“ sagði Helena. „Auðvitað fer þetta inn í hausinn á leikmönnum,“ sagði Harpa en það má finna alla umfjöllunina um Breiðablik og stöðuna í Kópavogi hér fyrir neðan. Klippa: Bestu mörkin: Leikmannamál og gengi Breiðabliks
Besta deild kvenna Breiðablik Bestu mörkin Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1| Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Leik lokið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Sjá meira