Menntafléttan - aðgengileg starfsþróun fyrir kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar 17. ágúst 2023 13:31 Í næstu viku hefst kennsla í flestum grunn- og framhaldsskólum, og í leikskólum hafa elstu börnin verið kvödd og nýir leikskólanemar stíga sín fyrstu skref í fjölbreyttu skólastarfi. Fátt er mikilvægara en sá grunnur sem lagður er að menntun og farsæld barna og ungmenna í skólum landsins, og á frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum. Árið 2019 ákvað Lilja D. Alfreðsdóttir, þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, að fjárfesta í fagþróun kennara og fagfólks í menntakerfinu. Hún setti á laggirnar Menntafléttuna, opna og aðgengilega starfsþróun á landsvísu, í samvinnu við Kennarasamband Íslands, Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri. Menntafléttan er nú að hefja sitt þriðja starfsár, og stendur kennurum og fagfólki úr skóla- og frístundastarfi til boða að taka þátt í opnum og aðgengilegum vefnámskeiðum, víkka út tengslanet sitt og nýta menntarannsóknir og jafningjastuðning til að efla eigið starf. Starfsþróun byggð á rannsóknum Námskeið Menntafléttunnar fylgja hugmyndafræði leiðtoganáms og þróun námssamfélags og taka mið af rannsóknum á því hvernig starfsþróun getur best stutt við kennara í starfi. Hugmyndafræði leiðtoganáms gengur í stuttu máli út á það að þátttakendur á námskeiðunum, kallaðir leiðtogar, vinna með viðfangsefni námskeiðanna í námssamfélagi í eigin skóla, með samkennurum eða samstarfsfólki. Hvert námskeið er búið til í samvinnu fræðafólks og fagfólks og byggir á nýjustu þekkingu á viðfangsefninu. Námsefnið er allt aðgengilegt á neti, m.a. stuttar greinar og myndbönd, en áhersla er á gagnvirk samtöl milli sérfræðinga og þátttakenda. Hagnýt netnámskeið óháð staðsetningu Á hverju Menntafléttunámskeiði er lögð áhersla á að flétta viðfangsefnið saman við daglegt starf þátttakenda. Raunar er lagt upp með að þátttakendur velji námskeið sem tengist því sem er í deiglunni í viðkomandi skóla eða menntastofnun. Á námskeiðunum eru kynnt til sögunnar verkfæri og kveikjur sem tengjast því að styðja við þróun námssamfélags og verkfæri tengd viðfangsefni námskeiðsins. Námskeiðin ná yfir skólaárið og byggja yfirleitt á fjórum til sex lotum, sem alla jafna fara fram á neti og henta því landsbyggð einkar vel. Námssamfélag og efling menntunarEinn af rauðu þráðum Menntafléttunnar er að styðja við námssamfélög, bæði innan hvers námskeiðs en ekki síður á vinnustöðum þátttakenda. Gert er ráð fyrir að leiðtoginn nýti efnivið námskeiðs inn í þverfaglegt samstarf á sínum vinnustað og leiði þannig fag- og skólaþróun. Á námskeiðum Menntafléttu verður einnig til vettvangur til samtals milli leiðtoga þvert á skóla, stofnanir og landsvæði. Eitt af höfuðmarkmiðum Menntafléttu er efling menntunar og að valdefla kennara, skólastjórnendur og fagfólk um allt land í þágu náms og þroska nemenda.Skráning stendur yfir – taktu þátt!Opnuð hefur verið ný vefsíða, menntaflettan.is. Á henni má finna yfirlit yfir öll námskeið, bæði ný námskeið en einnig vinsæl námskeið sem eru aftur í boði. Meðal annars er fjallað um: fjölbreytileika og farsæld í skólastarfi – fjölmenning og fjöltyngi – talna- og aðgerðaskilning- bókmenntir, samþættingu og skapandi skil – kennarann sem rannsakanda – og margt fleira. Nýjung er hin svokallaða Opna Menntaflétta sem hefst í september, en það eru námskeið sem fagfólk getur tekið sjálft og með samstarfsfólki, á eigin hraða og forsendum hvers skóla. Vonandi er Menntafléttan komin til að vera, en fjármögnun tryggir starfsemi út komandi skólaár. Ég hvet því skólastjórnendur, kennara og fagfólk á sviði menntunar til að kynna sér framboðið og nýta námskeið Menntafléttunnar á því skólaári sem nú er að hefjast.Höfundur er formaður stýrihóps Menntafléttu og forseti Menntavísindasviðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Í næstu viku hefst kennsla í flestum grunn- og framhaldsskólum, og í leikskólum hafa elstu börnin verið kvödd og nýir leikskólanemar stíga sín fyrstu skref í fjölbreyttu skólastarfi. Fátt er mikilvægara en sá grunnur sem lagður er að menntun og farsæld barna og ungmenna í skólum landsins, og á frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum. Árið 2019 ákvað Lilja D. Alfreðsdóttir, þáverandi mennta- og menningarmálaráðherra, að fjárfesta í fagþróun kennara og fagfólks í menntakerfinu. Hún setti á laggirnar Menntafléttuna, opna og aðgengilega starfsþróun á landsvísu, í samvinnu við Kennarasamband Íslands, Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri. Menntafléttan er nú að hefja sitt þriðja starfsár, og stendur kennurum og fagfólki úr skóla- og frístundastarfi til boða að taka þátt í opnum og aðgengilegum vefnámskeiðum, víkka út tengslanet sitt og nýta menntarannsóknir og jafningjastuðning til að efla eigið starf. Starfsþróun byggð á rannsóknum Námskeið Menntafléttunnar fylgja hugmyndafræði leiðtoganáms og þróun námssamfélags og taka mið af rannsóknum á því hvernig starfsþróun getur best stutt við kennara í starfi. Hugmyndafræði leiðtoganáms gengur í stuttu máli út á það að þátttakendur á námskeiðunum, kallaðir leiðtogar, vinna með viðfangsefni námskeiðanna í námssamfélagi í eigin skóla, með samkennurum eða samstarfsfólki. Hvert námskeið er búið til í samvinnu fræðafólks og fagfólks og byggir á nýjustu þekkingu á viðfangsefninu. Námsefnið er allt aðgengilegt á neti, m.a. stuttar greinar og myndbönd, en áhersla er á gagnvirk samtöl milli sérfræðinga og þátttakenda. Hagnýt netnámskeið óháð staðsetningu Á hverju Menntafléttunámskeiði er lögð áhersla á að flétta viðfangsefnið saman við daglegt starf þátttakenda. Raunar er lagt upp með að þátttakendur velji námskeið sem tengist því sem er í deiglunni í viðkomandi skóla eða menntastofnun. Á námskeiðunum eru kynnt til sögunnar verkfæri og kveikjur sem tengjast því að styðja við þróun námssamfélags og verkfæri tengd viðfangsefni námskeiðsins. Námskeiðin ná yfir skólaárið og byggja yfirleitt á fjórum til sex lotum, sem alla jafna fara fram á neti og henta því landsbyggð einkar vel. Námssamfélag og efling menntunarEinn af rauðu þráðum Menntafléttunnar er að styðja við námssamfélög, bæði innan hvers námskeiðs en ekki síður á vinnustöðum þátttakenda. Gert er ráð fyrir að leiðtoginn nýti efnivið námskeiðs inn í þverfaglegt samstarf á sínum vinnustað og leiði þannig fag- og skólaþróun. Á námskeiðum Menntafléttu verður einnig til vettvangur til samtals milli leiðtoga þvert á skóla, stofnanir og landsvæði. Eitt af höfuðmarkmiðum Menntafléttu er efling menntunar og að valdefla kennara, skólastjórnendur og fagfólk um allt land í þágu náms og þroska nemenda.Skráning stendur yfir – taktu þátt!Opnuð hefur verið ný vefsíða, menntaflettan.is. Á henni má finna yfirlit yfir öll námskeið, bæði ný námskeið en einnig vinsæl námskeið sem eru aftur í boði. Meðal annars er fjallað um: fjölbreytileika og farsæld í skólastarfi – fjölmenning og fjöltyngi – talna- og aðgerðaskilning- bókmenntir, samþættingu og skapandi skil – kennarann sem rannsakanda – og margt fleira. Nýjung er hin svokallaða Opna Menntaflétta sem hefst í september, en það eru námskeið sem fagfólk getur tekið sjálft og með samstarfsfólki, á eigin hraða og forsendum hvers skóla. Vonandi er Menntafléttan komin til að vera, en fjármögnun tryggir starfsemi út komandi skólaár. Ég hvet því skólastjórnendur, kennara og fagfólk á sviði menntunar til að kynna sér framboðið og nýta námskeið Menntafléttunnar á því skólaári sem nú er að hefjast.Höfundur er formaður stýrihóps Menntafléttu og forseti Menntavísindasviðs.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun