Umfjöllun, viðtöl og myndir: KA - Club Brugge 1-5 | KA úr leik eftir annað stórt tap Árni Jóhannsson skrifar 17. ágúst 2023 19:57 Það var hart barist í leik liðanna í kvöld. Vísir/Anton Brink KA er úr leik í Sambandsdeild Evrópu eftir 5-1 tap gegn Club Brugge á Laugardalsvelli í kvöld. Belgíska liðið vann einvígið 10-2 samanlagt og fer því örugglega áfram í næstu umferð. Eftir 5-1 tapið í Belgíu í síðustu viku var ljóst að verkefni KA var svo gott sem ómögulegt í kvöld. Club Brugge komst í 3-0 áður en Pætur Peterssen minnkaði muninn á 59. mínútu fyrir KA. Belgarnir bættu hins vegar við tveimur mörkum og unnu að lokum 5-1 sigur. Einvíginu lýkur því 10-2 samtals og KA er úr leik í Sambandsdeildinni þetta árið. Það var vitað mál fyrirfram að verkefnið að komast áfram væri nánast vonlaust fyrir KA í kvöld en það mátti alveg búast við því að KA menn myndu spila af stolti og gera Belgunum erfitt fyrir. Það byrjaði samt sem áður ekki byrlega fyrir heimamenn að norðan. Eftir sjö mínútna leik fengu Club Brugge hornspyrnu sem var skölluð frá en ekki nógu langt því frákastið barst strax á fjærstöng þar sem Dedryck Boyata fann sig einan og óvaldaðan og setti hann boltann í autt markið. Eftir það þá tók við sýning frá markverði KA honum Steinþóri Má Auðunssyni. Club Brugge fagnar á LaugardalsvelliVísir / Anton Club Brugge voru nánast með boltann allan leikinn og náðu mjög oft að opna vörn KA en Steinþór var ávallt réttur maður á réttum stað og sá til þess að lungan úr hálfleiknum voru gestirnir bara einu marki yfir. Roman Yaremchuk var sá sem fékk helst að finna fyrir mætti Steinþórs en Úkraínumaðurinn komst í mýmörg færi í leiknum og hefur örugglega setið inn í klefa í hálfleik, horft á takkaskóna sína og velt fyrir sér hvernig það væri mögulegt að hann væri ekki búinn að skora eitt eða tvö mörk í það minnsta. Þess til marks þá má bend á að Club Brugge náðu 17 skotum á mark KA í dag. Dedryck Boyata í færiVísir / Anton KA óx örlítið ásmegin og áttu stöður sem fóru forgörðum en alveg í blá lok fyrri hálfleiks tvöfölduðu Belgarnir forskot sitt. Aftur var tekin hornspyrna sem var skölluð frá og frákastið líka en það lenti fyrir framan Michal Skóras sem smellhitti boltann á lofti hægra megin úr vítateignum þannig að boltinn söng í netinu. Óverjandi fyrir Steinþór og staða 0-2 í hálfleik. Seinni hálfleikur fór rólega af stað og minnti meira á æfingu hjá Club Brugge þar sem æft var að halda boltanum innan liðsins. Fyrstu 15 mínúturnar afskaplega rólega eða þangað til að Roman Yaremchuk skoraði loksins mark. KA tapaði boltanum við D-bogann sinn og endaði það með því að Roman náði flottu þríhyrningsspili við Onyedika og var mættur inn á markteig til að senda boltann framhjá Steinþóri í markinu. Steinþór hafði samt hönd á bolta en náði ekki að koma í veg fyrir mark. Roman Yaremchuk náði loks að koma boltanum framhjá Steinþór í markinu.Vísir / Anton KA menn minnkuðu svo muninn tveimur mínútum síðar þegar snaggarlegt spil þeirra skila Pætur Petersen í góða stöðu við vítateigslínuna hjá Brugge. Pætur beið ekki boðanna heldur dúndraði boltanum fallega framhjá Mignolet í markinu. Pætur Petersen fagnar marki sínu.Vísir / Anton Roman Yaremchuk kláraði síðan þrennuna sína með tveimur keimlíkum mörkum þar sem hann var kominn einn á móti markverði. Í annað skipti eftir slappa sendingu til baka og í hitt skiptið efti frábæra stungusendingu. Jónas Simun Edmundsson kom inn á en náði ekki að setja mark sitt á leikinn nema að því leyti að hann fékk tvö gul spjöld. Bæði hefðu vel getað sloppið en Jónas fór í snemmbúna sturtu en það hafði svo sem ekki áhrif á lokastöðuna. Jónas Símun fær rauða spjaldiðVísir / Anton Leiknum lauk með 1-5 sigri Club Brugge og KA menn eru úr leik. Eftir vasklega frammistöðu þó miðað við hve verkefnið var erfitt. Afhverju vann Club Brugge? Það munar u.þ.b. 360 sætum á liðunum á styrkleikalista UEFA og það sást í kvöld. Belgarnir fengu afskaplega mörg færi og nýttu fimm þeirra. Hvað gekk illa? Club Brugge gekk illa að nýta færin í fyrri hálfleik. Steinþór varði eins og berserkur og hélt stöðunni mjög virðulegri þangað til í lok fyrri hálfleiks og seinni. Steinþór með enn eina vörsluna.Vísir / Anton Bestur á vellinum? Roman Yaremchuk skoraði þrennu og hefði líklega getað skorað átta en besti maður heimamanna Steinþór Már Auðunsson sá til þess að þau urðu bara þrjú mörkin hjá hinum úkraínska í dag. Hvað næst? KA er úr leik og fer að einbeita sér að því að komast aftur í Evrópukeppni en þeir eiga bikarúrslitaleik í september. Club Brugge mætir næst Osasuna frá Spáni upp á það að komast í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Ívar Örn: Ótrúlega stoltur Ívar Örn Árnason stóð í ströngu í vörn KA manna.Vísir / Anton „Okkur leið bara mjög vel í fyrri hálfleik og hvernig leikurinn var að spilast“, sagði fyrirliði KA þegar hann var spurður að því hvernig honum fannst leikurinn spilast. „Við vissum að þetta yrði hörkuleikur og vorum að sýna mikla yfirvegun á boltanum, sem var eitthvað sem við ætluðum að gera, svo í lokin þá er bara reynsla í hinu liðinu. Svo eru meiri gæði hjá þeim líka og menn kannski ekki alveg nógu fókuseraðir. Lítil smáatriði sem svíða mikið í dag og við héldum að við yrðum yfir í þessum leik. Heilt yfir er ég ótúrlega stoltur af liðinu og klúbbnum. Þetta er búið að vera ótrúlegt ævintýri og líklega búið að vera skemmtilegasti einn og hálfur mánuður sem ég hef upplifað í KA treyjunni.“ KA menn hafa væntanlega lært heilmikið af þessari keppni. „Svo sannarlega. Nú verður settur allur fókus á að komast í annað svona ævintýri. Þetta er ótrúlega gaman og gaman að sjá ungu strákana koma inn á og fá reynslu með því að spila við þessa gæja. Þetta er ótrúlega gaman og líka mjög gaman að sjá hvað margir komu á „heimavöllinn“ okkar[gæsalappir sem Ívar setti á orðið].“ Ívar var spurður út í frammistöðu Steinþórs í markinu en sá átti góðan leik. „Steinþór er herbergisfélaginn minn og er bara ógeðslega góður í marki og ég hef alltaf haldið því fram. Hann gjörsamlega steig upp í dag og það segir ekki allt að leikurinn hafi endað 1-5 en Steinþór er einn vanmetnasti markvörður í deildinni og þreytist ekki á að segja það.“ Hallgrímur: Áttum flotta kafla og gáfum allt í þetta Hallgrímur Jónasson hafði nóg að hugsa um í dag.Vísir / Anton Þjálfari KA manna var ánægður með frammistöðu sinna manna þó að tapið hafi verið stórt í dag gegn Club Brugge. „Það er bara þannig að þeir eru betri og ég var bara mjög ánægður með mína menn á löngum köflum. Ég vildi kannski ekki fá á mig mörk úr föstu leikatriði en aftur lendum við í því að fá mark á okkur á síðustu sekúndu fyrri hálfleiks. Fyrri hálfleikur samt flottur og byrjunin á seinni. Síðan bara förum við að þreytast en þeir voru mikið með boltann og létu okkur hlaupa mikið. Þetta var orðið mjög erfitt í lokin. Þeir vinna sanngjarnan sigur en ég er ánægður með strákana, áttum flotta kafla og gáfum allt í þetta.“ Hvað gefur það KA að komast svona langt í þessari keppni bæði á þessu tímabili og í framtíðinni? „Þetta gefur okkur ótrúlega mikið í öllu félaginu og við erum ótrúlega stolt af því að hafa farið svona langt. Menn læra ótrúlega mikið af svona leikjum og mann þyrstir í meira og við viljum fara aftur í Evrópukeppni og upplifa þetta aftur.“ Markvörður KA átti góðan leik en hann þakkaði traustið í dag. „Steinþór er frábær markmaður og stóð sig vel í dag þó hann hafi fengið aðeins of mörg mörk á sig í dag.“ Að lokum var Hallgrímur spurður út í næstu vikur hjá KA. „Við eigum fjóra leiki eftir í deildinni, strax á sunnudaginn þannig að nú er bara endurheimt og fókus á þessa leiki. Við viljum komast í topp 6 og það fer allur fókus á það núna. Klárum það, metum svo stöðuna og svo er bikarúrslitaleikur ásamt úrslitakeppninni.“ Sambandsdeild Evrópu KA
KA er úr leik í Sambandsdeild Evrópu eftir 5-1 tap gegn Club Brugge á Laugardalsvelli í kvöld. Belgíska liðið vann einvígið 10-2 samanlagt og fer því örugglega áfram í næstu umferð. Eftir 5-1 tapið í Belgíu í síðustu viku var ljóst að verkefni KA var svo gott sem ómögulegt í kvöld. Club Brugge komst í 3-0 áður en Pætur Peterssen minnkaði muninn á 59. mínútu fyrir KA. Belgarnir bættu hins vegar við tveimur mörkum og unnu að lokum 5-1 sigur. Einvíginu lýkur því 10-2 samtals og KA er úr leik í Sambandsdeildinni þetta árið. Það var vitað mál fyrirfram að verkefnið að komast áfram væri nánast vonlaust fyrir KA í kvöld en það mátti alveg búast við því að KA menn myndu spila af stolti og gera Belgunum erfitt fyrir. Það byrjaði samt sem áður ekki byrlega fyrir heimamenn að norðan. Eftir sjö mínútna leik fengu Club Brugge hornspyrnu sem var skölluð frá en ekki nógu langt því frákastið barst strax á fjærstöng þar sem Dedryck Boyata fann sig einan og óvaldaðan og setti hann boltann í autt markið. Eftir það þá tók við sýning frá markverði KA honum Steinþóri Má Auðunssyni. Club Brugge fagnar á LaugardalsvelliVísir / Anton Club Brugge voru nánast með boltann allan leikinn og náðu mjög oft að opna vörn KA en Steinþór var ávallt réttur maður á réttum stað og sá til þess að lungan úr hálfleiknum voru gestirnir bara einu marki yfir. Roman Yaremchuk var sá sem fékk helst að finna fyrir mætti Steinþórs en Úkraínumaðurinn komst í mýmörg færi í leiknum og hefur örugglega setið inn í klefa í hálfleik, horft á takkaskóna sína og velt fyrir sér hvernig það væri mögulegt að hann væri ekki búinn að skora eitt eða tvö mörk í það minnsta. Þess til marks þá má bend á að Club Brugge náðu 17 skotum á mark KA í dag. Dedryck Boyata í færiVísir / Anton KA óx örlítið ásmegin og áttu stöður sem fóru forgörðum en alveg í blá lok fyrri hálfleiks tvöfölduðu Belgarnir forskot sitt. Aftur var tekin hornspyrna sem var skölluð frá og frákastið líka en það lenti fyrir framan Michal Skóras sem smellhitti boltann á lofti hægra megin úr vítateignum þannig að boltinn söng í netinu. Óverjandi fyrir Steinþór og staða 0-2 í hálfleik. Seinni hálfleikur fór rólega af stað og minnti meira á æfingu hjá Club Brugge þar sem æft var að halda boltanum innan liðsins. Fyrstu 15 mínúturnar afskaplega rólega eða þangað til að Roman Yaremchuk skoraði loksins mark. KA tapaði boltanum við D-bogann sinn og endaði það með því að Roman náði flottu þríhyrningsspili við Onyedika og var mættur inn á markteig til að senda boltann framhjá Steinþóri í markinu. Steinþór hafði samt hönd á bolta en náði ekki að koma í veg fyrir mark. Roman Yaremchuk náði loks að koma boltanum framhjá Steinþór í markinu.Vísir / Anton KA menn minnkuðu svo muninn tveimur mínútum síðar þegar snaggarlegt spil þeirra skila Pætur Petersen í góða stöðu við vítateigslínuna hjá Brugge. Pætur beið ekki boðanna heldur dúndraði boltanum fallega framhjá Mignolet í markinu. Pætur Petersen fagnar marki sínu.Vísir / Anton Roman Yaremchuk kláraði síðan þrennuna sína með tveimur keimlíkum mörkum þar sem hann var kominn einn á móti markverði. Í annað skipti eftir slappa sendingu til baka og í hitt skiptið efti frábæra stungusendingu. Jónas Simun Edmundsson kom inn á en náði ekki að setja mark sitt á leikinn nema að því leyti að hann fékk tvö gul spjöld. Bæði hefðu vel getað sloppið en Jónas fór í snemmbúna sturtu en það hafði svo sem ekki áhrif á lokastöðuna. Jónas Símun fær rauða spjaldiðVísir / Anton Leiknum lauk með 1-5 sigri Club Brugge og KA menn eru úr leik. Eftir vasklega frammistöðu þó miðað við hve verkefnið var erfitt. Afhverju vann Club Brugge? Það munar u.þ.b. 360 sætum á liðunum á styrkleikalista UEFA og það sást í kvöld. Belgarnir fengu afskaplega mörg færi og nýttu fimm þeirra. Hvað gekk illa? Club Brugge gekk illa að nýta færin í fyrri hálfleik. Steinþór varði eins og berserkur og hélt stöðunni mjög virðulegri þangað til í lok fyrri hálfleiks og seinni. Steinþór með enn eina vörsluna.Vísir / Anton Bestur á vellinum? Roman Yaremchuk skoraði þrennu og hefði líklega getað skorað átta en besti maður heimamanna Steinþór Már Auðunsson sá til þess að þau urðu bara þrjú mörkin hjá hinum úkraínska í dag. Hvað næst? KA er úr leik og fer að einbeita sér að því að komast aftur í Evrópukeppni en þeir eiga bikarúrslitaleik í september. Club Brugge mætir næst Osasuna frá Spáni upp á það að komast í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Ívar Örn: Ótrúlega stoltur Ívar Örn Árnason stóð í ströngu í vörn KA manna.Vísir / Anton „Okkur leið bara mjög vel í fyrri hálfleik og hvernig leikurinn var að spilast“, sagði fyrirliði KA þegar hann var spurður að því hvernig honum fannst leikurinn spilast. „Við vissum að þetta yrði hörkuleikur og vorum að sýna mikla yfirvegun á boltanum, sem var eitthvað sem við ætluðum að gera, svo í lokin þá er bara reynsla í hinu liðinu. Svo eru meiri gæði hjá þeim líka og menn kannski ekki alveg nógu fókuseraðir. Lítil smáatriði sem svíða mikið í dag og við héldum að við yrðum yfir í þessum leik. Heilt yfir er ég ótúrlega stoltur af liðinu og klúbbnum. Þetta er búið að vera ótrúlegt ævintýri og líklega búið að vera skemmtilegasti einn og hálfur mánuður sem ég hef upplifað í KA treyjunni.“ KA menn hafa væntanlega lært heilmikið af þessari keppni. „Svo sannarlega. Nú verður settur allur fókus á að komast í annað svona ævintýri. Þetta er ótrúlega gaman og gaman að sjá ungu strákana koma inn á og fá reynslu með því að spila við þessa gæja. Þetta er ótrúlega gaman og líka mjög gaman að sjá hvað margir komu á „heimavöllinn“ okkar[gæsalappir sem Ívar setti á orðið].“ Ívar var spurður út í frammistöðu Steinþórs í markinu en sá átti góðan leik. „Steinþór er herbergisfélaginn minn og er bara ógeðslega góður í marki og ég hef alltaf haldið því fram. Hann gjörsamlega steig upp í dag og það segir ekki allt að leikurinn hafi endað 1-5 en Steinþór er einn vanmetnasti markvörður í deildinni og þreytist ekki á að segja það.“ Hallgrímur: Áttum flotta kafla og gáfum allt í þetta Hallgrímur Jónasson hafði nóg að hugsa um í dag.Vísir / Anton Þjálfari KA manna var ánægður með frammistöðu sinna manna þó að tapið hafi verið stórt í dag gegn Club Brugge. „Það er bara þannig að þeir eru betri og ég var bara mjög ánægður með mína menn á löngum köflum. Ég vildi kannski ekki fá á mig mörk úr föstu leikatriði en aftur lendum við í því að fá mark á okkur á síðustu sekúndu fyrri hálfleiks. Fyrri hálfleikur samt flottur og byrjunin á seinni. Síðan bara förum við að þreytast en þeir voru mikið með boltann og létu okkur hlaupa mikið. Þetta var orðið mjög erfitt í lokin. Þeir vinna sanngjarnan sigur en ég er ánægður með strákana, áttum flotta kafla og gáfum allt í þetta.“ Hvað gefur það KA að komast svona langt í þessari keppni bæði á þessu tímabili og í framtíðinni? „Þetta gefur okkur ótrúlega mikið í öllu félaginu og við erum ótrúlega stolt af því að hafa farið svona langt. Menn læra ótrúlega mikið af svona leikjum og mann þyrstir í meira og við viljum fara aftur í Evrópukeppni og upplifa þetta aftur.“ Markvörður KA átti góðan leik en hann þakkaði traustið í dag. „Steinþór er frábær markmaður og stóð sig vel í dag þó hann hafi fengið aðeins of mörg mörk á sig í dag.“ Að lokum var Hallgrímur spurður út í næstu vikur hjá KA. „Við eigum fjóra leiki eftir í deildinni, strax á sunnudaginn þannig að nú er bara endurheimt og fókus á þessa leiki. Við viljum komast í topp 6 og það fer allur fókus á það núna. Klárum það, metum svo stöðuna og svo er bikarúrslitaleikur ásamt úrslitakeppninni.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti