Valdi Crystal Palace fram yfir Chelsea Smári Jökull Jónsson skrifar 17. ágúst 2023 22:00 Michael Olise var í U21-árs liði Frakklands sem lék á Evrópumótinu í sumar. Vísir/Getty Chelsea hefur verið öflugt á félagaskiptamarkaðnum í sumar og meðal annars náð í þá Moses Caceido og Romeo Lavia beint fyrir framan nefið á Liverpool. Þeir misstu hins vegar af einu skotmarki sínu í dag. Michael Olise hefur verið orðaður við brottför frá Crystal Palace á síðustu vikum og í gær bárust fréttir af því að Chelsea hefði virkjað klásúlu í samningi hans hjá Palace með því að bjóða 35 milljónir punda í Frakkann unga. Í dag var hins vegar tilkynnt að Olise hefði ákveðið að skrifa undir nýjan samning við Crystal Palace. Samningurinn er til fjögurra ára og ljóst að ekkert verður af félagaskiptum til Chelsea. Franski U21-árs landsliðsmaðurinn er að jafna sig á meiðslum sem hann varð fyrir á Evrópumótinu í sumar en hann skoraði tvö mörk fyrir Palace á síðustu leiktíð auk þess að gefa ellefu stoðsendingar. pic.twitter.com/6qbyq9zvRU— Crystal Palace F.C. (@CPFC) August 17, 2023 „Við erum algjörlega hæstánægð. Þetta bindur enda á ýmsar sögusagnir og lyftir okkur upp,“ sagði Steve Parish stjórnarformaður Crystal Palace þegar tilkynnt var um framlengingu samningsins. „Þar sem Wilfried Zaha fór hefði það verið áfall fyrir okkur að missa Michael. Við erum á leið í tímabil með svo gott sem sama lið og við enduðum það síðasta með.“ Roy Hodgson var sömuleiðis í skýjunum. „Þetta eru bestu mögulegu fréttir sem við gátum fengið. Við höfðum áhyggjur þegar félag af þeirri stærðargráðu sem Chelsea er sýndi áhuga. Ég hef alltaf vonað að Michael myndi sjá að framtíð hans hér er björt. Við getum hjálpað honum upp á næsta stig. Ákvörðunin var hans og ég verð að hrósa stjórninni fyrir að hafa náð að sannfæra hann um að þetta sé hans staður.“ Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira
Michael Olise hefur verið orðaður við brottför frá Crystal Palace á síðustu vikum og í gær bárust fréttir af því að Chelsea hefði virkjað klásúlu í samningi hans hjá Palace með því að bjóða 35 milljónir punda í Frakkann unga. Í dag var hins vegar tilkynnt að Olise hefði ákveðið að skrifa undir nýjan samning við Crystal Palace. Samningurinn er til fjögurra ára og ljóst að ekkert verður af félagaskiptum til Chelsea. Franski U21-árs landsliðsmaðurinn er að jafna sig á meiðslum sem hann varð fyrir á Evrópumótinu í sumar en hann skoraði tvö mörk fyrir Palace á síðustu leiktíð auk þess að gefa ellefu stoðsendingar. pic.twitter.com/6qbyq9zvRU— Crystal Palace F.C. (@CPFC) August 17, 2023 „Við erum algjörlega hæstánægð. Þetta bindur enda á ýmsar sögusagnir og lyftir okkur upp,“ sagði Steve Parish stjórnarformaður Crystal Palace þegar tilkynnt var um framlengingu samningsins. „Þar sem Wilfried Zaha fór hefði það verið áfall fyrir okkur að missa Michael. Við erum á leið í tímabil með svo gott sem sama lið og við enduðum það síðasta með.“ Roy Hodgson var sömuleiðis í skýjunum. „Þetta eru bestu mögulegu fréttir sem við gátum fengið. Við höfðum áhyggjur þegar félag af þeirri stærðargráðu sem Chelsea er sýndi áhuga. Ég hef alltaf vonað að Michael myndi sjá að framtíð hans hér er björt. Við getum hjálpað honum upp á næsta stig. Ákvörðunin var hans og ég verð að hrósa stjórninni fyrir að hafa náð að sannfæra hann um að þetta sé hans staður.“
Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Frank Mill er látinn Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira