Valdi Crystal Palace fram yfir Chelsea Smári Jökull Jónsson skrifar 17. ágúst 2023 22:00 Michael Olise var í U21-árs liði Frakklands sem lék á Evrópumótinu í sumar. Vísir/Getty Chelsea hefur verið öflugt á félagaskiptamarkaðnum í sumar og meðal annars náð í þá Moses Caceido og Romeo Lavia beint fyrir framan nefið á Liverpool. Þeir misstu hins vegar af einu skotmarki sínu í dag. Michael Olise hefur verið orðaður við brottför frá Crystal Palace á síðustu vikum og í gær bárust fréttir af því að Chelsea hefði virkjað klásúlu í samningi hans hjá Palace með því að bjóða 35 milljónir punda í Frakkann unga. Í dag var hins vegar tilkynnt að Olise hefði ákveðið að skrifa undir nýjan samning við Crystal Palace. Samningurinn er til fjögurra ára og ljóst að ekkert verður af félagaskiptum til Chelsea. Franski U21-árs landsliðsmaðurinn er að jafna sig á meiðslum sem hann varð fyrir á Evrópumótinu í sumar en hann skoraði tvö mörk fyrir Palace á síðustu leiktíð auk þess að gefa ellefu stoðsendingar. pic.twitter.com/6qbyq9zvRU— Crystal Palace F.C. (@CPFC) August 17, 2023 „Við erum algjörlega hæstánægð. Þetta bindur enda á ýmsar sögusagnir og lyftir okkur upp,“ sagði Steve Parish stjórnarformaður Crystal Palace þegar tilkynnt var um framlengingu samningsins. „Þar sem Wilfried Zaha fór hefði það verið áfall fyrir okkur að missa Michael. Við erum á leið í tímabil með svo gott sem sama lið og við enduðum það síðasta með.“ Roy Hodgson var sömuleiðis í skýjunum. „Þetta eru bestu mögulegu fréttir sem við gátum fengið. Við höfðum áhyggjur þegar félag af þeirri stærðargráðu sem Chelsea er sýndi áhuga. Ég hef alltaf vonað að Michael myndi sjá að framtíð hans hér er björt. Við getum hjálpað honum upp á næsta stig. Ákvörðunin var hans og ég verð að hrósa stjórninni fyrir að hafa náð að sannfæra hann um að þetta sé hans staður.“ Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Sjá meira
Michael Olise hefur verið orðaður við brottför frá Crystal Palace á síðustu vikum og í gær bárust fréttir af því að Chelsea hefði virkjað klásúlu í samningi hans hjá Palace með því að bjóða 35 milljónir punda í Frakkann unga. Í dag var hins vegar tilkynnt að Olise hefði ákveðið að skrifa undir nýjan samning við Crystal Palace. Samningurinn er til fjögurra ára og ljóst að ekkert verður af félagaskiptum til Chelsea. Franski U21-árs landsliðsmaðurinn er að jafna sig á meiðslum sem hann varð fyrir á Evrópumótinu í sumar en hann skoraði tvö mörk fyrir Palace á síðustu leiktíð auk þess að gefa ellefu stoðsendingar. pic.twitter.com/6qbyq9zvRU— Crystal Palace F.C. (@CPFC) August 17, 2023 „Við erum algjörlega hæstánægð. Þetta bindur enda á ýmsar sögusagnir og lyftir okkur upp,“ sagði Steve Parish stjórnarformaður Crystal Palace þegar tilkynnt var um framlengingu samningsins. „Þar sem Wilfried Zaha fór hefði það verið áfall fyrir okkur að missa Michael. Við erum á leið í tímabil með svo gott sem sama lið og við enduðum það síðasta með.“ Roy Hodgson var sömuleiðis í skýjunum. „Þetta eru bestu mögulegu fréttir sem við gátum fengið. Við höfðum áhyggjur þegar félag af þeirri stærðargráðu sem Chelsea er sýndi áhuga. Ég hef alltaf vonað að Michael myndi sjá að framtíð hans hér er björt. Við getum hjálpað honum upp á næsta stig. Ákvörðunin var hans og ég verð að hrósa stjórninni fyrir að hafa náð að sannfæra hann um að þetta sé hans staður.“
Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Sjá meira