Heimilislausir heimsleikar mögulega á flakk um heiminn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2023 09:00 Anníe Mist Þórisdóttir er ein af fáum sem þekkir það að keppa á heimsleikum annars staðar en í Madison. @anniethorisdottir Heimsleikarnir á Ísland 2024? Nei, varla en það er aftur á móti ágætar líkur á því að heimsmeistaramót CrossFit íþróttarinnar fari fram utan Bandaríkjanna á næsta ári. Heimsleikarnir í CrossFit fóru fram í Madison í Wisconsin-fylki í síðasta sinn á dögunum en þá var tilkynnt að breyting hafi orðið á framtíðarkeppnisstað leikanna. Heimsleikarnir hafa farið fram í Madison undanfarin ár fyrir utan kórónuveiruleikanna 2020 og borgin hefur verið sannkölluð mekka CrossFit-íþróttarinnar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem CrossFit-samtökin ákveða að fara með heimsleikana burtu frá Madison og þeir áttu að fara fram í Birmingham í Alabama-fylki en hætt var við það eftir mikla óánægju með þann keppnisstað. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Það var búið að tilkynna það að Madison myndi halda leikana í ár og á næsta ári en fyrir leikana í byrjun mánaðarins fréttist af því að svo yrði ekki. Reyndar eru nýjustu opinberar fréttir þannig að heimsleikarnir eru heimilislausir en að nýr keppnisstaður yrði gefinn út skömmu eftir tímabil. Nú eru að líða að því að það séu tvær vikur liðnar frá heimsleikunum og margir orðnir spenntir að vita hvar hápunktur næsta heimsleikaárs verður. View this post on Instagram A post shared by CrossFit (@crossfit) Það er þó hægt að lesa ýmislegt út úr yfirlýsingu CrossFit-samtakanna sem þau sendu til Morning Chalk Up. „Heimsleikarnir í CrossFit gefa okkur frábært tækifæri til að tengjast samfélaginu og um leið að kynna CrossFit-íþróttina fyrir nýju fólki. Okkar framtíðarmarkmið er að fara með heimsleikana til annara hluta heimsins. Við áttum frábæran tíma í Madison og við erum svo þakklát borginni og samfélaginu. Við munum kynna nýjan keppnisstað fyrir heimsleikana 2024 stuttu eftir að tímabilið klárast.“ Það eru því ágætar líkur á því að heimsleikarnir verði ekki haldnir í Bandaríkjunum á næsta ári heldur mögulega í Evrópu eða jafnvel verða „seldir“ til eins of olíuveldunum á Arabíuskaganum. Vonandi skýrist þetta sem fyrst. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Sjá meira
Heimsleikarnir í CrossFit fóru fram í Madison í Wisconsin-fylki í síðasta sinn á dögunum en þá var tilkynnt að breyting hafi orðið á framtíðarkeppnisstað leikanna. Heimsleikarnir hafa farið fram í Madison undanfarin ár fyrir utan kórónuveiruleikanna 2020 og borgin hefur verið sannkölluð mekka CrossFit-íþróttarinnar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem CrossFit-samtökin ákveða að fara með heimsleikana burtu frá Madison og þeir áttu að fara fram í Birmingham í Alabama-fylki en hætt var við það eftir mikla óánægju með þann keppnisstað. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Það var búið að tilkynna það að Madison myndi halda leikana í ár og á næsta ári en fyrir leikana í byrjun mánaðarins fréttist af því að svo yrði ekki. Reyndar eru nýjustu opinberar fréttir þannig að heimsleikarnir eru heimilislausir en að nýr keppnisstaður yrði gefinn út skömmu eftir tímabil. Nú eru að líða að því að það séu tvær vikur liðnar frá heimsleikunum og margir orðnir spenntir að vita hvar hápunktur næsta heimsleikaárs verður. View this post on Instagram A post shared by CrossFit (@crossfit) Það er þó hægt að lesa ýmislegt út úr yfirlýsingu CrossFit-samtakanna sem þau sendu til Morning Chalk Up. „Heimsleikarnir í CrossFit gefa okkur frábært tækifæri til að tengjast samfélaginu og um leið að kynna CrossFit-íþróttina fyrir nýju fólki. Okkar framtíðarmarkmið er að fara með heimsleikana til annara hluta heimsins. Við áttum frábæran tíma í Madison og við erum svo þakklát borginni og samfélaginu. Við munum kynna nýjan keppnisstað fyrir heimsleikana 2024 stuttu eftir að tímabilið klárast.“ Það eru því ágætar líkur á því að heimsleikarnir verði ekki haldnir í Bandaríkjunum á næsta ári heldur mögulega í Evrópu eða jafnvel verða „seldir“ til eins of olíuveldunum á Arabíuskaganum. Vonandi skýrist þetta sem fyrst. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames)
CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Sjá meira