Þakkir til fuglanna Birna Guðný Björnsdóttir skrifar 18. ágúst 2023 08:31 Hvað er það eiginlega með fugla? Í allt sumar eru fuglar búnir að elta mig og eiginlega fyrr því í febrúar/mars verpti að venju krumma par upp á þaki. Eggjunum var því miður fórnað nú í ár með vindkviðu en samt komu krummarnir í heimsókn í síðustu viku til að kveðja. Ég veit ekki hvað það er með fugla. Ég hef aldrei velt þeim sérstaklega fyrir mér en nú í ár þá tek ég eftir þeim alls staðar og þykir svo vænt um þá. En þeir kunna nú líka að skilja eftir sig merki. Ég var ekki fyrr búin að þrífa pallinn og mála, að ég þurfti að þrífa pallinn aftur. Nýbúin þá að þrífa bílinn sem var svolítið mikið útataður. Og meðan ég var að bölsóttast yfir þeim örlögum að vera alltaf að þrífa eftir fuglana kom yfir mig ljósaperustund, svona ring, ding, ding stund. Ég meina ef ég er svona ánægð með fuglana, af hverju var ég þá að pirrast yfir nokkrum handartökum við þrifin? Það fylgir öllu sem maður tekur að sér eitthvað bögg og vesen, en ef maður getur ekki fundið gleði og þakklæti yfir því sem maður er að áskotnast í staðinn, og tekist sáttur á við óumflýjanlega fylgifiska, þá er maður kannski á rangri braut í lífinu. Er það ekki? Þetta hugarfar hjálpar mér a.m.k. yfir trampandi fílana sem gera sig heimakomna á eggjastokkunum mínum akkúrat núna. Það er víst sagt að eftir því sem konur eru lengur á blæðingum, því unglegri eiga þær að verða þegar þær eldast. Svo núna tauta ég bara með mér, jájá komið fílar, komið bara, verið velkomnir og löðra svo svellköld castor olíu á magann og vel í naflann mér til að draga úr verkjunum. Topp ráð sem virkar. Verði ykkur að góðu. Takk fyrir lesturinn og megið þið njóta allra komandi einverustunda í umferðinni næstu vikur. Höfundur greinar er með MAcc í reikningshaldi og endurskoðun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birna Guðný Björnsdóttir Fuglar Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Hvað er það eiginlega með fugla? Í allt sumar eru fuglar búnir að elta mig og eiginlega fyrr því í febrúar/mars verpti að venju krumma par upp á þaki. Eggjunum var því miður fórnað nú í ár með vindkviðu en samt komu krummarnir í heimsókn í síðustu viku til að kveðja. Ég veit ekki hvað það er með fugla. Ég hef aldrei velt þeim sérstaklega fyrir mér en nú í ár þá tek ég eftir þeim alls staðar og þykir svo vænt um þá. En þeir kunna nú líka að skilja eftir sig merki. Ég var ekki fyrr búin að þrífa pallinn og mála, að ég þurfti að þrífa pallinn aftur. Nýbúin þá að þrífa bílinn sem var svolítið mikið útataður. Og meðan ég var að bölsóttast yfir þeim örlögum að vera alltaf að þrífa eftir fuglana kom yfir mig ljósaperustund, svona ring, ding, ding stund. Ég meina ef ég er svona ánægð með fuglana, af hverju var ég þá að pirrast yfir nokkrum handartökum við þrifin? Það fylgir öllu sem maður tekur að sér eitthvað bögg og vesen, en ef maður getur ekki fundið gleði og þakklæti yfir því sem maður er að áskotnast í staðinn, og tekist sáttur á við óumflýjanlega fylgifiska, þá er maður kannski á rangri braut í lífinu. Er það ekki? Þetta hugarfar hjálpar mér a.m.k. yfir trampandi fílana sem gera sig heimakomna á eggjastokkunum mínum akkúrat núna. Það er víst sagt að eftir því sem konur eru lengur á blæðingum, því unglegri eiga þær að verða þegar þær eldast. Svo núna tauta ég bara með mér, jájá komið fílar, komið bara, verið velkomnir og löðra svo svellköld castor olíu á magann og vel í naflann mér til að draga úr verkjunum. Topp ráð sem virkar. Verði ykkur að góðu. Takk fyrir lesturinn og megið þið njóta allra komandi einverustunda í umferðinni næstu vikur. Höfundur greinar er með MAcc í reikningshaldi og endurskoðun.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar