Emil um endurkomuna: Hafði alltaf trú á sjálfum mér Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. ágúst 2023 09:00 Emil fagnar einu af mörkum sumarsins. Vísir/Diego Sóknarmaðurinn Emil Atlason hafði alltaf trú á því að hann kæmi til baka eftir ítrekuð meiðsli. Hann blómstrar nú í Bestu deildinni í knattspyrnu og er með sjálfstraustið í botni. Emil hefur farið mikinn með Stjörnunni á leiktíðinni og skorað 9 mörk í aðeins 13 deildarleikjum. „Mér líður mjög vel inn á vellinum, góð liðsheild og ef mér líður vel þá spila ég vel.“ Stjörnumenn eru komnir upp í 4. sæti og farnir að blanda sér í baráttuna um Evrópu. Eiga mörk Emils stóran þátt í því. „Jökull (Elísabetarson) tekur við og hann er með sínar hugmyndir. Það gengur mjög vel, Jölli er búinn að koma frábærlega inn í þetta. Eins og nútímafótbolti er, fótboltinn er alltaf að breytast á hverju ári og hann er með sína hugmyndafræði í þessu. Það er að skila sér.“ Fréttin heldur áfram eftir myndbandið. Emil hefur verið gríðarlega óheppinn með meiðsli á ferli sínum og meiddist illa á síðasta ári. „Ég lagði hart að mér að koma aftur til baka. Hafði alltaf trú á sjálfum mér og gæti sýnt hvað ég get.“ Stjarnan vann Fylki 4-0 í síðustu umferð Bestu deildarinnar. Emil skoraði þrennu í leiknum, eða hvað? Hann fékk aðeins tvö mörk skráð sig þar sem eitt var skráð sem sjálfsmark á Ólaf Kristófer Helgason, markvörð Fylkis. „Hann fór í slánna og svo aftur í hann en markaskorarinn í mér er ósáttur að einhverju leyti.“ Rætt var um frammistöðu Emils í síðasta þætti Stúkunnar á Stöð 2 Sport og voru menn á því að hann væri besti framherji deildarinnar um þessar mundir. „Frábært að heyra svona hluti frá sérfræðingunum, það er mjög gaman,“ sagði Emil áður en hann var spurður að því hvað hann ætlaði að skora mörg mörk í sumar. „Það kemur í ljós,“ svaraði framherjinn sposkur á svip en hann þarf enn tvö mörk til að jafna árangur síðasta tímabils. Fótbolti Besta deild karla Íslenski boltinn Stjarnan Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira
Emil hefur farið mikinn með Stjörnunni á leiktíðinni og skorað 9 mörk í aðeins 13 deildarleikjum. „Mér líður mjög vel inn á vellinum, góð liðsheild og ef mér líður vel þá spila ég vel.“ Stjörnumenn eru komnir upp í 4. sæti og farnir að blanda sér í baráttuna um Evrópu. Eiga mörk Emils stóran þátt í því. „Jökull (Elísabetarson) tekur við og hann er með sínar hugmyndir. Það gengur mjög vel, Jölli er búinn að koma frábærlega inn í þetta. Eins og nútímafótbolti er, fótboltinn er alltaf að breytast á hverju ári og hann er með sína hugmyndafræði í þessu. Það er að skila sér.“ Fréttin heldur áfram eftir myndbandið. Emil hefur verið gríðarlega óheppinn með meiðsli á ferli sínum og meiddist illa á síðasta ári. „Ég lagði hart að mér að koma aftur til baka. Hafði alltaf trú á sjálfum mér og gæti sýnt hvað ég get.“ Stjarnan vann Fylki 4-0 í síðustu umferð Bestu deildarinnar. Emil skoraði þrennu í leiknum, eða hvað? Hann fékk aðeins tvö mörk skráð sig þar sem eitt var skráð sem sjálfsmark á Ólaf Kristófer Helgason, markvörð Fylkis. „Hann fór í slánna og svo aftur í hann en markaskorarinn í mér er ósáttur að einhverju leyti.“ Rætt var um frammistöðu Emils í síðasta þætti Stúkunnar á Stöð 2 Sport og voru menn á því að hann væri besti framherji deildarinnar um þessar mundir. „Frábært að heyra svona hluti frá sérfræðingunum, það er mjög gaman,“ sagði Emil áður en hann var spurður að því hvað hann ætlaði að skora mörg mörk í sumar. „Það kemur í ljós,“ svaraði framherjinn sposkur á svip en hann þarf enn tvö mörk til að jafna árangur síðasta tímabils.
Fótbolti Besta deild karla Íslenski boltinn Stjarnan Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Fleiri fréttir Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Sjá meira