Hrútar þuklaðir á Íslandsmeistaramóti í hrútadómum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. ágúst 2023 12:31 Keppt er í tveimur flokkum í þuklinu, vanir og óvanir. Aðsend Það verður mikið um þukl á Sauðfjársetrinu á Ströndum í dag því þar fer fram árlegt Íslandsmót þar sem hrútar eru þuklaðir í bak og fyrir. Þá verða nokkur úrvals líflömb frá bændum á Ströndum og í Reykhólasveit í vinning í happdrætti dagsins. Það er alltaf mikil stemning á Íslandsmeistaramótinu í hrútadómum á Sauðfjársetrinu í Sævangi en mótið fagnar 20 ára afmæli í dag og hefst klukkan tvö. Fjöldi fólks mætir alltaf til að fylgjast með Íslandsmeistaramótinu og fær sér svo síðan kjötsúpu eða veitingar af kaffihlaðborðinu á eftir. Matthías Sævar Lýðsson, sauðfjárbóndi á bænum Húsavík við Steingrímsfjörð á Ströndum er einn af starfsmönnum Íslandsmótsins. „Þá safnast fólk saman, sem hefur yndi af sauðkindum og sérstaklega hrútum og þreifar þá og þuklar til að reyna að komast, sem næst því að raða þeim í gæðaröð eftir dómstiga, sem notaður er í sauðfjárræktinni,” segir Matthías. Matthías segir að tveir flokkar keppi, annars vega vanir þuklarar og svo óvanir. „Hjá óvönum er það kannski fólk, sem er jafnvel hrætt við kindur og heldur að þær bíti eða horfi illilega á það eða leggi álög á þau en það er engin hætta á því því kindur eru afskaplega ljúfar og yndislegar skepnur,” segir hann og heldur áfram. „Sá hópur, þessir óvönu mega koma með hvaða röksemdir, sem er til þess að raða hrútunum í rétta röð. Þeir þurfa ekkert endilega að þukla þá, það er nóg að horfa hvort þeir eru með brún eða blá augu, eða hvort þeir eru með reist eyru eða hvort þeir jarma fallega eða hvort þeir eru með langan dindil. Það er skemmtunin við þetta.” En hversu fast eða laust á að þukla hrútana? „Það er best að þukla með því að ekki kítla hrútinn heldur átt þú að taka þéttingsfast og lætur vöðva hrútsins fylla greipina vel. Þú mátt alveg klóra honum á bak við eyrun og skoða upp í hann hvort hann er með fallegar tennur en þetta snýst um það að finna vöðvamassann,” segir Matthías spenntur fyrir deginum. Heimasíða setursins Strandabyggð Landbúnaður Dýr Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlar, bókmennir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Sjá meira
Það er alltaf mikil stemning á Íslandsmeistaramótinu í hrútadómum á Sauðfjársetrinu í Sævangi en mótið fagnar 20 ára afmæli í dag og hefst klukkan tvö. Fjöldi fólks mætir alltaf til að fylgjast með Íslandsmeistaramótinu og fær sér svo síðan kjötsúpu eða veitingar af kaffihlaðborðinu á eftir. Matthías Sævar Lýðsson, sauðfjárbóndi á bænum Húsavík við Steingrímsfjörð á Ströndum er einn af starfsmönnum Íslandsmótsins. „Þá safnast fólk saman, sem hefur yndi af sauðkindum og sérstaklega hrútum og þreifar þá og þuklar til að reyna að komast, sem næst því að raða þeim í gæðaröð eftir dómstiga, sem notaður er í sauðfjárræktinni,” segir Matthías. Matthías segir að tveir flokkar keppi, annars vega vanir þuklarar og svo óvanir. „Hjá óvönum er það kannski fólk, sem er jafnvel hrætt við kindur og heldur að þær bíti eða horfi illilega á það eða leggi álög á þau en það er engin hætta á því því kindur eru afskaplega ljúfar og yndislegar skepnur,” segir hann og heldur áfram. „Sá hópur, þessir óvönu mega koma með hvaða röksemdir, sem er til þess að raða hrútunum í rétta röð. Þeir þurfa ekkert endilega að þukla þá, það er nóg að horfa hvort þeir eru með brún eða blá augu, eða hvort þeir eru með reist eyru eða hvort þeir jarma fallega eða hvort þeir eru með langan dindil. Það er skemmtunin við þetta.” En hversu fast eða laust á að þukla hrútana? „Það er best að þukla með því að ekki kítla hrútinn heldur átt þú að taka þéttingsfast og lætur vöðva hrútsins fylla greipina vel. Þú mátt alveg klóra honum á bak við eyrun og skoða upp í hann hvort hann er með fallegar tennur en þetta snýst um það að finna vöðvamassann,” segir Matthías spenntur fyrir deginum. Heimasíða setursins
Strandabyggð Landbúnaður Dýr Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlar, bókmennir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Sjá meira