„Þarf voða lítið til að gíra menn upp í þetta“ Valur Páll Eiríksson skrifar 20. ágúst 2023 11:31 Hólmar Örn segir menn ekki þurfa að hafa mikið fyrir því að gíra sig upp fyrir leik kvöldsins. Vísir/Hulda Margrét Mikilvægi leiks Vals og Víkings í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld dylst ekki Hólmari Erni Eyjólfssyni, varnarmanni fyrrnefnda liðsins. Valur þarf á sigri að halda í toppbaráttunni. „Þetta leggst mjög vel í mig. Ég held að þetta verði virkilega skemmtilegur leikur. Það er gott veður, verður full stúka og ég held þetta verði mjög skemmtilegt,“ segir Hólmar. 20. umferðin fer af stað í dag svo að eftir leik kvöldsins eru aðeins tvær umferðir eftir af deildarkeppninni áður en deildinni er skipt upp og þá taka við leikir milli efstu sex liðanna. Það er því nóg eftir af mótinu. Það kom sér hins vegar illa fyrir Val að tapa stigum gegn botnliði Keflavíkur í síðustu umferð en Víkingur vann sinn leik og jók forskot sitt á toppi deildarinnar í átta stig. „Algjörlega. Þetta hefði munað um ef við hefðum unnið Keflavík en engu að síður er þetta stórleikur og við þurfum að ná góðum úrslitum úr þessum leik til að halda okkur í baráttunni um fyrsta sætið. Það er mjög mikið undir fyrir okkur,“ segir Hólmar. Eini leikurinn sem Víkingur hefur tapað í sumar var gegn Val og þekkja Valsmenn því hvað þarf til að sigra toppliðið. „Þetta er nú bara fótboltaleikur samt sem áður. En við förum í alla leiki til að vinna þá. Við höfum unnið þá áður á tímabilinu og vonumst til að geta sýnt fram á sömu frammistöðu og við gerðum þá,“ segir Hólmar. En hversu gott er þetta Víkingslið? „Þeir hafa sýnt fram á styrkleika í mörgum mismunandi þáttum. Þeir eru sterkir í föstum leikatriðum og opnum leik, eru bæði physical og vel spilandi. Þetta er mjög gott lið, en við erum það líka. Þetta eru tvö bestu liðin á landinu í dag og þetta verður toppleikur í kvöld,“ segir Hólmar sem segir menn spennta fyrir kvöldinu. „Menn eru spenntir og eins og við vitum allir er mikið undir hjá okkur í þessum leik. Það þarf voða lítið til að gíra menn upp í þetta verkefni,“ segir Hólmar. Leikur Vals og Víkings hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira
„Þetta leggst mjög vel í mig. Ég held að þetta verði virkilega skemmtilegur leikur. Það er gott veður, verður full stúka og ég held þetta verði mjög skemmtilegt,“ segir Hólmar. 20. umferðin fer af stað í dag svo að eftir leik kvöldsins eru aðeins tvær umferðir eftir af deildarkeppninni áður en deildinni er skipt upp og þá taka við leikir milli efstu sex liðanna. Það er því nóg eftir af mótinu. Það kom sér hins vegar illa fyrir Val að tapa stigum gegn botnliði Keflavíkur í síðustu umferð en Víkingur vann sinn leik og jók forskot sitt á toppi deildarinnar í átta stig. „Algjörlega. Þetta hefði munað um ef við hefðum unnið Keflavík en engu að síður er þetta stórleikur og við þurfum að ná góðum úrslitum úr þessum leik til að halda okkur í baráttunni um fyrsta sætið. Það er mjög mikið undir fyrir okkur,“ segir Hólmar. Eini leikurinn sem Víkingur hefur tapað í sumar var gegn Val og þekkja Valsmenn því hvað þarf til að sigra toppliðið. „Þetta er nú bara fótboltaleikur samt sem áður. En við förum í alla leiki til að vinna þá. Við höfum unnið þá áður á tímabilinu og vonumst til að geta sýnt fram á sömu frammistöðu og við gerðum þá,“ segir Hólmar. En hversu gott er þetta Víkingslið? „Þeir hafa sýnt fram á styrkleika í mörgum mismunandi þáttum. Þeir eru sterkir í föstum leikatriðum og opnum leik, eru bæði physical og vel spilandi. Þetta er mjög gott lið, en við erum það líka. Þetta eru tvö bestu liðin á landinu í dag og þetta verður toppleikur í kvöld,“ segir Hólmar sem segir menn spennta fyrir kvöldinu. „Menn eru spenntir og eins og við vitum allir er mikið undir hjá okkur í þessum leik. Það þarf voða lítið til að gíra menn upp í þetta verkefni,“ segir Hólmar. Leikur Vals og Víkings hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira