Þrisvar reitt til höggs Gylfi Þór Gíslason skrifar 21. ágúst 2023 07:19 Um hvað snýst lífið annað en að líða vel og það gerist ef fólk hefur góða heilsu, fjölskyldu hjá sér og lífsviðurværi, þ.e. vinnu sér og sínum til framdráttar. Á Íslandi velur fólk að búa víða um land. Í dreifbýli eða þéttbýli. Sumir hafa ákveðið að flytja af landi brott, nauðugt viljugt. Þannig hefur það verið öldum saman á Íslandi. Lengi mátti almúginn ekki svo mikið sem eiga spotta. Margir flýðu land á öldum áður og gera enn. En fólk hefur reyndar ekki alltaf haft val um að búa hvar sem er á landinu. Of oft hefur lífsviðurværi fólks verið kippt undan því og það neyðst til að flytja búferlum vegna geðþótta ákvarðanna atvinnurekenda eða vegna ákvarðana stjórnvalda. Nú í sumar hefur þrisvar sinnum verið reitt til höggs í Norð-Vesturkjördæmi. Það er vegna ákvarðanna fyrirtækjaeiganda rækjuvinnslunnar á Hólmavík að loka eftir 58 ára starfsemi og segja þar með upp öllum starfsmönnum fyrirtækisins eða 21 starfsmanni, sem er ansi há prósenta vinnandi fólks á svæðinu. Þá er það lokun starfsstöðar Skaginn 3X á Ísafirði. Þar missa 27 manns vinnuna. Þessu til viðbótar er ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að setja á hvalveiðibann sólarhring áður en veiðar áttu að hefjast. Þetta snýst ekki um hvort hvalveiðar séu réttlætanlegar eða ekki. Hvernig staðið var að framkvæmd þessarar stöðvunar er rangt. Þessar ákvarðanir fjármagnseigenda og ríkissvalds kosta fjölda starfsmanna þessara fyrirtækja atvinnuna og leiðir til ómældra óþæginda og óöryggis hjá þessum starfsmönnum og fjölskyldum þeirra. Þá koma til afleiddu áhrifin einnig. Þegar fjölskylda flytur í burtu vegna atvinnumissis fækkar mögulega börnum í leik- og grunnskólum og það aftur getur þýtt færri störf á þeim vettvangi. Þannig að það eru ekki bara störfin í þessum fyrirtækjum sem tapast á þessum svæðum heldur tapast fleiri störf og skattttekjur til sveitarfélaga í kjölfarið á fækkunar á störfum. Það er ólíðandi hvernig fjármagnseigendur og ríkisvaldið getur leyft sér að haga sér gagnvart launþegum og svona ákvarðanar bíta fast í fámennum og viðkvæmum byggðum landsbyggðarinnar. Starfsmenn stökkva ekki í vinnu á næsta hóteli eða í ferþaþjónustufyrirtæki. Þetta eru oft sérhæfð störf og þekking sem þar með fer af svæðinu. Réttur hins vinnandi manns virðist vera enginn. Við lokun Hólmadrangs á Hólmavík er enn eitt dæmi um slæma stöðu hinna dreifðu byggða varðandi atvinnuöryggi er kemur að sjávarútvegi. Við lokun starfsstöðvarinnar Skaginn 3X á Ísafirði er með ólíkindum þar sem fyrirtækið skuli loka á Ísafirði, miðað við allan þann uppgang sem er á stór Ísafjarðarsvæðinu núna. Að lokum er með ólíkindum hvernig ráðherra matvæla skuli voga sér að stöðva hvalveiðar nokkrum klukustundum áður en þær áttu að hefjast. Það þarf að koma á meira atvinnuöryggi og að svona lagað geti ekki átt sér stað. Það þarf að koma á atvinnulýðræði á Íslandi þar sem launþegar eru aðilar að ákvörðunum er snerta hag þeirra, kjör og atvinnuöryggi. Höfundur er formaður Verkalýðsmálaráðs Samfylkingarinnar og formaður Samfylkingarinnar á Vestfjörðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Strandabyggð Ísafjarðarbær Byggðamál Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Halldór 20.07.2023 Halldór Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Um hvað snýst lífið annað en að líða vel og það gerist ef fólk hefur góða heilsu, fjölskyldu hjá sér og lífsviðurværi, þ.e. vinnu sér og sínum til framdráttar. Á Íslandi velur fólk að búa víða um land. Í dreifbýli eða þéttbýli. Sumir hafa ákveðið að flytja af landi brott, nauðugt viljugt. Þannig hefur það verið öldum saman á Íslandi. Lengi mátti almúginn ekki svo mikið sem eiga spotta. Margir flýðu land á öldum áður og gera enn. En fólk hefur reyndar ekki alltaf haft val um að búa hvar sem er á landinu. Of oft hefur lífsviðurværi fólks verið kippt undan því og það neyðst til að flytja búferlum vegna geðþótta ákvarðanna atvinnurekenda eða vegna ákvarðana stjórnvalda. Nú í sumar hefur þrisvar sinnum verið reitt til höggs í Norð-Vesturkjördæmi. Það er vegna ákvarðanna fyrirtækjaeiganda rækjuvinnslunnar á Hólmavík að loka eftir 58 ára starfsemi og segja þar með upp öllum starfsmönnum fyrirtækisins eða 21 starfsmanni, sem er ansi há prósenta vinnandi fólks á svæðinu. Þá er það lokun starfsstöðar Skaginn 3X á Ísafirði. Þar missa 27 manns vinnuna. Þessu til viðbótar er ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra að setja á hvalveiðibann sólarhring áður en veiðar áttu að hefjast. Þetta snýst ekki um hvort hvalveiðar séu réttlætanlegar eða ekki. Hvernig staðið var að framkvæmd þessarar stöðvunar er rangt. Þessar ákvarðanir fjármagnseigenda og ríkissvalds kosta fjölda starfsmanna þessara fyrirtækja atvinnuna og leiðir til ómældra óþæginda og óöryggis hjá þessum starfsmönnum og fjölskyldum þeirra. Þá koma til afleiddu áhrifin einnig. Þegar fjölskylda flytur í burtu vegna atvinnumissis fækkar mögulega börnum í leik- og grunnskólum og það aftur getur þýtt færri störf á þeim vettvangi. Þannig að það eru ekki bara störfin í þessum fyrirtækjum sem tapast á þessum svæðum heldur tapast fleiri störf og skattttekjur til sveitarfélaga í kjölfarið á fækkunar á störfum. Það er ólíðandi hvernig fjármagnseigendur og ríkisvaldið getur leyft sér að haga sér gagnvart launþegum og svona ákvarðanar bíta fast í fámennum og viðkvæmum byggðum landsbyggðarinnar. Starfsmenn stökkva ekki í vinnu á næsta hóteli eða í ferþaþjónustufyrirtæki. Þetta eru oft sérhæfð störf og þekking sem þar með fer af svæðinu. Réttur hins vinnandi manns virðist vera enginn. Við lokun Hólmadrangs á Hólmavík er enn eitt dæmi um slæma stöðu hinna dreifðu byggða varðandi atvinnuöryggi er kemur að sjávarútvegi. Við lokun starfsstöðvarinnar Skaginn 3X á Ísafirði er með ólíkindum þar sem fyrirtækið skuli loka á Ísafirði, miðað við allan þann uppgang sem er á stór Ísafjarðarsvæðinu núna. Að lokum er með ólíkindum hvernig ráðherra matvæla skuli voga sér að stöðva hvalveiðar nokkrum klukustundum áður en þær áttu að hefjast. Það þarf að koma á meira atvinnuöryggi og að svona lagað geti ekki átt sér stað. Það þarf að koma á atvinnulýðræði á Íslandi þar sem launþegar eru aðilar að ákvörðunum er snerta hag þeirra, kjör og atvinnuöryggi. Höfundur er formaður Verkalýðsmálaráðs Samfylkingarinnar og formaður Samfylkingarinnar á Vestfjörðum.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun