Kjánalegt athæfi og dýrt spaug fyrir Selfoss: „Ótrúlega sorglegt“ Aron Guðmundsson skrifar 21. ágúst 2023 10:30 Það sauð upp úr í leik Selfoss og Þór/KA í Bestu deild kvenna í gær Vísir/Skjáskot Katla María Þórðardóttir, leikmaður Bestu deildar liðs Selfoss í fótbolta, missti í gær stjórn á skapi sínu í leik liðsins gegn Þór/KA og fékk verðskuldað að líta rauða spjaldið. Atvikið var til umræðu í uppgjörsþættinum Bestu mörkin. Katla María fékk að líta rauða spjaldið á 42. mínútu í stöðunni 1-1 en tæpum tíu mínútum áður hafði Selfoss jafnað leikinn eftir að hafa lent undir á upphafsmínútunum „Þetta er svo kjánalegt,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir, einn af sérfræðingum Bestu markanna um rauða spjaldið, og tók undir með Helenu Ólafsdóttur þáttastjórnanda að á þessum tímapunkti leiksins hafi Katla María bara misst hausinn. „Þetta er líka svo leiðinlegt fyrir Selfoss sem var á þessum tímapunkti í leiknum nýbúið að jafna leikinn stuttu áður og því hafði verið smá meðbyr með þeim þarna.“ Harpa Þorsteinsdóttir, annar sérfræðingur Bestu markanna, benti einnig á að í kjölfar marksins sem Selfoss skoraði hafi brotist út smá slagsmál. „Það er svo ótrúlega mikilvægt, þegar að þú finnur að þú ert komin í þennan gír, að þú kunnir að hemja þig. Að skilja liðið eftir í þeirri stöðu sem þær voru í, einum færri í heilan hálfleik út af einhverjum kjánaskap. Þetta er bara ótrúlega sorglegt.“ Svo fór að Þór/KA gekk á lagið einum manni fleiri og vann að lokum 2-1 sigur. „Ég skil það kannski betur að missa hausinn ef það er ekkert að ganga eftir og þú upplifir stöðuna þannig að það sé ekkert með þér en á þessum tímapunkti er Selfoss bara inn í leiknum,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir. Tækifæri á mikilvægum stigum fyrir Selfoss fóru í súginn en liðið situr á botni Bestu deildarinnar með ellefu stig, sjö stigum frá öruggu sæti. Klippa: Katla María missti stjórn á skapi sínu og fékk rautt spjald að launum Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
Katla María fékk að líta rauða spjaldið á 42. mínútu í stöðunni 1-1 en tæpum tíu mínútum áður hafði Selfoss jafnað leikinn eftir að hafa lent undir á upphafsmínútunum „Þetta er svo kjánalegt,“ sagði Sonný Lára Þráinsdóttir, einn af sérfræðingum Bestu markanna um rauða spjaldið, og tók undir með Helenu Ólafsdóttur þáttastjórnanda að á þessum tímapunkti leiksins hafi Katla María bara misst hausinn. „Þetta er líka svo leiðinlegt fyrir Selfoss sem var á þessum tímapunkti í leiknum nýbúið að jafna leikinn stuttu áður og því hafði verið smá meðbyr með þeim þarna.“ Harpa Þorsteinsdóttir, annar sérfræðingur Bestu markanna, benti einnig á að í kjölfar marksins sem Selfoss skoraði hafi brotist út smá slagsmál. „Það er svo ótrúlega mikilvægt, þegar að þú finnur að þú ert komin í þennan gír, að þú kunnir að hemja þig. Að skilja liðið eftir í þeirri stöðu sem þær voru í, einum færri í heilan hálfleik út af einhverjum kjánaskap. Þetta er bara ótrúlega sorglegt.“ Svo fór að Þór/KA gekk á lagið einum manni fleiri og vann að lokum 2-1 sigur. „Ég skil það kannski betur að missa hausinn ef það er ekkert að ganga eftir og þú upplifir stöðuna þannig að það sé ekkert með þér en á þessum tímapunkti er Selfoss bara inn í leiknum,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir. Tækifæri á mikilvægum stigum fyrir Selfoss fóru í súginn en liðið situr á botni Bestu deildarinnar með ellefu stig, sjö stigum frá öruggu sæti. Klippa: Katla María missti stjórn á skapi sínu og fékk rautt spjald að launum
Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira