Þriðjungur vinni meiri fjarvinnu eftir Covid Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. ágúst 2023 16:18 Talsverð aukning hefur orðið á möguleikum fólks til fjarvinnu í kjölfar heimsfaraldursins. Getty Tæplega þriðjungur íbúa jaðarsvæða höfuðborgarsvæðisins segist vinna meiri fjarvinnu eftir Covid-19 faraldurinn samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri. Á vef Rannsóknarmiðstöðvarinnar kemur fram að 31% íbúa jaðarsvæða höfuðborgarsvæðisins sem sækja vinnu á höfuðborgarsvæðið segi að breyting hafi orðið á vinnusókn sinni í kjölfar Covid-19 faraldursins. Á sama tíma hafi breyting orðið á vinnusókn 23% íbúa nærsveita Akureyrar sem sækja vinnu til Akureyrar. Niðurstöðurnar fengust úr skýrslu að nafni Áhrif fjarvinnu á vegakerfið, sem var unnin af Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri. Tilgangur rannsóknarinnar var að bæta stöðu þekkingar um áhrif fjarvinnu á ferðamynstur og þar af leiðandi á vegakerfið. Breytingin mest á Suðurlandi Að auki kemur fram að á Suðurlandi hafi mesta breytingin á vinnusókn orðið í kjölfar Covid, eða hjá 39% íbúa, samanborið við 21% íbúa Vesturlands og 31% íbúa Suðurnesja. Þá kom fram í niðurstöðunum að 68% íbúa jaðarsvæða höfuðborgarsvæðisins, sem sóttu vinnu á höfuðborgarsvæðið, sóttu þangað vinnu fimm sinnum í viku eða oftar fyrir Covid. Nú gera 53% íbúa það. Með jaðarsvæðum höfuðborgarsvæðisins er þá átt við Akranes, Hveragerði, Selfoss, Þorlákshöfn, Eyrarbakka, Stokkseyri, Reykjanesbæ, Grindavík, Sandgerði, Voga og Hafnir. Flestir íbúar Suðurlands sem vinna á höfuðborgarsvæðinu sækja nú vinnu til höfuðborgarsvæðisins fjórum sinnum í viku, frekar en fimm sinnum í viku. Þá megi gróflega áætla að árdagsumferð, meðalumferð á dag yfir árið, hafi dregist saman um allt að 1,6 á veginum frá Suðurlandi til höfuðborgarsvæðisins vegna samdráttar í vinnusókn. Vísbendingar um kynjamun í vinnusókn Í skýrslunni kemur fram að viðsnúningur hafi orðið á hlutfalli þeirra sem segjast hafa möguleika á fjarvinnu eftir faraldurinn. Í rannsókn frá ViaPlan frá 2018 hafi milli 60 og 70% íbúa Akraness, Selfoss og Hveragerðis sagst ekki hafa möguleika á fjarvinnu. Eftir faraldurinn sögðust 37% þeirra sem sækja vinnu utan heimabyggðar ekki hafa möguleika á því. Því virðist aukning hafa orðið á möguleikum á fjarvinnu eftir faraldurinn. Loks kemur fram að talsverður kynjamunur sé að finna í könnuninni um vinnusókn, að 65% þeirra kvenna sem sóttu vinnu utan heimabyggðar gerðu það fimm sinnum í viku eða oftar fyrir faraldurinn en aðeins 45% eftir hann. Þá sé breytingin einungis fjögur prósent hjá körlum, úr 75% í 71%. Byggðamál Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Mest lesið Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Sjá meira
Á vef Rannsóknarmiðstöðvarinnar kemur fram að 31% íbúa jaðarsvæða höfuðborgarsvæðisins sem sækja vinnu á höfuðborgarsvæðið segi að breyting hafi orðið á vinnusókn sinni í kjölfar Covid-19 faraldursins. Á sama tíma hafi breyting orðið á vinnusókn 23% íbúa nærsveita Akureyrar sem sækja vinnu til Akureyrar. Niðurstöðurnar fengust úr skýrslu að nafni Áhrif fjarvinnu á vegakerfið, sem var unnin af Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri. Tilgangur rannsóknarinnar var að bæta stöðu þekkingar um áhrif fjarvinnu á ferðamynstur og þar af leiðandi á vegakerfið. Breytingin mest á Suðurlandi Að auki kemur fram að á Suðurlandi hafi mesta breytingin á vinnusókn orðið í kjölfar Covid, eða hjá 39% íbúa, samanborið við 21% íbúa Vesturlands og 31% íbúa Suðurnesja. Þá kom fram í niðurstöðunum að 68% íbúa jaðarsvæða höfuðborgarsvæðisins, sem sóttu vinnu á höfuðborgarsvæðið, sóttu þangað vinnu fimm sinnum í viku eða oftar fyrir Covid. Nú gera 53% íbúa það. Með jaðarsvæðum höfuðborgarsvæðisins er þá átt við Akranes, Hveragerði, Selfoss, Þorlákshöfn, Eyrarbakka, Stokkseyri, Reykjanesbæ, Grindavík, Sandgerði, Voga og Hafnir. Flestir íbúar Suðurlands sem vinna á höfuðborgarsvæðinu sækja nú vinnu til höfuðborgarsvæðisins fjórum sinnum í viku, frekar en fimm sinnum í viku. Þá megi gróflega áætla að árdagsumferð, meðalumferð á dag yfir árið, hafi dregist saman um allt að 1,6 á veginum frá Suðurlandi til höfuðborgarsvæðisins vegna samdráttar í vinnusókn. Vísbendingar um kynjamun í vinnusókn Í skýrslunni kemur fram að viðsnúningur hafi orðið á hlutfalli þeirra sem segjast hafa möguleika á fjarvinnu eftir faraldurinn. Í rannsókn frá ViaPlan frá 2018 hafi milli 60 og 70% íbúa Akraness, Selfoss og Hveragerðis sagst ekki hafa möguleika á fjarvinnu. Eftir faraldurinn sögðust 37% þeirra sem sækja vinnu utan heimabyggðar ekki hafa möguleika á því. Því virðist aukning hafa orðið á möguleikum á fjarvinnu eftir faraldurinn. Loks kemur fram að talsverður kynjamunur sé að finna í könnuninni um vinnusókn, að 65% þeirra kvenna sem sóttu vinnu utan heimabyggðar gerðu það fimm sinnum í viku eða oftar fyrir faraldurinn en aðeins 45% eftir hann. Þá sé breytingin einungis fjögur prósent hjá körlum, úr 75% í 71%.
Byggðamál Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Mest lesið Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Sjá meira