Um raforkumál á Vestfjörðum Elías Jónatansson skrifar 22. ágúst 2023 08:01 Á dögunum birtist á Vísi grein eftir Tómas Guðbjartsson um virkjunarhugmyndir Orkubús Vestfjarða. Undirritaður telur nauðsynlegt að bregðast við þessum skrifum og gera grein fyrir þeirri stöðu sem uppi er í orkumálum á Vestfjörðum og hvaða orkukostir eru raunhæfir horft til næstu ára frá sjónarhóli Orkubús Vestfjarða. Aflskortur og veikburða orkuöryggi Orkumál á Vestfjörðum einkennast af tvennu. Annars vegar er mikill aflskortur til staðar og hins vegar er orkuöryggi veikburða og tryggt með dísilrafstöðvum. Staðan í raforkumálum á Vestfjörðum er því ósjálfbær. Sérstaða orkumála á Vestfjörðum í samanburði við aðra landshluta felst í viðvarandi aflskorti og takmörkunum á afhendingaröryggi um flutningsnet. Um 50% af orkunni sem í dag er notuð á Vestfjörðum er flutt inn frá virkjunum í meira en 250 km fjarlægð frá notendum. Hin 50% orkunnar eru frá virkjunum á Vestfjörðum. Aflgeta virkjana á Vestfjörðum er mest um 21 MW ef þær hafa nægt vatn, en getur á köldum vetrardögum farið niður í 11 MW. Það gerist þegar aðrennsli að virkjunum er lítið og treysta þarf nær alfarið á rennsli úr tiltölulega litlum miðlunarlónum við virkjanir í Mjólká í Arnarfirði, 11 MW og Þverá í Steingrímsfirði 2,4 MW. Afl þeirra er bara brot af mestu heildaraflþörf á Vestfjörðum í dag sem er 44 MW. Um sjö þúsund íbúar Vestfjarða nota rafmagn á við 50 þúsund íbúa á höfuðborgarsvæðinu vegna þess að hús eru víðast hvar kynt með rafmagni þar sem enn er ekki kostur á jarðhitaveitu. Afhendingargeta flutningskerfis raforku er takmörkuð við eina ótrygga flutningslínu sem tengir raforkukerfi Vestfjarða við aðra hluta landsins (Byggðalínuhringinn). Mikil notkun jarðefnaeldsneytis Til að tryggja afhendingaröryggi fyrir samfélag og atvinnulíf á Vestfjörðum þarf nú að reiða sig á varafl sem framleitt er með jarðefnaeldsneyti. Varaafl til raforkuframleiðslu og til rafkyntra hitaveitna er dísilknúið. Á árinu 2022 þurfti að framleiða varmaorku í olíukötlum í 54 daga með jarðefnaeldsneyti. Þannig voru tvær milljónir lítra af olíu notaðar í varaafl fyrir rafkyntar hitaveitur á síðasta ári. Það samsvarar eldsneytisáfyllingu á 42 þúsund bíla. Staða raforkumála á Vestfjörðum er því með öllu óásættanleg og kallar á aðgerðir strax. Háleit markmið í loftslagsmálum verða hjáróma þegar heill landshluti byggir orkuöryggi sitt á jarðefnaeldsneyti. Það er borðleggjandi að þörf fyrir orkuframleiðslu úr jarðefnaeldsneyti mun aukast komi ekki til aðgerða strax. Vatnsdalsvirkjun leysir orkuskort á Vestfjörðum Orkubú Vestfjarða hefur horft til þess að reisa 20-30 MW virkjun í Vatnsfirði, svonefnda Vatnsdalsvirkjun. Vatnsdalsvirkjun er raunhæfur kostur og myndi bæta afhendingaröryggi mikið, enda er hún staðsett tiltölulega nálægt notendum. Virkjunin mun hafa jákvæð umhverfisleg áhrif á orkubúskap á Vestfjörðum og munar þar mest um að mikið drægi úr notkun olíuknúins varaafls. Í hönnun virkjunarinnar yrði líka gætt að umhverfislegum þáttum í umhverfismati auk þess sem þessi kostur ætti eftir að fara í gegnum umfjöllun í Rammaáætlun. Það er algjörlega nauðsynlegt að skoða þennan kost mjög ítarlega frá öllum hliðum, enda virðist hann hafa margt jákvæða kosti umfram aðrar leiðir. Vatnsdalsvirkjun er lykillinn að því að minnka líkur á straumleysi á Vestfjörðum um 90%. Það sýna hermilíkön fyrir kerfið. Aðrir kostir mun síðri Í grein Tómasar Guðbjartssonar leggur hann til tvær lausnir við orkuvanda Vestfjarða. Annars vegar smávirkjanir og hins vegar að rafmagnið verði tekið út af flutningsnetinu með nýrri línu frá Hrútafirði í Mjólká. Tómas telur þannig betra að leysa vanda Vestfirðinga með smávirkjunum sem þyrftu þá kannski að vera 50 til 60 að tölu til að mæta sömu aflþörf og Vatnsdalsvirkjun myndi gera. Þær þyrftu allar að hafa eigið uppistöðulón því annars væru þær gagnslausar til að mæta þeim vanda sem blasir við Vestfirðingum - aflskorti. En jafnvel þótt þær yrðu byggðar þá yrði áfram flókið að stýra raforkukerfinu með svo mörgum og litlum einingum. Þá má ekki gleyma því að aukinn kostnaður við að hafa við þær uppistöðulón og gera þær stýranlegar gerir þær svo dýrar að þær stæðu ekki undir fjárfestingunni við byggingu þeirra. Ég tel að þessi lausn sé því miður algjörlega óraunhæf. Hin leiðin væri að mati Tómasar að byggja nýja 160 km langa flutningslínu sem við gætum kallað Vestfjarðalínu 2, sem færi óumflýjanlega um hluta þeirra svæða sem skilgreind eru ósnert víðerni á Vestfjörðum. Rétt er að hafa í huga að núverandi Vesturlína er 45 ára gömul tréstauralína og mun innan tíðar þarfnast endurnýjunar. Lausnin felst þá óhjákvæmilega í að byggja nýja línu „strax“ og endurnýja þá væntanlega gömlu línuna á næstu tveimur áratugum. Orkubúið útilokar að sjálfsögðu ekki lausn með tvöfaldri línu, en hefur þó ákveðnar efasemdir um að auðvelt verði að leysa vandann nægilega fljótt með þeim hætti því þá þarf að finna leið til að semja við 70 landeigendur á þeirri 160 km löngu leið sem er úr Hrútatungu í Mjólká, á mettíma, auk þess sem tryggja þarf fjármagn, ekki bara í eina heldur í tvær línur á næstu 20 árum. Bygging fleiri dísilorkuvera leysir heldur ekki vandann. Lang raunhæfasti valkosturinn til lausnar er því uppbygging raforkuframleiðslu með vatnsaflsvirkjunum innan Vestfjarða. Höfundur er orkubússtjóri Orkubús Vestfjarða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Umhverfismál Vesturbyggð Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Á dögunum birtist á Vísi grein eftir Tómas Guðbjartsson um virkjunarhugmyndir Orkubús Vestfjarða. Undirritaður telur nauðsynlegt að bregðast við þessum skrifum og gera grein fyrir þeirri stöðu sem uppi er í orkumálum á Vestfjörðum og hvaða orkukostir eru raunhæfir horft til næstu ára frá sjónarhóli Orkubús Vestfjarða. Aflskortur og veikburða orkuöryggi Orkumál á Vestfjörðum einkennast af tvennu. Annars vegar er mikill aflskortur til staðar og hins vegar er orkuöryggi veikburða og tryggt með dísilrafstöðvum. Staðan í raforkumálum á Vestfjörðum er því ósjálfbær. Sérstaða orkumála á Vestfjörðum í samanburði við aðra landshluta felst í viðvarandi aflskorti og takmörkunum á afhendingaröryggi um flutningsnet. Um 50% af orkunni sem í dag er notuð á Vestfjörðum er flutt inn frá virkjunum í meira en 250 km fjarlægð frá notendum. Hin 50% orkunnar eru frá virkjunum á Vestfjörðum. Aflgeta virkjana á Vestfjörðum er mest um 21 MW ef þær hafa nægt vatn, en getur á köldum vetrardögum farið niður í 11 MW. Það gerist þegar aðrennsli að virkjunum er lítið og treysta þarf nær alfarið á rennsli úr tiltölulega litlum miðlunarlónum við virkjanir í Mjólká í Arnarfirði, 11 MW og Þverá í Steingrímsfirði 2,4 MW. Afl þeirra er bara brot af mestu heildaraflþörf á Vestfjörðum í dag sem er 44 MW. Um sjö þúsund íbúar Vestfjarða nota rafmagn á við 50 þúsund íbúa á höfuðborgarsvæðinu vegna þess að hús eru víðast hvar kynt með rafmagni þar sem enn er ekki kostur á jarðhitaveitu. Afhendingargeta flutningskerfis raforku er takmörkuð við eina ótrygga flutningslínu sem tengir raforkukerfi Vestfjarða við aðra hluta landsins (Byggðalínuhringinn). Mikil notkun jarðefnaeldsneytis Til að tryggja afhendingaröryggi fyrir samfélag og atvinnulíf á Vestfjörðum þarf nú að reiða sig á varafl sem framleitt er með jarðefnaeldsneyti. Varaafl til raforkuframleiðslu og til rafkyntra hitaveitna er dísilknúið. Á árinu 2022 þurfti að framleiða varmaorku í olíukötlum í 54 daga með jarðefnaeldsneyti. Þannig voru tvær milljónir lítra af olíu notaðar í varaafl fyrir rafkyntar hitaveitur á síðasta ári. Það samsvarar eldsneytisáfyllingu á 42 þúsund bíla. Staða raforkumála á Vestfjörðum er því með öllu óásættanleg og kallar á aðgerðir strax. Háleit markmið í loftslagsmálum verða hjáróma þegar heill landshluti byggir orkuöryggi sitt á jarðefnaeldsneyti. Það er borðleggjandi að þörf fyrir orkuframleiðslu úr jarðefnaeldsneyti mun aukast komi ekki til aðgerða strax. Vatnsdalsvirkjun leysir orkuskort á Vestfjörðum Orkubú Vestfjarða hefur horft til þess að reisa 20-30 MW virkjun í Vatnsfirði, svonefnda Vatnsdalsvirkjun. Vatnsdalsvirkjun er raunhæfur kostur og myndi bæta afhendingaröryggi mikið, enda er hún staðsett tiltölulega nálægt notendum. Virkjunin mun hafa jákvæð umhverfisleg áhrif á orkubúskap á Vestfjörðum og munar þar mest um að mikið drægi úr notkun olíuknúins varaafls. Í hönnun virkjunarinnar yrði líka gætt að umhverfislegum þáttum í umhverfismati auk þess sem þessi kostur ætti eftir að fara í gegnum umfjöllun í Rammaáætlun. Það er algjörlega nauðsynlegt að skoða þennan kost mjög ítarlega frá öllum hliðum, enda virðist hann hafa margt jákvæða kosti umfram aðrar leiðir. Vatnsdalsvirkjun er lykillinn að því að minnka líkur á straumleysi á Vestfjörðum um 90%. Það sýna hermilíkön fyrir kerfið. Aðrir kostir mun síðri Í grein Tómasar Guðbjartssonar leggur hann til tvær lausnir við orkuvanda Vestfjarða. Annars vegar smávirkjanir og hins vegar að rafmagnið verði tekið út af flutningsnetinu með nýrri línu frá Hrútafirði í Mjólká. Tómas telur þannig betra að leysa vanda Vestfirðinga með smávirkjunum sem þyrftu þá kannski að vera 50 til 60 að tölu til að mæta sömu aflþörf og Vatnsdalsvirkjun myndi gera. Þær þyrftu allar að hafa eigið uppistöðulón því annars væru þær gagnslausar til að mæta þeim vanda sem blasir við Vestfirðingum - aflskorti. En jafnvel þótt þær yrðu byggðar þá yrði áfram flókið að stýra raforkukerfinu með svo mörgum og litlum einingum. Þá má ekki gleyma því að aukinn kostnaður við að hafa við þær uppistöðulón og gera þær stýranlegar gerir þær svo dýrar að þær stæðu ekki undir fjárfestingunni við byggingu þeirra. Ég tel að þessi lausn sé því miður algjörlega óraunhæf. Hin leiðin væri að mati Tómasar að byggja nýja 160 km langa flutningslínu sem við gætum kallað Vestfjarðalínu 2, sem færi óumflýjanlega um hluta þeirra svæða sem skilgreind eru ósnert víðerni á Vestfjörðum. Rétt er að hafa í huga að núverandi Vesturlína er 45 ára gömul tréstauralína og mun innan tíðar þarfnast endurnýjunar. Lausnin felst þá óhjákvæmilega í að byggja nýja línu „strax“ og endurnýja þá væntanlega gömlu línuna á næstu tveimur áratugum. Orkubúið útilokar að sjálfsögðu ekki lausn með tvöfaldri línu, en hefur þó ákveðnar efasemdir um að auðvelt verði að leysa vandann nægilega fljótt með þeim hætti því þá þarf að finna leið til að semja við 70 landeigendur á þeirri 160 km löngu leið sem er úr Hrútatungu í Mjólká, á mettíma, auk þess sem tryggja þarf fjármagn, ekki bara í eina heldur í tvær línur á næstu 20 árum. Bygging fleiri dísilorkuvera leysir heldur ekki vandann. Lang raunhæfasti valkosturinn til lausnar er því uppbygging raforkuframleiðslu með vatnsaflsvirkjunum innan Vestfjarða. Höfundur er orkubússtjóri Orkubús Vestfjarða.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun