Rekja gróðureldana á Tenerife til vísvitandi íkveikju Kjartan Kjartansson skrifar 22. ágúst 2023 08:43 Íbúar á Tenerife fylgjast með húsum sínum í bjarma gróðureldanna sem hafa geisað á eyjunum frá því í síðustu viku. AP/Arturo Rodriguez Lögreglan á Tenerife telur að vísvitandi íkveikja hafi komið stjórnlausum gróðureldum sem geisa enn á eyjunni af stað. Þúsundir manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín og dvalarstaði vegna eldanna. Fernando Clavijo, forseti sjálfstjórnarhéraðs Kanaríeyja, sagði í gær að lögreglan rannsakaði íkveikjuna. Hann greindi ekki frá því hvort að nokkur hefði verið handtekinn. Eldarnir hafa nú geisað stjórnlaust í fimm daga og hafa um 11.600 hektarar furuskógar og óræktaðs svæðis orðið þeim að bráð. Fleiri en tólf þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Ekkert mann- eða eignatjón hefur enn orðið en eldarnir ógna ellefu þorpum í klettóttum fjallshlíðum sem slökkviliðsmenn eiga erfitt með að komast að, að sögn AP-fréttastofunnar. Um fjögurhundruð slökkvliliðsmenn glíma við eldana studdir 23 þyrlum og flugvélum sem varpa vatni á eldana úr lofti. Rosa Dávila, forseti bæjarráðs Tenerife, segir það slökkviliðsmönnunum að þakka að engin hús hafi brunnið enn sem komið er. Yfirvöld þakka slökkviliðsmönnum að gróðureldarnir hafi ekki enn náð að brenna hús á eyjunni.AP/Arturo Rodriguez Úrkoma undir meðaltali undanfarin ár Slökkviliðsmönnum varð nokkuð ágengt þegar veðuraðstæður skánuðu á aðfararnótt sunnudags. Spáð er um þrjátíu stiga hita á Tenerife í vikunni á sama tíma og enn ein hitabylgjan gengur yfir meginland Spánar með um fjörutíu stiga hita á miðvikudag og fimmtudag. Viðvarandi þurrkur hefur verið á Kanaríeyjum undanfarin ár. Úrkoma þar hefur verið undir meðaltali og er það rakið til breytts úrkomumynsturs vegna loftslagsbreytinga af völdum manna. Um 75.000 hektarar lands hafa brunnið í gróðureldum á Spáni það sem af er ári. Eldarnir á Spáni eru þeir umfangsmestu í nokkru Evrópusambandsríki í ár. Þar af brunnu um 4.500 hektarar í eldum á La Palma, nágrannaeyju Tenerife, í síðasta mánuði. Um tvö þúsund manns þurftu að flýja heimili sín vegna þeirra. Um fjörutíu prósent alls gróðurlendis sem brann í Evrópusambandsríkjum í fyrra var á Spáni. Spánn Gróðureldar Náttúruhamfarir Kanaríeyjar Tengdar fréttir Skógareldar á Tenerife: „Þetta er búið að breiðast svo hratt út í dag“ Stjórnlausir skógareldar loga á Tenerife og Íslendingur á eyjunni segist fá illt í hjartað þegar hann hugsar til bænda og íbúa á svæðinu sem brennur. Fólk í „ferðamannabúbblunni“ á suðurhluta Tenerife verði þó ekki vart við ástandið. 17. ágúst 2023 19:11 Gengur illa að ráða við stjórnlausan eldinn á Tenerife Gróðureldarnir sem kviknuðu aðfararnótt þriðjudags á Tenerife hafa nú breitt úr sér yfir 1.800 hektara lands og gengur viðbragðsaðilum illa að ráða við þá. 17. ágúst 2023 07:51 Rýma fjögur þorp á Tenerife vegna gróðurelda Spænsk yfirvöld hafa skipað rýmingu fjögurra þorpa á eyjunni Tenerife eftir að gróðureldur kviknaði í þjóðgarðinum í kringum Teide-fjall. 16. ágúst 2023 10:45 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Fernando Clavijo, forseti sjálfstjórnarhéraðs Kanaríeyja, sagði í gær að lögreglan rannsakaði íkveikjuna. Hann greindi ekki frá því hvort að nokkur hefði verið handtekinn. Eldarnir hafa nú geisað stjórnlaust í fimm daga og hafa um 11.600 hektarar furuskógar og óræktaðs svæðis orðið þeim að bráð. Fleiri en tólf þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Ekkert mann- eða eignatjón hefur enn orðið en eldarnir ógna ellefu þorpum í klettóttum fjallshlíðum sem slökkviliðsmenn eiga erfitt með að komast að, að sögn AP-fréttastofunnar. Um fjögurhundruð slökkvliliðsmenn glíma við eldana studdir 23 þyrlum og flugvélum sem varpa vatni á eldana úr lofti. Rosa Dávila, forseti bæjarráðs Tenerife, segir það slökkviliðsmönnunum að þakka að engin hús hafi brunnið enn sem komið er. Yfirvöld þakka slökkviliðsmönnum að gróðureldarnir hafi ekki enn náð að brenna hús á eyjunni.AP/Arturo Rodriguez Úrkoma undir meðaltali undanfarin ár Slökkviliðsmönnum varð nokkuð ágengt þegar veðuraðstæður skánuðu á aðfararnótt sunnudags. Spáð er um þrjátíu stiga hita á Tenerife í vikunni á sama tíma og enn ein hitabylgjan gengur yfir meginland Spánar með um fjörutíu stiga hita á miðvikudag og fimmtudag. Viðvarandi þurrkur hefur verið á Kanaríeyjum undanfarin ár. Úrkoma þar hefur verið undir meðaltali og er það rakið til breytts úrkomumynsturs vegna loftslagsbreytinga af völdum manna. Um 75.000 hektarar lands hafa brunnið í gróðureldum á Spáni það sem af er ári. Eldarnir á Spáni eru þeir umfangsmestu í nokkru Evrópusambandsríki í ár. Þar af brunnu um 4.500 hektarar í eldum á La Palma, nágrannaeyju Tenerife, í síðasta mánuði. Um tvö þúsund manns þurftu að flýja heimili sín vegna þeirra. Um fjörutíu prósent alls gróðurlendis sem brann í Evrópusambandsríkjum í fyrra var á Spáni.
Spánn Gróðureldar Náttúruhamfarir Kanaríeyjar Tengdar fréttir Skógareldar á Tenerife: „Þetta er búið að breiðast svo hratt út í dag“ Stjórnlausir skógareldar loga á Tenerife og Íslendingur á eyjunni segist fá illt í hjartað þegar hann hugsar til bænda og íbúa á svæðinu sem brennur. Fólk í „ferðamannabúbblunni“ á suðurhluta Tenerife verði þó ekki vart við ástandið. 17. ágúst 2023 19:11 Gengur illa að ráða við stjórnlausan eldinn á Tenerife Gróðureldarnir sem kviknuðu aðfararnótt þriðjudags á Tenerife hafa nú breitt úr sér yfir 1.800 hektara lands og gengur viðbragðsaðilum illa að ráða við þá. 17. ágúst 2023 07:51 Rýma fjögur þorp á Tenerife vegna gróðurelda Spænsk yfirvöld hafa skipað rýmingu fjögurra þorpa á eyjunni Tenerife eftir að gróðureldur kviknaði í þjóðgarðinum í kringum Teide-fjall. 16. ágúst 2023 10:45 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Sjá meira
Skógareldar á Tenerife: „Þetta er búið að breiðast svo hratt út í dag“ Stjórnlausir skógareldar loga á Tenerife og Íslendingur á eyjunni segist fá illt í hjartað þegar hann hugsar til bænda og íbúa á svæðinu sem brennur. Fólk í „ferðamannabúbblunni“ á suðurhluta Tenerife verði þó ekki vart við ástandið. 17. ágúst 2023 19:11
Gengur illa að ráða við stjórnlausan eldinn á Tenerife Gróðureldarnir sem kviknuðu aðfararnótt þriðjudags á Tenerife hafa nú breitt úr sér yfir 1.800 hektara lands og gengur viðbragðsaðilum illa að ráða við þá. 17. ágúst 2023 07:51
Rýma fjögur þorp á Tenerife vegna gróðurelda Spænsk yfirvöld hafa skipað rýmingu fjögurra þorpa á eyjunni Tenerife eftir að gróðureldur kviknaði í þjóðgarðinum í kringum Teide-fjall. 16. ágúst 2023 10:45