Sagði lögregluþjónum að hunskast út degi áður en hún lést Samúel Karl Ólason skrifar 22. ágúst 2023 19:26 Skjáskot af upptöku úr öryggismyndavél á heimili Eric og Joan Meyer. Eric segir húsleit lögreglu hafa dregið móður sína til dauða. AP/Eric Meyer Hin 98 ára gamla Joan Meyer var verulega ósátt við lögregluþjóna sem framkvæmdu húsleit heima hjá henni og syni hennar fyrr í mánuðinum. Myndband úr öryggismyndavél sýnir að Meyer var í uppnámi þegar lögregluþjónarnir réðust til atlögu og krafðist hún þess á einum tímapunkti að lögregluþjónarnir hunskuðu sér út en hún lést degi síðar. Hún var eigandi héraðsmiðilsins Record í Marionbæ í Kansas en útgefandinn er sonur hennar og deildu þau sömuleiðis heimili. Húsleit var einnig gerð á skrifstofu miðilsins eftir að starfsmenn dagblaðsins voru sakaðir um að hafa nálgast upplýsingar um eiganda veitingastaðar með ólöglegum hætti. Sonur Joan, sem heitir Eric, segir að hún hafi dáið vegna áfalls eftir húsleitina. Einnig var gerð húsleit á heimili konu í bæjarstjórn Marion, Ruth Herbel, sem eigandi veitingastaðarins hafði einnig sakað um að brjóta lög. Eric Meyer og Ruth Herbel segja að þau hafi fengið afrit af skjölum sem sneru að vínveitingaleyfi umrædds veitingamanns. Í þessum skjölum voru upplýsingar sem gerðu Herbel og Meyer kleift að skoða frekari upplýsingar um veitingamanninn og stöðu ökuskírteinis hennar. Lögreglan segir að þau hafi brotið lög með því að skoða þær upplýsingar en lögmenn Herbel og Meyer segja það rangt. Sjá einnig: Eigandi fjölmiðils lést eftir „ólögmæta“ húsleit Málið hefur vakið mikla athygli vestanhafs og Saksóknari hefur sagt að húsleitirnar hafi verið ólögmætar og hefur lögreglunni verið skipað að skila tölvum og símum sem hald var lagt á. Á meðal þess sem lögreglan lagði hald á voru tölva og sími blaðamanns sem kom ekkert að málinu sem sneri að veitingamanninn, heldur var að rannsaka nýjan lögreglustjóra Marion og af hverju hann flutti frá Kansasborg í Missouri í apríl. Ríkislöggæslustofnunin Kansas Bureau of Investigation hefur málið til rannsóknar. Bandaríkin Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Sjá meira
Hún var eigandi héraðsmiðilsins Record í Marionbæ í Kansas en útgefandinn er sonur hennar og deildu þau sömuleiðis heimili. Húsleit var einnig gerð á skrifstofu miðilsins eftir að starfsmenn dagblaðsins voru sakaðir um að hafa nálgast upplýsingar um eiganda veitingastaðar með ólöglegum hætti. Sonur Joan, sem heitir Eric, segir að hún hafi dáið vegna áfalls eftir húsleitina. Einnig var gerð húsleit á heimili konu í bæjarstjórn Marion, Ruth Herbel, sem eigandi veitingastaðarins hafði einnig sakað um að brjóta lög. Eric Meyer og Ruth Herbel segja að þau hafi fengið afrit af skjölum sem sneru að vínveitingaleyfi umrædds veitingamanns. Í þessum skjölum voru upplýsingar sem gerðu Herbel og Meyer kleift að skoða frekari upplýsingar um veitingamanninn og stöðu ökuskírteinis hennar. Lögreglan segir að þau hafi brotið lög með því að skoða þær upplýsingar en lögmenn Herbel og Meyer segja það rangt. Sjá einnig: Eigandi fjölmiðils lést eftir „ólögmæta“ húsleit Málið hefur vakið mikla athygli vestanhafs og Saksóknari hefur sagt að húsleitirnar hafi verið ólögmætar og hefur lögreglunni verið skipað að skila tölvum og símum sem hald var lagt á. Á meðal þess sem lögreglan lagði hald á voru tölva og sími blaðamanns sem kom ekkert að málinu sem sneri að veitingamanninn, heldur var að rannsaka nýjan lögreglustjóra Marion og af hverju hann flutti frá Kansasborg í Missouri í apríl. Ríkislöggæslustofnunin Kansas Bureau of Investigation hefur málið til rannsóknar.
Bandaríkin Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent