Floni stríðir aðdáendum og lætur glytta í nýja plötu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. ágúst 2023 10:10 Floni á sviðinu á laugardaginn. Flysouth/Hafsteinn Snær Þorsteinsson Rapparinn Floni er fyrir löngu orðinn þekkt stærð í íslensku tónlistarsenunni. Hann gaf síðast út plötu fyrir tveimur árum, og því ekki úr vegi að ætla að heitustu aðdáendur hans séu þyrstir í nýtt efni. Nú er útlit fyrir að þeim gæti orðið að ósk sinni á næstunni. Segja má að hann hafi „strítt“ aðdáendum sínum um liðna helgi. Árið 2021 gaf Floni út plötuna Demotape 01. Hans þekktustu plötur eru þó óumdeilanlega Floni og Floni 2. Nú virðist sem svo að þriðja platan sem ber sama heiti og listamaðurinn sjálfur sé í bígerð. Floni var á meðal þeirra listamanna sem tróðu upp á Tónaflóði Rásar 2 á Menningarnótt. Á meðan Floni tryllti lýðinn mátti á einum tímapunkti sjá á skiltum sviðsins við Arnarhól, stórum stöfum, „Floni 3“. Floni á sviðinu við Arnarhól síðastliðinn laugardag. Einföld skilaboð prýða skiltið fyrir aftan hann: Það er plata á leiðinni.Flysouth/Hafsteinn Snær Þorsteinsson Af þessu er nokkuð óhætt að ætla að næsta plata rapparans sé í bígerð, og því geti aðdáendur hans haft eitthvað til að hlakka til. Hvenær platan kemur út skal þó ósagt látið. Floni, sem réttu nafni heitir Friðrik Róbertsson, fékk nýtt hlutverk seint á síðasta ári þegar hann eignaðist son með kærustu sinni, Hrafnkötlu Unnarsdóttur Tónlist Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Árið 2021 gaf Floni út plötuna Demotape 01. Hans þekktustu plötur eru þó óumdeilanlega Floni og Floni 2. Nú virðist sem svo að þriðja platan sem ber sama heiti og listamaðurinn sjálfur sé í bígerð. Floni var á meðal þeirra listamanna sem tróðu upp á Tónaflóði Rásar 2 á Menningarnótt. Á meðan Floni tryllti lýðinn mátti á einum tímapunkti sjá á skiltum sviðsins við Arnarhól, stórum stöfum, „Floni 3“. Floni á sviðinu við Arnarhól síðastliðinn laugardag. Einföld skilaboð prýða skiltið fyrir aftan hann: Það er plata á leiðinni.Flysouth/Hafsteinn Snær Þorsteinsson Af þessu er nokkuð óhætt að ætla að næsta plata rapparans sé í bígerð, og því geti aðdáendur hans haft eitthvað til að hlakka til. Hvenær platan kemur út skal þó ósagt látið. Floni, sem réttu nafni heitir Friðrik Róbertsson, fékk nýtt hlutverk seint á síðasta ári þegar hann eignaðist son með kærustu sinni, Hrafnkötlu Unnarsdóttur
Tónlist Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira