Fótbolti

Kristall Máni og Atli skoruðu báðir í sigri

Smári Jökull Jónsson skrifar
Kristall Máni Ingason er að byrja vel hjá Sönderjyske.
Kristall Máni Ingason er að byrja vel hjá Sönderjyske. Twitter@SEfodbold

Kristall Máni Ingason, Atli Barkarson og samherjar þeirra hjá danska liðinu Sönderjyske unnu 4-0 stórsigur á Köge þegar liðin mættust í næstefstu deild danska boltans í dag.

Kristall Máni gekk til liðs við Sönderjyske nú í sumar frá norska liðinu Rosenborg en Atli Barkarson kom til liðsins í janúar á síðasta ári. Báðir léku þeir með Víkingi þegar liðið varð Íslandsmeistari árið 2021.

Sönderjyske tók í dag á móti liði Köge en fyrir leikinn var ljóst að Sönderjyse myndi tylla sér á toppinn með sigri.

Það tækifæri ætluðu leikmenn liðsins svo sannarlega ekki að láta renna sér úr greipum. Liðið vann öruggan 4-0 sigur þar sem Kristall Máni og Atli voru báðir á skotskónum. Kristall Máni kom Sönderjyske í 1-0 á 16. mínútu en þetta er annað marks hans í sex leikjum með liðinu. Peter Christiansen tvöfaldaði forystuna aðeins tveimur mínútum síðar og staðan 2-0 í hálfleik.

Mads Agger skoraði þriðja markið úr víti á 59. mínútu og Atli Barkarson innsiglaði síðan 4-0 sigur með marki sundarfjórðungi fyrir leikslok.

Öruggur 4-0 sigur staðreynd og Sönderjyske því í efsta sæti deildarinnar en liðið er með þrettán stig eftir sex umferðir. Hobro og Fredericia eru í öðru sæti með tólf stig en Hobro á einn leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×