Sjeik Jassim vill ennþá kaupa en óttast að Glazer-fjölskyldan hætti við að selja Smári Jökull Jónsson skrifar 23. ágúst 2023 22:00 Stuðningsmenn Manchester United hafa margoft mótmælt eignarhaldi Glazer-fjölskyldunnar á félaginu. Gangi salan á því ekki í gegn má búast við mikilli óánægju. Vísir/Getty Salan á Manchester United hefur gengið hægar en stuðningsmenn liðsins höfðu vonast. Tilboð Sjeik Jassim er enn á borðinu en hann óttast að Glazer-fjölskyldan sé efins um hvort rétt sé að selja. Sjeik Mohammed bin Jassim Al Thani hefur alls lagt fram fimm tilboð til að kaupa allt hlutafé í Manchester Untited. Félagið hefur verið í eigu Glazer-fjölskyldunnar síðan árið 2005 og hafa stuðningsmenn United margoft mótmælt eignarhaldi fjölskyldunnar. Síðasta tilboð Sjeik Jassim var lagt fram í byrjun júní en hann hafði þá barist við breska milljarðamæringinn Jim Ratcliffe um að heilla Glazer-fjölskylduna. Sjeikinn hefur sagst munu hreinsa upp skuldir félagsins og leggja fjármagn í uppbyggingu Old Trafford, bæði karla- og kvennalið félagsins sem og akademíuna. Segir að Glazer-fjölskyldan hafi aldrei sagt að hún vilji selja Áhugi Sjeik Jassim hefur ekkert dvínað en áhyggjunum í herbúðum hans fer vaxandi. Eftir því sem ferlið dregst á langinn eykst kostnaðurinn fyrir bjóðendur sem þurfa að borga bönkum, rágjöfum og lögfræðingum. Kaveh Solehkol, fréttamaður Skysports, segir að margir efist um raunverulegan vilja Glazer-fjölskyldunnar að selja Manchester United. „Sjeik Jassim er að bíða eftir svari frá Glazer-fjölskyldunni. Hann hefur ekki fengið svar en er enn áhugasamur. Margir innanbúðarmenn halda að Glazer-fjölskyldan sé ekki viss um að hún vilji selja. Það eru mismunandi aðilar innan fjölskyldunnar, sumir gætu viljað selja en aðrir telja þetta ekki rétta tímann.“ „Það komu fréttir í dag að Katararnir væru nálægt því að ganga frá kaupunum. Ég held hins vegar að ekkert hafi breyst. Þeir vilja kaupa en eru ekki vissir um að Glazer-fjölskyldan vilji selja. Við þurfum að hafa það á hreinu að fjölskyldan hefur aldrei stigið fram og sagst vilja selja Manchester United. Í nóvember sögðust þeir vilja fá inn nýja fjárfesta og að það gæti mögulega leitt til sölu. Það var bara einn möguleiki í stöðunni,“ segir Solehkol. Katar Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Sjá meira
Sjeik Mohammed bin Jassim Al Thani hefur alls lagt fram fimm tilboð til að kaupa allt hlutafé í Manchester Untited. Félagið hefur verið í eigu Glazer-fjölskyldunnar síðan árið 2005 og hafa stuðningsmenn United margoft mótmælt eignarhaldi fjölskyldunnar. Síðasta tilboð Sjeik Jassim var lagt fram í byrjun júní en hann hafði þá barist við breska milljarðamæringinn Jim Ratcliffe um að heilla Glazer-fjölskylduna. Sjeikinn hefur sagst munu hreinsa upp skuldir félagsins og leggja fjármagn í uppbyggingu Old Trafford, bæði karla- og kvennalið félagsins sem og akademíuna. Segir að Glazer-fjölskyldan hafi aldrei sagt að hún vilji selja Áhugi Sjeik Jassim hefur ekkert dvínað en áhyggjunum í herbúðum hans fer vaxandi. Eftir því sem ferlið dregst á langinn eykst kostnaðurinn fyrir bjóðendur sem þurfa að borga bönkum, rágjöfum og lögfræðingum. Kaveh Solehkol, fréttamaður Skysports, segir að margir efist um raunverulegan vilja Glazer-fjölskyldunnar að selja Manchester United. „Sjeik Jassim er að bíða eftir svari frá Glazer-fjölskyldunni. Hann hefur ekki fengið svar en er enn áhugasamur. Margir innanbúðarmenn halda að Glazer-fjölskyldan sé ekki viss um að hún vilji selja. Það eru mismunandi aðilar innan fjölskyldunnar, sumir gætu viljað selja en aðrir telja þetta ekki rétta tímann.“ „Það komu fréttir í dag að Katararnir væru nálægt því að ganga frá kaupunum. Ég held hins vegar að ekkert hafi breyst. Þeir vilja kaupa en eru ekki vissir um að Glazer-fjölskyldan vilji selja. Við þurfum að hafa það á hreinu að fjölskyldan hefur aldrei stigið fram og sagst vilja selja Manchester United. Í nóvember sögðust þeir vilja fá inn nýja fjárfesta og að það gæti mögulega leitt til sölu. Það var bara einn möguleiki í stöðunni,“ segir Solehkol.
Katar Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Sjá meira