Segir aðgerðaleysi ríkisstjórnar bitna mest á almenningi Lovísa Arnardóttir skrifar 24. ágúst 2023 13:00 Helga Vala segir ríkisstjórnina þurfa að koma með aðgerðir sem virki fyrir venjulegt fólk. Vísir/Vilhelm Þingkona Samfylkingarinnar segir áríðandi að ríkisstjórnin bregðist við erfiðu efnahagsástandi í landinu. Eina ráðið geti ekki verið stýrivaxtahækkanir. Hún kallar eftir alvöru aðgerðum sem virki núna fyrir heimilin í landinu. Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, segir áríðandi að brugðist verði við vaxandi efnahagsvanda hér á landi með aðgerðum sem taki mið af því að létta byrðina hjá venjulegu fólki. Stýrivextir voru hækkaðir um 0,5 prósent í gær sem er meira en hafði verið spáð fyrir um. Síðustu aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að stemma stigu við verðbólgu voru kynntar í júní. Hún segir hækkunina hafa víðtæk áhrif á grunnstoðir samfélagsins en að það sé krísa á húsnæðismarkaði. Hún segir margt hafa áhrif, það sé verðbólga sem þó fari lækkandi, krónan hafi áhrif en á sama tíma hafi aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar mikið að segja. „Þetta hefur svo neikvæð áhrif á þær grunnstoðir sem við erum í vanda með, og þá tala ég sérstaklega um húsnæðismarkaðinn,“ segir Helga Vala og að um leið og tilkynnt hafi verið um hækkunina hafi komið meldingar frá aðilum í byggingariðnaði um að það myndi draga úr byggingu nýrra íbúða vegna hás vaxtarstigs. „Mér líst ekkert á það á meðan ríkisstjórnin bregst ekkert við,“ segir Helga Vala. Hún segir erfitt að kenna einu um þetta ástand, það þurfi að líta víða. Neysla hafi dregist saman hjá almenningi en að það sé farið að reyna á vöxt ferðaþjónustunnar sem hafi svo áhrif beint á húsnæðismarkaðinn. Hægt að lækka matarskatt tímabundið „Þetta eykur skort á íbúðarhúsnæði fyrir almenning því fleiri fara í það að kaupa íbúðir til að leigja ferðamönnum á uppsprengdu verði. Þar er ofboðslega mikil neysla á sama tíma og ríkisstjórnin veigrar sér við það að setja virðisaukaskattinn í eðlilega tölu, eins og aðra neysluvöru,“ segir Helga Vala. Hún segir að í raun séu hér tveir sem stjórni efnahagsmálunum. Seðlabankastjóri sé að nota þau tól sem hann hafi en að fjármálaráðherra, og ríkisstjórnin, þurfi að beita þeim tólum sem þau hafa færi á og nefnir sem dæmi að lækka matarskatt tímabundið og styrkja vaxta- og barnabótakerfið sem hafi verið veikt verulega í tíð þeirrar ríkisstjórnar sem nú er við, að mati Helgu Völu. „Þau sem eru að borga ofboðslega vexti af húsnæðislánunum sínum. Það myndi tryggja að fólk fái eitthvað út úr því. Maður heyrir á hverjum degi af fólki sem þorir ekki að skoða stöðuna á lánunum sínum. Vegna þess að það finnur að þau hafa hækkað ofboðslega, sérstaklega þau verðtryggðu, en sjá það svo á greiðsluseðlinum um mánaðamót. Og þá erum við ekki að tala um þau sem eru með bundna vexti og bíða þess að snjóhengjan falli á þau,“ segir Helga Vala og að nú verði að koma útspil frá ríkisstjórn sem virki fyrir venjulegt fólk í landinu. „Það eru þessi tilfærslukerfi sem virka best af því að þau gagnast mest þessu fólki sem er með þyngstu greiðslubyrðina en eru á lágum- og meðaltekjum. Þetta er farið að bitna svo rosalega á almenningi á Íslandi. Þessu venjulega fólki sem er frá mánuði til mánaðar að reyna að borga sína reikninga, borga húsnæðisskuldbindingar, sama hvort það leiguhúsnæði eða eignahúsnæði. Við finnum þetta á öllum reikningum. Matarkarfan hefur hækkað verulega,“ segir Helga Vala og að á sama tíma erfitt að bíða eftir aðgerðum frá ríkisstjórn sem sé ósammála um hvernig eigi að haga málum í efnahagsstjórninni. Óttast niðurskurð í haust Hún segist óttast að fjármálafrumvarpið, sem fyrsta þingmál þingvetrarins, verði niðurskurðarfrumvarp. „Ég held að það verði kröftugt niðurskurðarfrumvarp en það er spurning hvar þau telja breiðu bökin verða. Hvort það sé í grunninnviðum eins og heilbrigðis- og félagslega kerfinu eða hvort þau finni fitulagið í því að fækka aftur ráðuneytunum sínum en það var algerlega óþörf og ómarkviss aðgerð,“ segir Helga Vala sem biðlar til ríkisstjórnarinnar að hugsa um almenning og að nota sín tæki og tól til að koma til móts við þau. „Þau vita hvað þarf að gera en manni finnst eins og stemningin á stjórnarheimilinu sé ekki þannig að þau séu að ganga í takt þessa dagana. En við skulum vona það besta. Það borgar sig að vera bjartsýnn.“ Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Fjármál heimilisins Efnahagsmál Alþingi Tengdar fréttir Fólk að bugast vegna aukinnar greiðslubyrði Veruleg fjölgun hefur orðið á því að fólk leitar til Hagsmunasamtaka heimilanna vegna greiðsluerfiðleika og fer þeim enn fjölgandi. Útlit er fyrir að fólk gæti farið að missa heimili sín vegna aukinnar greiðslubyrði. 23. ágúst 2023 20:30 Vaxtahækkanir Seðlabankans ýti undir verðbólgu Stýrivextir hafa ríflega tólffaldast á tveimur árum og hafa ekki verið hærri í fjórtán ár. Seðlabankastjóri segir verðhækkanir, þenslu í ferðaþjónustu og spennu á vinnumarkaði skýra hækkun vaxta. Hagsmunasamtök og verkalýðsfélög fordæmdu hækkunina í dag. 23. ágúst 2023 19:00 Skilur gagnrýnina en Seðlabankinn þurfi að ná niður háum verðbólguvæntingum „Við erum að beita peningastefnunni svona harkalega af því að við erum ekki að fá mikla aðstoð frá öðrum,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, en viðurkennir um leið að þegar vextirnir eru hækkaðir svona skarpt þá sé hætta á að það valdi harðri lendingu í efnahagslífinu. Fjórtánda vaxtahækkun peningastefnunefndar Seðlabankans í röð á rétt rúmlega tveimur árum, nú síðast í morgun um 50 punkta, var nánast alfarið réttlætt með vísun til hárra verðbólguvæntinga til lengri tíma á meðan flestir hagvísar sýna að farið er að hægja hraðar á umsvifum í hagkerfinu en áður var spáð. 23. ágúst 2023 18:19 Seðlabankinn telur að atvinnuleysi aukist í 4,4 prósent á tveimur árum Vísbendingar eru um að hægja muni á vinnuaflseftirspurn næsta misserið. Niðurstöður sumarkönnunar Gallup benda til þess að dregið hafi úr ráðningaráformum fyrirtækja en að þau séu þó enn yfir meðallagi, segir í Peningamálum Seðlabankans. 23. ágúst 2023 14:37 Dekur við bankana og atlaga að íslenskum heimilum Ýmis samtök og verkalýðsforingjar lýsa þungum áhyggjum vegna stýrivaxtahækkunar Seðlabankans í morgun. Hækkunin er sögð atlaga að íslenskum heimilum. 23. ágúst 2023 12:29 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, segir áríðandi að brugðist verði við vaxandi efnahagsvanda hér á landi með aðgerðum sem taki mið af því að létta byrðina hjá venjulegu fólki. Stýrivextir voru hækkaðir um 0,5 prósent í gær sem er meira en hafði verið spáð fyrir um. Síðustu aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að stemma stigu við verðbólgu voru kynntar í júní. Hún segir hækkunina hafa víðtæk áhrif á grunnstoðir samfélagsins en að það sé krísa á húsnæðismarkaði. Hún segir margt hafa áhrif, það sé verðbólga sem þó fari lækkandi, krónan hafi áhrif en á sama tíma hafi aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar mikið að segja. „Þetta hefur svo neikvæð áhrif á þær grunnstoðir sem við erum í vanda með, og þá tala ég sérstaklega um húsnæðismarkaðinn,“ segir Helga Vala og að um leið og tilkynnt hafi verið um hækkunina hafi komið meldingar frá aðilum í byggingariðnaði um að það myndi draga úr byggingu nýrra íbúða vegna hás vaxtarstigs. „Mér líst ekkert á það á meðan ríkisstjórnin bregst ekkert við,“ segir Helga Vala. Hún segir erfitt að kenna einu um þetta ástand, það þurfi að líta víða. Neysla hafi dregist saman hjá almenningi en að það sé farið að reyna á vöxt ferðaþjónustunnar sem hafi svo áhrif beint á húsnæðismarkaðinn. Hægt að lækka matarskatt tímabundið „Þetta eykur skort á íbúðarhúsnæði fyrir almenning því fleiri fara í það að kaupa íbúðir til að leigja ferðamönnum á uppsprengdu verði. Þar er ofboðslega mikil neysla á sama tíma og ríkisstjórnin veigrar sér við það að setja virðisaukaskattinn í eðlilega tölu, eins og aðra neysluvöru,“ segir Helga Vala. Hún segir að í raun séu hér tveir sem stjórni efnahagsmálunum. Seðlabankastjóri sé að nota þau tól sem hann hafi en að fjármálaráðherra, og ríkisstjórnin, þurfi að beita þeim tólum sem þau hafa færi á og nefnir sem dæmi að lækka matarskatt tímabundið og styrkja vaxta- og barnabótakerfið sem hafi verið veikt verulega í tíð þeirrar ríkisstjórnar sem nú er við, að mati Helgu Völu. „Þau sem eru að borga ofboðslega vexti af húsnæðislánunum sínum. Það myndi tryggja að fólk fái eitthvað út úr því. Maður heyrir á hverjum degi af fólki sem þorir ekki að skoða stöðuna á lánunum sínum. Vegna þess að það finnur að þau hafa hækkað ofboðslega, sérstaklega þau verðtryggðu, en sjá það svo á greiðsluseðlinum um mánaðamót. Og þá erum við ekki að tala um þau sem eru með bundna vexti og bíða þess að snjóhengjan falli á þau,“ segir Helga Vala og að nú verði að koma útspil frá ríkisstjórn sem virki fyrir venjulegt fólk í landinu. „Það eru þessi tilfærslukerfi sem virka best af því að þau gagnast mest þessu fólki sem er með þyngstu greiðslubyrðina en eru á lágum- og meðaltekjum. Þetta er farið að bitna svo rosalega á almenningi á Íslandi. Þessu venjulega fólki sem er frá mánuði til mánaðar að reyna að borga sína reikninga, borga húsnæðisskuldbindingar, sama hvort það leiguhúsnæði eða eignahúsnæði. Við finnum þetta á öllum reikningum. Matarkarfan hefur hækkað verulega,“ segir Helga Vala og að á sama tíma erfitt að bíða eftir aðgerðum frá ríkisstjórn sem sé ósammála um hvernig eigi að haga málum í efnahagsstjórninni. Óttast niðurskurð í haust Hún segist óttast að fjármálafrumvarpið, sem fyrsta þingmál þingvetrarins, verði niðurskurðarfrumvarp. „Ég held að það verði kröftugt niðurskurðarfrumvarp en það er spurning hvar þau telja breiðu bökin verða. Hvort það sé í grunninnviðum eins og heilbrigðis- og félagslega kerfinu eða hvort þau finni fitulagið í því að fækka aftur ráðuneytunum sínum en það var algerlega óþörf og ómarkviss aðgerð,“ segir Helga Vala sem biðlar til ríkisstjórnarinnar að hugsa um almenning og að nota sín tæki og tól til að koma til móts við þau. „Þau vita hvað þarf að gera en manni finnst eins og stemningin á stjórnarheimilinu sé ekki þannig að þau séu að ganga í takt þessa dagana. En við skulum vona það besta. Það borgar sig að vera bjartsýnn.“
Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Fjármál heimilisins Efnahagsmál Alþingi Tengdar fréttir Fólk að bugast vegna aukinnar greiðslubyrði Veruleg fjölgun hefur orðið á því að fólk leitar til Hagsmunasamtaka heimilanna vegna greiðsluerfiðleika og fer þeim enn fjölgandi. Útlit er fyrir að fólk gæti farið að missa heimili sín vegna aukinnar greiðslubyrði. 23. ágúst 2023 20:30 Vaxtahækkanir Seðlabankans ýti undir verðbólgu Stýrivextir hafa ríflega tólffaldast á tveimur árum og hafa ekki verið hærri í fjórtán ár. Seðlabankastjóri segir verðhækkanir, þenslu í ferðaþjónustu og spennu á vinnumarkaði skýra hækkun vaxta. Hagsmunasamtök og verkalýðsfélög fordæmdu hækkunina í dag. 23. ágúst 2023 19:00 Skilur gagnrýnina en Seðlabankinn þurfi að ná niður háum verðbólguvæntingum „Við erum að beita peningastefnunni svona harkalega af því að við erum ekki að fá mikla aðstoð frá öðrum,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, en viðurkennir um leið að þegar vextirnir eru hækkaðir svona skarpt þá sé hætta á að það valdi harðri lendingu í efnahagslífinu. Fjórtánda vaxtahækkun peningastefnunefndar Seðlabankans í röð á rétt rúmlega tveimur árum, nú síðast í morgun um 50 punkta, var nánast alfarið réttlætt með vísun til hárra verðbólguvæntinga til lengri tíma á meðan flestir hagvísar sýna að farið er að hægja hraðar á umsvifum í hagkerfinu en áður var spáð. 23. ágúst 2023 18:19 Seðlabankinn telur að atvinnuleysi aukist í 4,4 prósent á tveimur árum Vísbendingar eru um að hægja muni á vinnuaflseftirspurn næsta misserið. Niðurstöður sumarkönnunar Gallup benda til þess að dregið hafi úr ráðningaráformum fyrirtækja en að þau séu þó enn yfir meðallagi, segir í Peningamálum Seðlabankans. 23. ágúst 2023 14:37 Dekur við bankana og atlaga að íslenskum heimilum Ýmis samtök og verkalýðsforingjar lýsa þungum áhyggjum vegna stýrivaxtahækkunar Seðlabankans í morgun. Hækkunin er sögð atlaga að íslenskum heimilum. 23. ágúst 2023 12:29 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Fólk að bugast vegna aukinnar greiðslubyrði Veruleg fjölgun hefur orðið á því að fólk leitar til Hagsmunasamtaka heimilanna vegna greiðsluerfiðleika og fer þeim enn fjölgandi. Útlit er fyrir að fólk gæti farið að missa heimili sín vegna aukinnar greiðslubyrði. 23. ágúst 2023 20:30
Vaxtahækkanir Seðlabankans ýti undir verðbólgu Stýrivextir hafa ríflega tólffaldast á tveimur árum og hafa ekki verið hærri í fjórtán ár. Seðlabankastjóri segir verðhækkanir, þenslu í ferðaþjónustu og spennu á vinnumarkaði skýra hækkun vaxta. Hagsmunasamtök og verkalýðsfélög fordæmdu hækkunina í dag. 23. ágúst 2023 19:00
Skilur gagnrýnina en Seðlabankinn þurfi að ná niður háum verðbólguvæntingum „Við erum að beita peningastefnunni svona harkalega af því að við erum ekki að fá mikla aðstoð frá öðrum,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, en viðurkennir um leið að þegar vextirnir eru hækkaðir svona skarpt þá sé hætta á að það valdi harðri lendingu í efnahagslífinu. Fjórtánda vaxtahækkun peningastefnunefndar Seðlabankans í röð á rétt rúmlega tveimur árum, nú síðast í morgun um 50 punkta, var nánast alfarið réttlætt með vísun til hárra verðbólguvæntinga til lengri tíma á meðan flestir hagvísar sýna að farið er að hægja hraðar á umsvifum í hagkerfinu en áður var spáð. 23. ágúst 2023 18:19
Seðlabankinn telur að atvinnuleysi aukist í 4,4 prósent á tveimur árum Vísbendingar eru um að hægja muni á vinnuaflseftirspurn næsta misserið. Niðurstöður sumarkönnunar Gallup benda til þess að dregið hafi úr ráðningaráformum fyrirtækja en að þau séu þó enn yfir meðallagi, segir í Peningamálum Seðlabankans. 23. ágúst 2023 14:37
Dekur við bankana og atlaga að íslenskum heimilum Ýmis samtök og verkalýðsforingjar lýsa þungum áhyggjum vegna stýrivaxtahækkunar Seðlabankans í morgun. Hækkunin er sögð atlaga að íslenskum heimilum. 23. ágúst 2023 12:29