Í fullum rétti til að setja stórt spurningamerki við hugmynd Guðrúnar Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. ágúst 2023 15:12 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags-og vinnumarkaðsráðherra. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags-og vinnumarkaðsráðherra, sagðist heyra skilaboðin sem honum bárust vegna mála flóttafólks sem svipt hefur verið þjónustu. Ráðherrann ávarpaði fund sem haldinn var af 28 félagasamtökum í gær vegna málsins og sagðist meðal annars setja stórt spurningamerki við hugmyndir dómsmálaráðherra um lokað búsetuúrræði fyrir fólk í ólögmætri dvöl hérlendis. „Ég er þeirrar skoðunar að það sé gott að taka samtal, ekki síst um erfið og þung mál sem þetta mál vissulega er,“ sagði ráðherrann í ávarpi sínu sem horfa má á í heild sinni hér fyrir neðan. Hann sagði augljóst að framkvæmd nýrra laga væri miklum vandkvæðum háð. Það hefði ekki verið vilji Alþingis að fólk lenti á götunni þegar ný lög um flóttafólk voru samþykkt í vor. Svaraði spurningum úr sal Guðmundur svaraði þá nokkrum spurningum sem beint var til hans á fundinum. Hann sagðist vera sammála því sem komið hefði fram á fundinum um að málsmeðferðartími væri of langur. Þá nefndi Guðmundur spurningu til sín um það hvort stjórnvöld væru að stefna að því að koma upp lokuðu búsetuúrræði hér á landi fyrir fólk í ólögmætri dvöl sem einhverra hluta vegna kemst ekki úr landi. „Það sem ég hef heyrt af þessu í umræðunni og rætt við dómsmálaráðherra, þá eru þetta hugmyndir sem koma frá henni sem stjórnmálamanni og hún verður að bera ábyrgð á þeim hugmyndum sínum sjálf.“ Guðmundur Ingi var eini ráðherra ríkisstjórnarinnar sem þekktist boð félagasamtakanna um að mæta á fundinn.Vísir/Vilhelm Guðmundur sagði þetta vera eitthvað sem oft hefði verið í umræðunni áður. Sú leið hafi hins vegar ekki verið farin í þeirri löggjöf sem samþykkt var á Alþingi í vor. „Og ég myndi almennt segja að í þessum málum þurfi að koma fram hugmyndir og lausnir sem eru færar samkvæmt þeim lögum sem við störfum eftir í dag og ef það er farið að ræða um einhverjar breytingar á slíku, þá verða þær breytingar að vera settar fram með þeim hætti að það sé hægt að fara með þær í gegnum Alþingi og samþykkja þær og ég get bara einfaldlega ekki svarað því, vegna þess að ég veit ekki nákvæmlega hvernig dómsmálaráðherrann okkar hugsar þetta.“ Hann sagði Guðrúnu hafa sett slíkar hugmyndir fram. Hún væri í fullum rétti til þess. „En ég er líka í fullum rétti til þess að segja að ég set stórt spurningamerki við það, þetta er eitthvað sem minn flokkur hefur ekki horft til hingað til. Þess vegna eru þetta kannski óljósar hugmyndir á þessu stigi en mér finnst ekkert athugavert við það að ræða hlutina, rétt eins og við erum að ræða málin hér í dag.“ Margmenni var á fundinum í salarkynnum Hjálpræðishersins.Vísir/Vilhelm Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
„Ég er þeirrar skoðunar að það sé gott að taka samtal, ekki síst um erfið og þung mál sem þetta mál vissulega er,“ sagði ráðherrann í ávarpi sínu sem horfa má á í heild sinni hér fyrir neðan. Hann sagði augljóst að framkvæmd nýrra laga væri miklum vandkvæðum háð. Það hefði ekki verið vilji Alþingis að fólk lenti á götunni þegar ný lög um flóttafólk voru samþykkt í vor. Svaraði spurningum úr sal Guðmundur svaraði þá nokkrum spurningum sem beint var til hans á fundinum. Hann sagðist vera sammála því sem komið hefði fram á fundinum um að málsmeðferðartími væri of langur. Þá nefndi Guðmundur spurningu til sín um það hvort stjórnvöld væru að stefna að því að koma upp lokuðu búsetuúrræði hér á landi fyrir fólk í ólögmætri dvöl sem einhverra hluta vegna kemst ekki úr landi. „Það sem ég hef heyrt af þessu í umræðunni og rætt við dómsmálaráðherra, þá eru þetta hugmyndir sem koma frá henni sem stjórnmálamanni og hún verður að bera ábyrgð á þeim hugmyndum sínum sjálf.“ Guðmundur Ingi var eini ráðherra ríkisstjórnarinnar sem þekktist boð félagasamtakanna um að mæta á fundinn.Vísir/Vilhelm Guðmundur sagði þetta vera eitthvað sem oft hefði verið í umræðunni áður. Sú leið hafi hins vegar ekki verið farin í þeirri löggjöf sem samþykkt var á Alþingi í vor. „Og ég myndi almennt segja að í þessum málum þurfi að koma fram hugmyndir og lausnir sem eru færar samkvæmt þeim lögum sem við störfum eftir í dag og ef það er farið að ræða um einhverjar breytingar á slíku, þá verða þær breytingar að vera settar fram með þeim hætti að það sé hægt að fara með þær í gegnum Alþingi og samþykkja þær og ég get bara einfaldlega ekki svarað því, vegna þess að ég veit ekki nákvæmlega hvernig dómsmálaráðherrann okkar hugsar þetta.“ Hann sagði Guðrúnu hafa sett slíkar hugmyndir fram. Hún væri í fullum rétti til þess. „En ég er líka í fullum rétti til þess að segja að ég set stórt spurningamerki við það, þetta er eitthvað sem minn flokkur hefur ekki horft til hingað til. Þess vegna eru þetta kannski óljósar hugmyndir á þessu stigi en mér finnst ekkert athugavert við það að ræða hlutina, rétt eins og við erum að ræða málin hér í dag.“ Margmenni var á fundinum í salarkynnum Hjálpræðishersins.Vísir/Vilhelm
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira