Häcken tapaði niður tveggja marka forystu Smári Jökull Jónsson skrifar 24. ágúst 2023 19:14 Valgeir Lunddal Friðriksson. vísir/Getty Valgeir Lunddal Friðriksson og samherjar hans í Häcken fóru illa að ráði sínu þegar liðið mætti Aberdeen á heimavelli í einvígi um sæti í Evrópudeild UEFA. Leikurinn var sá fyrri í einvígi liðanna en sigurvegari einvígisins fer áfram í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Liðið sem tapar fer hins vegar í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Häcken fór vel af stað í dag. Amor Layouni skoraði fyrsta mark leiksins á 36. mínútu og það virtist sem sænsku meistararnir ætluðu að koma sér í góða stöðu fyrir síðari leikinn þegar Ibrahim Sadiq skoraði úr víti rúmum tuttugu mínútum fyrir leikslok. Þá fór hins vegar allt í skrúfuna hjá heimamönnum. Bojan Miovski minnkaði muninn fyrir Aberdeen á 75. mínútu og aðeins fjórum mínútum síðar jafnaði Nicky Devlin metin. Alfons í leik með Twente. Hollenska liði er í erfiðri stöðu eftir fyrri leikinn gegn Fenerbache.Vísir/Getty Til að bæta gráu ofan á svart fékk Johan Hammar rautt spjald hjá Häcken á lokamínútu leiksins. Aberdeen skoraði mark í uppbótartíma en það fékk ekki að standa. Lokatölur 2-2. Valgeir Lunddal var í byrjunarliði Häcken í dag og lék í stöðu vinstri bakvarðar. Hann var tekinn af velli á 85. mínútu. Einum öðrum leik er lokið í Evrópudeildinni. Slavia frá Prag vann 2-0 sigur á heimavelli gegn Zorya Luhansk. Alfons og félagar í vondum málum Twente er í vondum málum eftir stórt tap gegn Fenerbache á útivelli. Alfons Sampsted var í byrjunarliði Twenter sem náði forystunni á 20. mínútu leiksins. Heimamenn jöfnuðu skömmu síðar og rétt fyrir hálfleik fékk Youri Regeer rautt spjald í liði Twente. Liðsmenn Fenerbache nýttu sér liðsmuninn heldur betur í síðari hálfleik. Þeir skoruðu hvert markið á fætur öðru og unnu að lokum 5-1 sigur. Alfons lék allan leikinn í vörn Twente. Önnur úrslit í umspili Sambandsdeildarinnar FC Astana - Partizan Tirana 1-0Tobol Kostanay - Viktoria Plzen 1-2Zalgiris - Ferencvaros 0-4Nordsjælland - Partizan Belgrad 5-0Farul Constanta - HJK Helsinki 2-1Levski Sofia - Eintracht Frankfurt 1-1OSK Sfantu Gheorghe - Bodö/Glimt 2-2Dynamo Kyiv - Besiktas 2-3Rapid Vín - Fiorentina 1-0Maccabi Tel Aviv - NK Celje 4-1 Sambandsdeild Evrópu Evrópudeild UEFA Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Leikurinn var sá fyrri í einvígi liðanna en sigurvegari einvígisins fer áfram í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Liðið sem tapar fer hins vegar í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Häcken fór vel af stað í dag. Amor Layouni skoraði fyrsta mark leiksins á 36. mínútu og það virtist sem sænsku meistararnir ætluðu að koma sér í góða stöðu fyrir síðari leikinn þegar Ibrahim Sadiq skoraði úr víti rúmum tuttugu mínútum fyrir leikslok. Þá fór hins vegar allt í skrúfuna hjá heimamönnum. Bojan Miovski minnkaði muninn fyrir Aberdeen á 75. mínútu og aðeins fjórum mínútum síðar jafnaði Nicky Devlin metin. Alfons í leik með Twente. Hollenska liði er í erfiðri stöðu eftir fyrri leikinn gegn Fenerbache.Vísir/Getty Til að bæta gráu ofan á svart fékk Johan Hammar rautt spjald hjá Häcken á lokamínútu leiksins. Aberdeen skoraði mark í uppbótartíma en það fékk ekki að standa. Lokatölur 2-2. Valgeir Lunddal var í byrjunarliði Häcken í dag og lék í stöðu vinstri bakvarðar. Hann var tekinn af velli á 85. mínútu. Einum öðrum leik er lokið í Evrópudeildinni. Slavia frá Prag vann 2-0 sigur á heimavelli gegn Zorya Luhansk. Alfons og félagar í vondum málum Twente er í vondum málum eftir stórt tap gegn Fenerbache á útivelli. Alfons Sampsted var í byrjunarliði Twenter sem náði forystunni á 20. mínútu leiksins. Heimamenn jöfnuðu skömmu síðar og rétt fyrir hálfleik fékk Youri Regeer rautt spjald í liði Twente. Liðsmenn Fenerbache nýttu sér liðsmuninn heldur betur í síðari hálfleik. Þeir skoruðu hvert markið á fætur öðru og unnu að lokum 5-1 sigur. Alfons lék allan leikinn í vörn Twente. Önnur úrslit í umspili Sambandsdeildarinnar FC Astana - Partizan Tirana 1-0Tobol Kostanay - Viktoria Plzen 1-2Zalgiris - Ferencvaros 0-4Nordsjælland - Partizan Belgrad 5-0Farul Constanta - HJK Helsinki 2-1Levski Sofia - Eintracht Frankfurt 1-1OSK Sfantu Gheorghe - Bodö/Glimt 2-2Dynamo Kyiv - Besiktas 2-3Rapid Vín - Fiorentina 1-0Maccabi Tel Aviv - NK Celje 4-1
Sambandsdeild Evrópu Evrópudeild UEFA Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira