Gæsaveiðin fer ágætlega af stað Karl Lúðvíksson skrifar 25. ágúst 2023 08:52 Þrátt fyrir allt umtal um sölubann á grágæsaafurðum hafa skyttur um allt land fjölmennt á gæs en veiði hófst 20. ágúst á grágæs og heiðagæs. Skyttur landsins hafa fjölmennt upp á heiðar og í akra en mesta sóknin liggur á heiðagæs þessa dagana og hefur mikill fjöldi veiðimanna verið á þeim svæðum sem eru vinsæl. Norðausturland hefur lengi verið vel sótt af þeim sem sækja í heiðagæs enda er mikið af fugli þar og ekki annað að heyra frá þeim sem hafa verið þar við veiðar frá opnun að veiðin hafi gengið vel. Það er algengt að heyra tölur eins og 20-30 fugla í kvöldflugi hjá þremur skyttum og það má bara vel við una að ná því. Auðvitað fá margir minna en þetta snýst ekki um magn heldur ánægjuna við veiðina. Grágæsin er ekki komin niður í akra svo að neinu nemi með einhverjum undantekningum þó en veiðihópur sem var við akur í Skagafirði fékk 50 fugla í einu morgunflugi en það sást ekki mikið af gæs í ökrum annars staðar í sveitinni. Veiðimenn eru hvattir til að sækja frekar í heiðagæs þar sem talningar hafi gefið til kynna að grágæs hafi fækkað en í samtölum við vana menn um helgina er ljóst að það eru ekki allir sammála þeirri fullyrðingu að grágæsin eigi undir högg að sækja. Skotveiði Mest lesið Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði 30 laxa opnun Þverár og Kjarrár í gær Veiði Góð veiði í Steinsmýrarvötnum Veiði Hausthængarnir í Stóru Laxá Veiði 12 kg stórlax úr Nessvæðinu í Aðaldal Veiði Fínasta veiði á Kárastöðum Veiði Hollið með 71 lax í Hofsá Veiði Veiðistaðir sem detta inn og út Veiði Gamla veiðidótið ekki alltaf verðlaust en yfirleitt Veiði Varar jarðeigendur við yfirgangi Þingvallaþjóðgarðs Veiði
Skyttur landsins hafa fjölmennt upp á heiðar og í akra en mesta sóknin liggur á heiðagæs þessa dagana og hefur mikill fjöldi veiðimanna verið á þeim svæðum sem eru vinsæl. Norðausturland hefur lengi verið vel sótt af þeim sem sækja í heiðagæs enda er mikið af fugli þar og ekki annað að heyra frá þeim sem hafa verið þar við veiðar frá opnun að veiðin hafi gengið vel. Það er algengt að heyra tölur eins og 20-30 fugla í kvöldflugi hjá þremur skyttum og það má bara vel við una að ná því. Auðvitað fá margir minna en þetta snýst ekki um magn heldur ánægjuna við veiðina. Grágæsin er ekki komin niður í akra svo að neinu nemi með einhverjum undantekningum þó en veiðihópur sem var við akur í Skagafirði fékk 50 fugla í einu morgunflugi en það sást ekki mikið af gæs í ökrum annars staðar í sveitinni. Veiðimenn eru hvattir til að sækja frekar í heiðagæs þar sem talningar hafi gefið til kynna að grágæs hafi fækkað en í samtölum við vana menn um helgina er ljóst að það eru ekki allir sammála þeirri fullyrðingu að grágæsin eigi undir högg að sækja.
Skotveiði Mest lesið Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði 30 laxa opnun Þverár og Kjarrár í gær Veiði Góð veiði í Steinsmýrarvötnum Veiði Hausthængarnir í Stóru Laxá Veiði 12 kg stórlax úr Nessvæðinu í Aðaldal Veiði Fínasta veiði á Kárastöðum Veiði Hollið með 71 lax í Hofsá Veiði Veiðistaðir sem detta inn og út Veiði Gamla veiðidótið ekki alltaf verðlaust en yfirleitt Veiði Varar jarðeigendur við yfirgangi Þingvallaþjóðgarðs Veiði