Risalax úr Aðaldalnum og fleiri stórir hængar Karl Lúðvíksson skrifar 11. september 2023 10:01 Sindri með 25 punda laxinn úr Laxá í Aðaldal Haustveiðin getur verið algjört ævintýri og það eru margir veiðimenn sem gera sérstaklega út á að fara seint á tímabilinu til þess að freista þess að ná í stóran hæng á fluguna. Við erum að fá fréttir nokkuð reglulega af vænum hængum og einn slíkur veiddist í Laxá í Aðaldal um helgina en það er líklega stærsti laxinn úr ánni í sumar. Laxinn var mældur 101 sm og er eins og ætterni hans annað úr ánni mjög þykkur á allar hliðar. Ummálið var 57 sm og þyngdin 25 ensk pund. Þessi rosalegi lax tók fluguna Valbein eftir nokkur köst í Brúarhyl. Veiðimaðurinn er Sindri Rósenkranz og var leiðsögumaðurinn Guðmundur Bjarnason honum til halds og trausts. Steinunn Björk Þorsteinsdóttir með stórlaxinn úr MiðfjarðaráMynd: Sigurjón Ragnar Annar stórlax kom úr Grímsá um helgina og eins og myndin ber með sér er þetta klárlega um eða yfir 100 sm fiskur. Það var Steinunn Björk Þorsteinsdóttir sem landaði þessum glæsilega laxi. Við höfum heyrt af nokkrum í þessum stærðarflokki síðustu daga meðal annars úr Haffjarðará og Grímsá en hópur sem var þar við veiðar í vikunni landaði einum rígvænum og missti tvo aðra eftir snarpa baráttu. Grímsá er þekkt fyrir þessa stóru hænga sem láta ekkert á sér kræla fyrr en á haustinn svo það verður gaman að sjá hvort einhver þeirra taki flugu hjá heppnum veiðimanni næstu daga. Stangveiði Mest lesið Fengu 28 urriða á rúmlega tveimur tímum í Veiðivötnum Veiði Fyrsti laxinn kom í Norðurá Veiði Ársskammtur étinn á þremur dögum Veiði Tóti Tönn og félagar ekki í Blönduopnun Veiði Hljótum að geta sett í einn eða tvo Veiði 55 fiskar á land á einum degi Veiði Hnýttu tungsten Nobbler fyrir sumarið! Veiði Síðsumarsflugan sem má ekki gleymast Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Einföld og öflug straumfluga Veiði
Við erum að fá fréttir nokkuð reglulega af vænum hængum og einn slíkur veiddist í Laxá í Aðaldal um helgina en það er líklega stærsti laxinn úr ánni í sumar. Laxinn var mældur 101 sm og er eins og ætterni hans annað úr ánni mjög þykkur á allar hliðar. Ummálið var 57 sm og þyngdin 25 ensk pund. Þessi rosalegi lax tók fluguna Valbein eftir nokkur köst í Brúarhyl. Veiðimaðurinn er Sindri Rósenkranz og var leiðsögumaðurinn Guðmundur Bjarnason honum til halds og trausts. Steinunn Björk Þorsteinsdóttir með stórlaxinn úr MiðfjarðaráMynd: Sigurjón Ragnar Annar stórlax kom úr Grímsá um helgina og eins og myndin ber með sér er þetta klárlega um eða yfir 100 sm fiskur. Það var Steinunn Björk Þorsteinsdóttir sem landaði þessum glæsilega laxi. Við höfum heyrt af nokkrum í þessum stærðarflokki síðustu daga meðal annars úr Haffjarðará og Grímsá en hópur sem var þar við veiðar í vikunni landaði einum rígvænum og missti tvo aðra eftir snarpa baráttu. Grímsá er þekkt fyrir þessa stóru hænga sem láta ekkert á sér kræla fyrr en á haustinn svo það verður gaman að sjá hvort einhver þeirra taki flugu hjá heppnum veiðimanni næstu daga.
Stangveiði Mest lesið Fengu 28 urriða á rúmlega tveimur tímum í Veiðivötnum Veiði Fyrsti laxinn kom í Norðurá Veiði Ársskammtur étinn á þremur dögum Veiði Tóti Tönn og félagar ekki í Blönduopnun Veiði Hljótum að geta sett í einn eða tvo Veiði 55 fiskar á land á einum degi Veiði Hnýttu tungsten Nobbler fyrir sumarið! Veiði Síðsumarsflugan sem má ekki gleymast Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Einföld og öflug straumfluga Veiði