Fjalla um íslensku stelpuna sem fékk hitaslag en kom til baka og vann brons Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. ágúst 2023 12:00 Bergrós Björnsdóttir ofhitnaði á fyrsta degi á heimsleikunum og það var mjög mikilvægt að kæla sig niður á milli krefjandi greina enda mikinn hiti úti. Móðir hennar náði þessari mynd af henni í ísbaði. @begga_bolstrari Íslenska CrossFit stelpan Bergrós Björnsdóttir er í sviðsljósinu hjá Morning Chalk Up vefnum í dag þar sem farið er vel yfir afrek hennar á heimsleikunum. Hin sextán ára gamla Bergrós var eini Íslendingurinn sem komst á verðlaunapall á heimsleikunum í ár en hún tryggði sér þriðja sætið í flokki sextán til sautján ára stelpna. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Blaðamaður Morning Chalk Up ræddi við hina stórefnilegu Bergrós og fjallaði um baráttu hennar við Wisconsin sólina. Þar er farið sérstaklega yfir aðra greinina þar sem Bergrós fékk hitaslag og hneig niður í miðri keppni. Hún var borin af velli af læknaliði leikanna. „Þetta tók mikinn líkamlegan og andlegan toll af mér og var enn eitt prófið á þrautseigju mína,“ sagði Bergrós í viðtalinu. Bergrós fékk góða aðstoð frá læknaliðinu og tókst að koma sér aftur á lappir. „Þrátt fyrir þetta áfall og krefjandi æfingar þá var ég staðráðin að láta þetta ekki stoppa mig,“ sagði Bergrós. View this post on Instagram A post shared by Bergro s Bjo rnsdo ttir (@bergrosbjornsdottir) Bergrós meiddist líka á baki á heimsleikunum árið áður og var þá frá keppni í nokkra mánuði. Hún komst í gegnum það og sannaði enn á ný hversu andlega sterk hún er. „Ég var svo stolt af því að ég náði að fá laun fyrir allt erfiðið. Ég var stolt af sjálfri mér fyrir að komast í gegnum allt mótlætið sem varð á vegi mínum,“ sagði Bergrós. Bergrós segir líka frá því að hún æfir í CrossFit Reykjavik þrátt fyrir að búa á suðurlandinu. Hún ferðast því í tvo tíma á dag til að geta æft þar. Hún segir að það sé þess virði að fá tækifæri til að æfa með þeim bestu í íþróttinni og fá að læra af þeim. Gott dæmi um það þegar hún og Anníe Mist Þórisdóttir kepptu saman á Reykjavíkurleikunum í vetur. Greinin á Morning Chalk Up vefnum.Morning Chalk Up CrossFit Tengdar fréttir Bronsstelpan okkar á heimsleikunum þarf á stuðningi að halda Bergrós Björnsdóttir var eini Íslendingurinn á verðlaunapalli á heimsleikunum í ár en hún varð þriðja sæti í flokki sextán til sautján ára stúlkna. 8. ágúst 2023 10:31 Bergrós eftir að hafa nælt í bronsið: „Vildi enda þetta með stæl“ Bergrós Björnsdóttir tryggði sér í gær bronsverðlaun í flokki sextán til sautján ára stelpna á heimsleikum Crossfit sem fram fara í Bandaríkjunum þessa dagana. Þetta er í annað sinn sem Bergrós mætti til leiks á heimsleikum CrossFit og gekk hún í gegnum allan tilfinningaskalann í þetta skipti því strax á fyrsta keppnisdegi lenti hún í erfiðri reynslu. Fékk hitaslag. 5. ágúst 2023 11:01 Hetjuleg frammistaða Bergrósar kom henni á verðlaunapallinn Ísland vann sín fyrstu verðlaun á þessum heimsleikum í CrossFit þegar Bergrós Björnsdóttir náði þriðja sætinu í aldursflokki sextán til sautján ára stelpna. 4. ágúst 2023 08:01 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Sjá meira
Hin sextán ára gamla Bergrós var eini Íslendingurinn sem komst á verðlaunapall á heimsleikunum í ár en hún tryggði sér þriðja sætið í flokki sextán til sautján ára stelpna. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Blaðamaður Morning Chalk Up ræddi við hina stórefnilegu Bergrós og fjallaði um baráttu hennar við Wisconsin sólina. Þar er farið sérstaklega yfir aðra greinina þar sem Bergrós fékk hitaslag og hneig niður í miðri keppni. Hún var borin af velli af læknaliði leikanna. „Þetta tók mikinn líkamlegan og andlegan toll af mér og var enn eitt prófið á þrautseigju mína,“ sagði Bergrós í viðtalinu. Bergrós fékk góða aðstoð frá læknaliðinu og tókst að koma sér aftur á lappir. „Þrátt fyrir þetta áfall og krefjandi æfingar þá var ég staðráðin að láta þetta ekki stoppa mig,“ sagði Bergrós. View this post on Instagram A post shared by Bergro s Bjo rnsdo ttir (@bergrosbjornsdottir) Bergrós meiddist líka á baki á heimsleikunum árið áður og var þá frá keppni í nokkra mánuði. Hún komst í gegnum það og sannaði enn á ný hversu andlega sterk hún er. „Ég var svo stolt af því að ég náði að fá laun fyrir allt erfiðið. Ég var stolt af sjálfri mér fyrir að komast í gegnum allt mótlætið sem varð á vegi mínum,“ sagði Bergrós. Bergrós segir líka frá því að hún æfir í CrossFit Reykjavik þrátt fyrir að búa á suðurlandinu. Hún ferðast því í tvo tíma á dag til að geta æft þar. Hún segir að það sé þess virði að fá tækifæri til að æfa með þeim bestu í íþróttinni og fá að læra af þeim. Gott dæmi um það þegar hún og Anníe Mist Þórisdóttir kepptu saman á Reykjavíkurleikunum í vetur. Greinin á Morning Chalk Up vefnum.Morning Chalk Up
CrossFit Tengdar fréttir Bronsstelpan okkar á heimsleikunum þarf á stuðningi að halda Bergrós Björnsdóttir var eini Íslendingurinn á verðlaunapalli á heimsleikunum í ár en hún varð þriðja sæti í flokki sextán til sautján ára stúlkna. 8. ágúst 2023 10:31 Bergrós eftir að hafa nælt í bronsið: „Vildi enda þetta með stæl“ Bergrós Björnsdóttir tryggði sér í gær bronsverðlaun í flokki sextán til sautján ára stelpna á heimsleikum Crossfit sem fram fara í Bandaríkjunum þessa dagana. Þetta er í annað sinn sem Bergrós mætti til leiks á heimsleikum CrossFit og gekk hún í gegnum allan tilfinningaskalann í þetta skipti því strax á fyrsta keppnisdegi lenti hún í erfiðri reynslu. Fékk hitaslag. 5. ágúst 2023 11:01 Hetjuleg frammistaða Bergrósar kom henni á verðlaunapallinn Ísland vann sín fyrstu verðlaun á þessum heimsleikum í CrossFit þegar Bergrós Björnsdóttir náði þriðja sætinu í aldursflokki sextán til sautján ára stelpna. 4. ágúst 2023 08:01 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Sjá meira
Bronsstelpan okkar á heimsleikunum þarf á stuðningi að halda Bergrós Björnsdóttir var eini Íslendingurinn á verðlaunapalli á heimsleikunum í ár en hún varð þriðja sæti í flokki sextán til sautján ára stúlkna. 8. ágúst 2023 10:31
Bergrós eftir að hafa nælt í bronsið: „Vildi enda þetta með stæl“ Bergrós Björnsdóttir tryggði sér í gær bronsverðlaun í flokki sextán til sautján ára stelpna á heimsleikum Crossfit sem fram fara í Bandaríkjunum þessa dagana. Þetta er í annað sinn sem Bergrós mætti til leiks á heimsleikum CrossFit og gekk hún í gegnum allan tilfinningaskalann í þetta skipti því strax á fyrsta keppnisdegi lenti hún í erfiðri reynslu. Fékk hitaslag. 5. ágúst 2023 11:01
Hetjuleg frammistaða Bergrósar kom henni á verðlaunapallinn Ísland vann sín fyrstu verðlaun á þessum heimsleikum í CrossFit þegar Bergrós Björnsdóttir náði þriðja sætinu í aldursflokki sextán til sautján ára stelpna. 4. ágúst 2023 08:01