Pulisic sjóðandi heitur en Mourinho mátti sætta sig við tap Smári Jökull Jónsson skrifar 26. ágúst 2023 21:00 Christian Pulisic kom AC MIlan á bragðið í leiknum í kvöld með sínu öðru marki í jafnmörgum leikjum. Vísir/Getty Fjórir leikir fóru fram í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. AC Milan vann góðan sigur á heimavelli en lærisveinar Jose Mourinho í Roma fóru fýluferð til Verona. Fyrri í dag fóru fram tveir leikir. Frosinone komst á blað í töflunni með góðum heimasigri á Atalanta sem vann sigur á Sassuolo í fyrstu umferðinni. Abdou Harroui og Ilario Monterisi komu Frosinone yfir í fyrri hálfleik og þrátt fyrir að Duvan Zapata hafi náð að minnka muninn snemma í síðari hálfleik komst Atalanta ekki nær en það. 2-1 sigur Frosinone því staðreynd. AC Monza vann góðan 2-0 sigur á Empoli á heimavelli sínum í dag með tveimur mörkum frá Andrea Colpani en bæði lið töpuðu sínum leikjum í fyrstu umferðinni. Í kvöld voru síðan leiknir tveir leikir. AC Milan tók á móti liði Torino á heimavelli og þar var það Christian Pulisic sem skoraði fyrsta markið á 33. mínútu eftir sendingu frá Ruben Loftus-Cheek en báðir komu þeir til Milan frá Chelsea fyrir tímabilið. Pulisic byrjar heldur betur vel á Ítalíu því hann skoraði einnig í fyrsta leik Milan um síðustu helgi. 2 - Christian Pulisic has become the 5th player to score in both of his first two appearances for AC Milan in Serie A in the three points for a win era (since 1994/95), after Oliver Bierhoff, Andriy Shevchenko, Mario Balotelli and Jérémy Ménez. Sprint.#MilanTorino pic.twitter.com/dKX3IAdkSs— OptaPaolo (@OptaPaolo) August 26, 2023 Perr Schuurs jafnaði fyrir Torinu fyrir hlé en undir lok fyrri hálfleiks skoraði Milan tvö mörk. Fyrst skoraði Oliver Giroud af vítapunktinum og Theo Hernandez skoraði þriðja markið örskömmu síðar. Oliver Giroud skoraði annað mark af vítapunktinum á 65. mínútu og kom Milan í 4-1. Það urðu lokatölur kvöldsins og Milan með fullt hús stiga eftir tvær umferðir. Í Verona tóku heimamenn á móti Jose Mourinho og liðsmönnum hans í Roma. Ondrej Duda kom Verona yfir á 4. mínútu og Cyri Ngonge skoraði annað mark leiksins undir lok fyrri hálfleiks og kom Verona í 2-0. Houssem Aouar minnkaði muninn í 2-1 á 56. mínútu en hann var einn þriggja sem kom inn hjá Roma í hálfleik. Isak Hien fékk rautt spjald í liði Verona fyrir að ræna Andrea Belotti upplögðu marktækifæri og Lorenzo Pellegrini skaut í þverslána úr aukaspyrnunni í kjölfarið. Nær komust leikmenn Roma ekki og urðu því að sætta sig við 2-1 tap. Roma gerði 1-1 jafntefli gegn Salernitana í fyrstu umferðinni og því aðeins með eitt stig eftir tvo leiki. Ítalski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Sjá meira
Fyrri í dag fóru fram tveir leikir. Frosinone komst á blað í töflunni með góðum heimasigri á Atalanta sem vann sigur á Sassuolo í fyrstu umferðinni. Abdou Harroui og Ilario Monterisi komu Frosinone yfir í fyrri hálfleik og þrátt fyrir að Duvan Zapata hafi náð að minnka muninn snemma í síðari hálfleik komst Atalanta ekki nær en það. 2-1 sigur Frosinone því staðreynd. AC Monza vann góðan 2-0 sigur á Empoli á heimavelli sínum í dag með tveimur mörkum frá Andrea Colpani en bæði lið töpuðu sínum leikjum í fyrstu umferðinni. Í kvöld voru síðan leiknir tveir leikir. AC Milan tók á móti liði Torino á heimavelli og þar var það Christian Pulisic sem skoraði fyrsta markið á 33. mínútu eftir sendingu frá Ruben Loftus-Cheek en báðir komu þeir til Milan frá Chelsea fyrir tímabilið. Pulisic byrjar heldur betur vel á Ítalíu því hann skoraði einnig í fyrsta leik Milan um síðustu helgi. 2 - Christian Pulisic has become the 5th player to score in both of his first two appearances for AC Milan in Serie A in the three points for a win era (since 1994/95), after Oliver Bierhoff, Andriy Shevchenko, Mario Balotelli and Jérémy Ménez. Sprint.#MilanTorino pic.twitter.com/dKX3IAdkSs— OptaPaolo (@OptaPaolo) August 26, 2023 Perr Schuurs jafnaði fyrir Torinu fyrir hlé en undir lok fyrri hálfleiks skoraði Milan tvö mörk. Fyrst skoraði Oliver Giroud af vítapunktinum og Theo Hernandez skoraði þriðja markið örskömmu síðar. Oliver Giroud skoraði annað mark af vítapunktinum á 65. mínútu og kom Milan í 4-1. Það urðu lokatölur kvöldsins og Milan með fullt hús stiga eftir tvær umferðir. Í Verona tóku heimamenn á móti Jose Mourinho og liðsmönnum hans í Roma. Ondrej Duda kom Verona yfir á 4. mínútu og Cyri Ngonge skoraði annað mark leiksins undir lok fyrri hálfleiks og kom Verona í 2-0. Houssem Aouar minnkaði muninn í 2-1 á 56. mínútu en hann var einn þriggja sem kom inn hjá Roma í hálfleik. Isak Hien fékk rautt spjald í liði Verona fyrir að ræna Andrea Belotti upplögðu marktækifæri og Lorenzo Pellegrini skaut í þverslána úr aukaspyrnunni í kjölfarið. Nær komust leikmenn Roma ekki og urðu því að sætta sig við 2-1 tap. Roma gerði 1-1 jafntefli gegn Salernitana í fyrstu umferðinni og því aðeins með eitt stig eftir tvo leiki.
Ítalski boltinn Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Sjá meira