Hneykslaður á framferði aðgerðarsinna eftir útleigu til Samtakanna 22 Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. ágúst 2023 17:23 Miðflokkurinn var sá eini á Alþingi á sínum tíma sem talaði gegn frumvarpi um kynrænt sjálfsræði. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson þingmaður segist hneykslaður á framferði aðgerðasinna þegar í ljós kom að Miðflokkurinn hugðist leigja húsnæði sitt undir málþing Samtakanna 22, sem oft hafa verið sökuð um transfóbíu. Hann greinir frá þessu í skoðanapistli sem birtist á vef breska íhaldsblaðsins The Spectator og ber titilinn Svona tók trans hugmyndafræði yfir Ísland. Hann byrjar greinina á að segja frá því þegar hann hugðist leigja sal flokksins út til Samtakanna 22, hagsmunasamtaka samkynhneigðra og tvíkynhneigða. Samtökin, sem áður hétu LGB teymið, hafa verið sökuð um transfóbíu á samfélagsmiðlum og hafa meðal annars kallað hinseginhreyfinguna á Íslandi öfgafulla. Samþykkti að leigja út salinn Sigmundur segist hafa fengið símtal frá einum skipuleggjenda málþings, sem samtökin ætluðu að halda morguninn eftir, og samþykkt að leigja þeim út salinn undir málþingið. Athygli vakti að málþing Samtakanna 22 var skipulagt á sama tíma og Gleðigangan stóð yfir. Áherslumál gleðigöngunnar þetta árið var málstaður trans fólks. Bæði Þjóðminjasafnið og Reiðhöllin höfðu þá hætt við útleigu á sölum sínum til samtakanna eftir að hafa komist að því fyrir hverju þau stæðu. „Síðar komst ég að því að um leið og auglýst var að þingið yrði í salnum okkar höfðu meðlimir flokksins verið kaffærðir í símtölum frá aktívistum að biðja þá um að aflýsa viðburðinum,“ skrifar Sigmundur. „Hvað vildu þessir aktívistar að við myndum gera, banna samtökum sem berjast fyrir réttindum samkynhneigðra að leigja salinn?“ skrifar hann jafnframt. „Hvers vegna fannst stærstu LGBTQIA+ samtökum Íslands, sem fá töluverðan styrk úr ríkissjóði og hefur það verkefni að fræða börn, mikilvægt að koma í veg fyrir að LGB samtök fengju að funda?“ Þá segist hann hneykslaður á framferði hinsegin samtakanna sem mótmæltu því að málþingið yrði haldið. „Hvernig komumst við á þann stað að opinberum stofnunum og stjórnmálaflokkum sé hótað fyrir að hýsa viðburð þar sem mannréttindamál eru rædd?“ skrifar Sigmundur. Fjöldi fordæmdi samtökin Hópur tæplega þrjú hundruð samkynhneigðra Íslendinga steig fram fyrr á árinu og lýsti því yfir að Samtökin 22 væru ekki í þeirra nafni. Þá fordæmdu þau að vísað yrði til samtakanna sem hagsmunasamtaka samkynhneigðra. Í greininni segir Sigmundur líka frá því að Miðflokkurinn sé sá eini á Alþingi sem þori að gagnrýna frumvörp sem snúi að trans fólki og nefnir þar frumvarpið um kynrænt sjálfræði sem samþykkt var á Alþingi sumarið 2019. Miðflokkurinn var eini flokkurinn sem mótmælti frumvarpinu og sagði Sigmundur það ómanneskjulegt og fornaldarlegt öfgamál. Frumvarpið var samþykkt með 45 atkvæðum þingmanna en fimmtán voru fjarstaddir þegar atkvæðagreiðslan fór fram. Þrír þingmenn Miðflokksins voru fjarstaddir en aðrir þingmenn flokksins sátu hjá. Þingkona lýsti orðræðu Miðflokksins um frumvarpið eins og að tala við menn sem væru að stíga út úr tímavél. Í greininni á The Spectator segist Sigmundur þó einungis hafa verið að spyrja spurninga meðan hann brýndi mikilvægi þess að vernda réttindi trans fólks. Loks veltir hann því upp hvernig hann komst á þann stað að hann „þurfi að afsaka“ sína skuldbindingu við tjáningarfrelsi. Hann sé þó alltaf tilbúinn að læra. „Svo virðist sem í nútímastjórnmálum getir þú allt í einu talist ofstækisfullur fyrir það eitt að segja það sem allir töldu rétt fyrir nokkrum árum,“ endar hann á að segja. Málefni trans fólks Hinsegin Miðflokkurinn Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Fleiri fréttir Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Sjá meira
Hann greinir frá þessu í skoðanapistli sem birtist á vef breska íhaldsblaðsins The Spectator og ber titilinn Svona tók trans hugmyndafræði yfir Ísland. Hann byrjar greinina á að segja frá því þegar hann hugðist leigja sal flokksins út til Samtakanna 22, hagsmunasamtaka samkynhneigðra og tvíkynhneigða. Samtökin, sem áður hétu LGB teymið, hafa verið sökuð um transfóbíu á samfélagsmiðlum og hafa meðal annars kallað hinseginhreyfinguna á Íslandi öfgafulla. Samþykkti að leigja út salinn Sigmundur segist hafa fengið símtal frá einum skipuleggjenda málþings, sem samtökin ætluðu að halda morguninn eftir, og samþykkt að leigja þeim út salinn undir málþingið. Athygli vakti að málþing Samtakanna 22 var skipulagt á sama tíma og Gleðigangan stóð yfir. Áherslumál gleðigöngunnar þetta árið var málstaður trans fólks. Bæði Þjóðminjasafnið og Reiðhöllin höfðu þá hætt við útleigu á sölum sínum til samtakanna eftir að hafa komist að því fyrir hverju þau stæðu. „Síðar komst ég að því að um leið og auglýst var að þingið yrði í salnum okkar höfðu meðlimir flokksins verið kaffærðir í símtölum frá aktívistum að biðja þá um að aflýsa viðburðinum,“ skrifar Sigmundur. „Hvað vildu þessir aktívistar að við myndum gera, banna samtökum sem berjast fyrir réttindum samkynhneigðra að leigja salinn?“ skrifar hann jafnframt. „Hvers vegna fannst stærstu LGBTQIA+ samtökum Íslands, sem fá töluverðan styrk úr ríkissjóði og hefur það verkefni að fræða börn, mikilvægt að koma í veg fyrir að LGB samtök fengju að funda?“ Þá segist hann hneykslaður á framferði hinsegin samtakanna sem mótmæltu því að málþingið yrði haldið. „Hvernig komumst við á þann stað að opinberum stofnunum og stjórnmálaflokkum sé hótað fyrir að hýsa viðburð þar sem mannréttindamál eru rædd?“ skrifar Sigmundur. Fjöldi fordæmdi samtökin Hópur tæplega þrjú hundruð samkynhneigðra Íslendinga steig fram fyrr á árinu og lýsti því yfir að Samtökin 22 væru ekki í þeirra nafni. Þá fordæmdu þau að vísað yrði til samtakanna sem hagsmunasamtaka samkynhneigðra. Í greininni segir Sigmundur líka frá því að Miðflokkurinn sé sá eini á Alþingi sem þori að gagnrýna frumvörp sem snúi að trans fólki og nefnir þar frumvarpið um kynrænt sjálfræði sem samþykkt var á Alþingi sumarið 2019. Miðflokkurinn var eini flokkurinn sem mótmælti frumvarpinu og sagði Sigmundur það ómanneskjulegt og fornaldarlegt öfgamál. Frumvarpið var samþykkt með 45 atkvæðum þingmanna en fimmtán voru fjarstaddir þegar atkvæðagreiðslan fór fram. Þrír þingmenn Miðflokksins voru fjarstaddir en aðrir þingmenn flokksins sátu hjá. Þingkona lýsti orðræðu Miðflokksins um frumvarpið eins og að tala við menn sem væru að stíga út úr tímavél. Í greininni á The Spectator segist Sigmundur þó einungis hafa verið að spyrja spurninga meðan hann brýndi mikilvægi þess að vernda réttindi trans fólks. Loks veltir hann því upp hvernig hann komst á þann stað að hann „þurfi að afsaka“ sína skuldbindingu við tjáningarfrelsi. Hann sé þó alltaf tilbúinn að læra. „Svo virðist sem í nútímastjórnmálum getir þú allt í einu talist ofstækisfullur fyrir það eitt að segja það sem allir töldu rétt fyrir nokkrum árum,“ endar hann á að segja.
Málefni trans fólks Hinsegin Miðflokkurinn Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Fleiri fréttir Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Sjá meira
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent