Annar krísufundur framundan hjá Spánverjum Smári Jökull Jónsson skrifar 27. ágúst 2023 21:31 Þeir kumpánar Jorge Vilda, landsliðsþjálfari Spánar, og Luis Rubiales, forseti knattspyrnusambands Spánar, brosa í gegnum tárin. Vísir/Getty Spænska knattspyrnusambandið hefur boðað til annars krísufundar á morgun vegna málefna forsetans Luis Rubiales. Forsetinn neitar að hætta en FIFA hefur dæmt hann í þriggja mánaða bann. Annar krísufundur spænska knattspyrnusambandsins á aðeins nokkrum dögum hefur verið boðaður á morgun. Forseti sambandsins hefur neitað að hætta þó FIFA hafi dæmt hann í þriggja mánaða bann og nú hefur þjálfari heimsmeistaraliðs Spánar gefið út yfirlýsingu þar sem hann gagnrýnir formanninn. Þá er nær allt starfslið landsliðsins hætt störfum. Búist var við því að Rubiales myndi segja af sér á fundi sambandsins á föstudag en í stað þess hélt hann eldræðu og sagði að málið væru nornavæðar falskra femínista. Upphaf málsins er þegar Rubiales kyssti Jenni Hermoso leikmann Spánar á munninn eftir úrslitaleik Spánar og Englands á heimsmeistaramótinu. Starfandi forseti sambandsins Pedro Rocha boðaði til fundarins á morgun til að „meta stöðuna sem sambandið er í“ og skoða „hvaða ákvarðanir og aðgerðir þarf að ræða,“ sagði talsmaður hans í dag. Þá hefur verið boðað til innri rannsóknar þar sem ferli sambandsins vegna kynferðislegar áreitni hefur verið virkjað. Maria Dolores Martinez Madrona, sem stýra mun rannsókninni, sagði að hún krefðist þess að einkalíf og virðing allra þeirra sem að málinu kæmi væri virt. Þjálfarinn breytir um kúrs Þá hafa styrktaraðilar sambandsins stigið fram og gagnrýnt hegðun Rubiales. Flugfélagið Iberia sagði í yfirlýsingu að fyrirtækið styddi viðeigandi ráðstafanir sem gripið væri til til að tryggja réttindi íþróttamanna- og kvenna. Á leikjum í spænsku úrvalsdeildinni fékk Hermoso stuðnings frá ýmsum liðum og þá var klappað fyrir henni á leik Atletico Madrid og AC Milan sem fram fór í gær. Allt starfsfólk landsliðsins hætti störfum á föstudag til að mótmæla því að Rubiales ætlaði sér að sitja áfram. Að undanskildum þjálfaranum Jorge Vilda. Vilda gerði lítið úr atvikinu eftir úrslitaleikinn í upphafi og hefur verið talinn í stuðningsmannahópi Rubiales. Í dag gaf hann hins vegar út yfirlýsingu þar sem hann gagnrýndi yfirmann sinn. „Atburðirnir sem hafa átt sér stað eftir að Spánn vann heimsmeistaratitilinn hafa verið algjör vitleysa og hafa skapað fordæmalausar aðstæður og skyggt á verðskuldaðan sigur leikmanna okkar og þjóðar.“ „Ég harma að sigur spænska kvennalandsliðsins hafi fallið í skuggann af óviðeigandi hegðun forseta sambandsins. Það er enginn vafi á að þetta er óásættanlegt og endurspeglar á engan hátt þau gildi sem ég berst fyrir í mínu lífi, í íþrótt og knattspyrnu almennt.“ Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Annar krísufundur spænska knattspyrnusambandsins á aðeins nokkrum dögum hefur verið boðaður á morgun. Forseti sambandsins hefur neitað að hætta þó FIFA hafi dæmt hann í þriggja mánaða bann og nú hefur þjálfari heimsmeistaraliðs Spánar gefið út yfirlýsingu þar sem hann gagnrýnir formanninn. Þá er nær allt starfslið landsliðsins hætt störfum. Búist var við því að Rubiales myndi segja af sér á fundi sambandsins á föstudag en í stað þess hélt hann eldræðu og sagði að málið væru nornavæðar falskra femínista. Upphaf málsins er þegar Rubiales kyssti Jenni Hermoso leikmann Spánar á munninn eftir úrslitaleik Spánar og Englands á heimsmeistaramótinu. Starfandi forseti sambandsins Pedro Rocha boðaði til fundarins á morgun til að „meta stöðuna sem sambandið er í“ og skoða „hvaða ákvarðanir og aðgerðir þarf að ræða,“ sagði talsmaður hans í dag. Þá hefur verið boðað til innri rannsóknar þar sem ferli sambandsins vegna kynferðislegar áreitni hefur verið virkjað. Maria Dolores Martinez Madrona, sem stýra mun rannsókninni, sagði að hún krefðist þess að einkalíf og virðing allra þeirra sem að málinu kæmi væri virt. Þjálfarinn breytir um kúrs Þá hafa styrktaraðilar sambandsins stigið fram og gagnrýnt hegðun Rubiales. Flugfélagið Iberia sagði í yfirlýsingu að fyrirtækið styddi viðeigandi ráðstafanir sem gripið væri til til að tryggja réttindi íþróttamanna- og kvenna. Á leikjum í spænsku úrvalsdeildinni fékk Hermoso stuðnings frá ýmsum liðum og þá var klappað fyrir henni á leik Atletico Madrid og AC Milan sem fram fór í gær. Allt starfsfólk landsliðsins hætti störfum á föstudag til að mótmæla því að Rubiales ætlaði sér að sitja áfram. Að undanskildum þjálfaranum Jorge Vilda. Vilda gerði lítið úr atvikinu eftir úrslitaleikinn í upphafi og hefur verið talinn í stuðningsmannahópi Rubiales. Í dag gaf hann hins vegar út yfirlýsingu þar sem hann gagnrýndi yfirmann sinn. „Atburðirnir sem hafa átt sér stað eftir að Spánn vann heimsmeistaratitilinn hafa verið algjör vitleysa og hafa skapað fordæmalausar aðstæður og skyggt á verðskuldaðan sigur leikmanna okkar og þjóðar.“ „Ég harma að sigur spænska kvennalandsliðsins hafi fallið í skuggann af óviðeigandi hegðun forseta sambandsins. Það er enginn vafi á að þetta er óásættanlegt og endurspeglar á engan hátt þau gildi sem ég berst fyrir í mínu lífi, í íþrótt og knattspyrnu almennt.“
Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira