Í síðasta þætti var farið vel yfir mataræði fólks og hvað sé hollt og hvað sé mögulega ekki eins hollt.
Í hverjum þætti svara sérfræðingar spurningum og fræða um efnið á mannamáli. Í gegnum þáttaröðina er fylgt eftir sjö einstaklingum sem taka þátt í heilsuáskorun og fá áhorfendur að hvaða hindrunum þeir lenda í við að tileinka sér heilbrigðari lífsstíl.
Guðríður Erla Torfadóttir, betur þekkt sem Gurrý, er umsjónamaður þáttanna.
Hópurinn fór allur saman í matvöruverslun og höfðu þau aðeins tíu mínútur til að versla hollt í matinn og áttu þau að finna ákveðnar vörur í hverjum fæðuflokki. Hér að neðan má sjá hvernig til tókst.