Vitni að dýraháska hafi tilkynningar- og hjálparskyldu Kristinn Haukur Guðnason skrifar 30. ágúst 2023 11:04 Fimm kindur hafa rekið á fjöru í Vatnsfirði. Samsett. Facebook/Reykhólahreppur Héraðsdýralæknir hjá Matvælastofnun segir að fólk hafi tilkynningar- og hjálparskyldu þegar það sér dýr í háska. Tilkynning hefur borist um kindadauðann í Vatnsfirði. „Þetta er hlutur sem getur gerst. Það eru sumar kindur sem skila sér ekki af fjalli að hausti. Það getur verið að þær hafi farið í sjóinn eða fallið fyrir björg eða lenda í skurðum,“ segir Daníel Haraldsson, héraðsdýralæknir í norðvesturumdæmi. Eins og Vísir greindi frá í vikunni hefur Sveinn Viðarsson á Hvammi í Vatnsfirði á sunnanverðum Vestfjörðum séð fimm dauðar kindur reka á land á einni viku. En þær fara langt út á sker í fjöru en lenda í sjálfheldu þegar flæðir að. Eigandinn er Jóhann Pétur Ágústsson á Brjánslæk. Lausaganga víða við strandlengjuna Daníel segir að ef kindur fara ítrekað í sjóinn á einhverjum stað er farið í að athuga landfræðilegar aðstæður. Matvælastofnun hafi ekki borist næg gögn til að fara í neinar slíkar athuganir á þessum stað. „Okkur er ekki kunnugt um að þetta sé viðvarandi vandamál þarna,“ segir Daníel og að víða sé aukin hætta á þessu. „Lausaganga sauðfjár á sér stað með fram stórum hluta strandlengjunnar og svona aðstæður eru mjög víða. Svo sem hjá fé sem er í fjörubeit eða í eyjum. Það kemur fyrir að þær festast á blindskeri og eru ekkert voða glúrnar að koma sér frá því ef það flæðir að þeim.“ Það sama gildir um annað búfé, svo sem nautgripi eða hross, og jafn vel fólk. „Það er einhver hætta fólgin í þessu fyrir alla, þegar aðstæður eru svona,“ segir hann. Skylt að tilkynna eða hjálpa Matvælastofnun barst tilkynning frá óviðkomandi aðila vegna færslu á Facebook þar sem þetta mál hefur verið til umræðu. Daníel ítrekar að vitni hafa tilkynningarskyldu að gera eiganda eða bónda viðvart um dýr í háska. Ef ekki sé vitað hver eigi dýrið þá eigi að tilkynna það lögreglu. Daníel segir einnig að fólk hafi björgunarskyldu þegar dýr séu í háska en þurfi ekki að setja sig í hættu þó. „Ef þetta hefði verið hnédjúpt og maður með fulla heilsu hefði honum borið skylda til að hjálpa,“ segir Daníel um kindur sem lenda í hrakningum sem þessum. Línan sé þó ekki svarthvít. Vesturbyggð Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Sjá meira
„Þetta er hlutur sem getur gerst. Það eru sumar kindur sem skila sér ekki af fjalli að hausti. Það getur verið að þær hafi farið í sjóinn eða fallið fyrir björg eða lenda í skurðum,“ segir Daníel Haraldsson, héraðsdýralæknir í norðvesturumdæmi. Eins og Vísir greindi frá í vikunni hefur Sveinn Viðarsson á Hvammi í Vatnsfirði á sunnanverðum Vestfjörðum séð fimm dauðar kindur reka á land á einni viku. En þær fara langt út á sker í fjöru en lenda í sjálfheldu þegar flæðir að. Eigandinn er Jóhann Pétur Ágústsson á Brjánslæk. Lausaganga víða við strandlengjuna Daníel segir að ef kindur fara ítrekað í sjóinn á einhverjum stað er farið í að athuga landfræðilegar aðstæður. Matvælastofnun hafi ekki borist næg gögn til að fara í neinar slíkar athuganir á þessum stað. „Okkur er ekki kunnugt um að þetta sé viðvarandi vandamál þarna,“ segir Daníel og að víða sé aukin hætta á þessu. „Lausaganga sauðfjár á sér stað með fram stórum hluta strandlengjunnar og svona aðstæður eru mjög víða. Svo sem hjá fé sem er í fjörubeit eða í eyjum. Það kemur fyrir að þær festast á blindskeri og eru ekkert voða glúrnar að koma sér frá því ef það flæðir að þeim.“ Það sama gildir um annað búfé, svo sem nautgripi eða hross, og jafn vel fólk. „Það er einhver hætta fólgin í þessu fyrir alla, þegar aðstæður eru svona,“ segir hann. Skylt að tilkynna eða hjálpa Matvælastofnun barst tilkynning frá óviðkomandi aðila vegna færslu á Facebook þar sem þetta mál hefur verið til umræðu. Daníel ítrekar að vitni hafa tilkynningarskyldu að gera eiganda eða bónda viðvart um dýr í háska. Ef ekki sé vitað hver eigi dýrið þá eigi að tilkynna það lögreglu. Daníel segir einnig að fólk hafi björgunarskyldu þegar dýr séu í háska en þurfi ekki að setja sig í hættu þó. „Ef þetta hefði verið hnédjúpt og maður með fulla heilsu hefði honum borið skylda til að hjálpa,“ segir Daníel um kindur sem lenda í hrakningum sem þessum. Línan sé þó ekki svarthvít.
Vesturbyggð Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Sjá meira