Vitni að dýraháska hafi tilkynningar- og hjálparskyldu Kristinn Haukur Guðnason skrifar 30. ágúst 2023 11:04 Fimm kindur hafa rekið á fjöru í Vatnsfirði. Samsett. Facebook/Reykhólahreppur Héraðsdýralæknir hjá Matvælastofnun segir að fólk hafi tilkynningar- og hjálparskyldu þegar það sér dýr í háska. Tilkynning hefur borist um kindadauðann í Vatnsfirði. „Þetta er hlutur sem getur gerst. Það eru sumar kindur sem skila sér ekki af fjalli að hausti. Það getur verið að þær hafi farið í sjóinn eða fallið fyrir björg eða lenda í skurðum,“ segir Daníel Haraldsson, héraðsdýralæknir í norðvesturumdæmi. Eins og Vísir greindi frá í vikunni hefur Sveinn Viðarsson á Hvammi í Vatnsfirði á sunnanverðum Vestfjörðum séð fimm dauðar kindur reka á land á einni viku. En þær fara langt út á sker í fjöru en lenda í sjálfheldu þegar flæðir að. Eigandinn er Jóhann Pétur Ágústsson á Brjánslæk. Lausaganga víða við strandlengjuna Daníel segir að ef kindur fara ítrekað í sjóinn á einhverjum stað er farið í að athuga landfræðilegar aðstæður. Matvælastofnun hafi ekki borist næg gögn til að fara í neinar slíkar athuganir á þessum stað. „Okkur er ekki kunnugt um að þetta sé viðvarandi vandamál þarna,“ segir Daníel og að víða sé aukin hætta á þessu. „Lausaganga sauðfjár á sér stað með fram stórum hluta strandlengjunnar og svona aðstæður eru mjög víða. Svo sem hjá fé sem er í fjörubeit eða í eyjum. Það kemur fyrir að þær festast á blindskeri og eru ekkert voða glúrnar að koma sér frá því ef það flæðir að þeim.“ Það sama gildir um annað búfé, svo sem nautgripi eða hross, og jafn vel fólk. „Það er einhver hætta fólgin í þessu fyrir alla, þegar aðstæður eru svona,“ segir hann. Skylt að tilkynna eða hjálpa Matvælastofnun barst tilkynning frá óviðkomandi aðila vegna færslu á Facebook þar sem þetta mál hefur verið til umræðu. Daníel ítrekar að vitni hafa tilkynningarskyldu að gera eiganda eða bónda viðvart um dýr í háska. Ef ekki sé vitað hver eigi dýrið þá eigi að tilkynna það lögreglu. Daníel segir einnig að fólk hafi björgunarskyldu þegar dýr séu í háska en þurfi ekki að setja sig í hættu þó. „Ef þetta hefði verið hnédjúpt og maður með fulla heilsu hefði honum borið skylda til að hjálpa,“ segir Daníel um kindur sem lenda í hrakningum sem þessum. Línan sé þó ekki svarthvít. Vesturbyggð Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira
„Þetta er hlutur sem getur gerst. Það eru sumar kindur sem skila sér ekki af fjalli að hausti. Það getur verið að þær hafi farið í sjóinn eða fallið fyrir björg eða lenda í skurðum,“ segir Daníel Haraldsson, héraðsdýralæknir í norðvesturumdæmi. Eins og Vísir greindi frá í vikunni hefur Sveinn Viðarsson á Hvammi í Vatnsfirði á sunnanverðum Vestfjörðum séð fimm dauðar kindur reka á land á einni viku. En þær fara langt út á sker í fjöru en lenda í sjálfheldu þegar flæðir að. Eigandinn er Jóhann Pétur Ágústsson á Brjánslæk. Lausaganga víða við strandlengjuna Daníel segir að ef kindur fara ítrekað í sjóinn á einhverjum stað er farið í að athuga landfræðilegar aðstæður. Matvælastofnun hafi ekki borist næg gögn til að fara í neinar slíkar athuganir á þessum stað. „Okkur er ekki kunnugt um að þetta sé viðvarandi vandamál þarna,“ segir Daníel og að víða sé aukin hætta á þessu. „Lausaganga sauðfjár á sér stað með fram stórum hluta strandlengjunnar og svona aðstæður eru mjög víða. Svo sem hjá fé sem er í fjörubeit eða í eyjum. Það kemur fyrir að þær festast á blindskeri og eru ekkert voða glúrnar að koma sér frá því ef það flæðir að þeim.“ Það sama gildir um annað búfé, svo sem nautgripi eða hross, og jafn vel fólk. „Það er einhver hætta fólgin í þessu fyrir alla, þegar aðstæður eru svona,“ segir hann. Skylt að tilkynna eða hjálpa Matvælastofnun barst tilkynning frá óviðkomandi aðila vegna færslu á Facebook þar sem þetta mál hefur verið til umræðu. Daníel ítrekar að vitni hafa tilkynningarskyldu að gera eiganda eða bónda viðvart um dýr í háska. Ef ekki sé vitað hver eigi dýrið þá eigi að tilkynna það lögreglu. Daníel segir einnig að fólk hafi björgunarskyldu þegar dýr séu í háska en þurfi ekki að setja sig í hættu þó. „Ef þetta hefði verið hnédjúpt og maður með fulla heilsu hefði honum borið skylda til að hjálpa,“ segir Daníel um kindur sem lenda í hrakningum sem þessum. Línan sé þó ekki svarthvít.
Vesturbyggð Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fleiri fréttir Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Sjá meira