Óljóst hversu margir fórust í eldunum á Maui Kjartan Kjartansson skrifar 30. ágúst 2023 12:07 Brunarústir Lahaina á Maui, tveimur vikum eftir mannskæðustu gróðurelda Bandaríkjanna í meira en öld. AP/Jae C. Hong Leit að fórnarlömbum gróðureldanna á Maui á Havaí er við það að ljúka. Enn er þó óljóst hversu margir fórust. Leitarflokkar eru taldir hafa fundið allar þær líkamsleifar sem hægt er að finna. Staðfest er að 115 manns hafi farist í eldunum sem brenndu meðal annars Lahaina, sögufrægan ferðamannastað, til kaldra kola. Ekki er vitað með vissu hversu marga er enn saknað. Lögreglan á Maui er með 110 tilkynningar um fólk sem er saknað en fleiri en fimmtíu eru í virkri rannsókn, að sögn AP-fréttastofunnar. Búið er að bera kennsla á 45 þeirra látnu. Rannsakendur hafa safnað erfðaefni úr 120 manns til þess að bera kennsl á fleiri líkamsleifar. Leit að líkamsleifum er að mestu leyti lokið. Búið er að leita á öllu leitarsvæðinu á landi. Leit stendur enn yfir í sjónum fyrir utan Lahaina. Vitað er að fólk stakk sér út í Kyrrahafið til þess að komast undan eldinum og reyknum. „Við höfum nærri því lokið leitar- og söfnunarverkefninu alveg og snúum okkur að næsta skrefi,“ segir Darryl Oliveira, starfandi yfirmaður almannavarna Maui. Næstu skref er að fjarlægja hættulegan úrgang á hamfarasvæðinu svo íbúar geti snúið aftur til síns heima. Bandaríska umhverfisstofnunin telur að það gæti tekið fleiri mánuði. Á meðal eiturefna á svæðinu eru málning, skordýraeitur og rafhlöður. Sérfræðingar stofnunarinnar ætla að fara með fjölda sólarrafhlaða í Lahaina eins og ósprungnar sprengjur. Bandaríkin Náttúruhamfarir Gróðureldar Tengdar fréttir Fleiri hundraða enn saknað eftir gróðureldana á Maui Sveitarstjóri á Maui á Havaíeyjum segir að 850 manns sé enn saknað eftir gróðureldana sem ollu hörmungum á eyjunni í síðustu viku. Joe Biden Bandaríkjaforseti og eingkona hans ætla að kynna sér hamfarasvæðið í dag. 21. ágúst 2023 15:32 Yfirmaður almannavarna í Maui segir af sér Yfirmaður almannavarna á Maui hefur sagt starfi sínu lausu nokkrum dögum eftir að hafa varið ákvörðun sína um að kveikja ekki á viðvörunarsírenum þegar gróðureldar dreifðu sér um eyjuna. Íbúar Maui eru verulega ósáttir að sírenurnar hafi ekki hljóðað. 18. ágúst 2023 07:17 Byrja að bera kennsl á þau látnu á Maui Tala látinna í gróðureldunum á Maui náði 106 manns í gær. Yfirvöld eru nú byrjuð að gefa út nöfn á þeim látnu sem hægt hefur verið að bera kennsl á til þessa. Vísbendingar eru komnar fram um að eldarnir kunni að hafa kviknað út frá raflínu í hvassviðri í síðustu viku. 16. ágúst 2023 08:23 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Sjá meira
Staðfest er að 115 manns hafi farist í eldunum sem brenndu meðal annars Lahaina, sögufrægan ferðamannastað, til kaldra kola. Ekki er vitað með vissu hversu marga er enn saknað. Lögreglan á Maui er með 110 tilkynningar um fólk sem er saknað en fleiri en fimmtíu eru í virkri rannsókn, að sögn AP-fréttastofunnar. Búið er að bera kennsla á 45 þeirra látnu. Rannsakendur hafa safnað erfðaefni úr 120 manns til þess að bera kennsl á fleiri líkamsleifar. Leit að líkamsleifum er að mestu leyti lokið. Búið er að leita á öllu leitarsvæðinu á landi. Leit stendur enn yfir í sjónum fyrir utan Lahaina. Vitað er að fólk stakk sér út í Kyrrahafið til þess að komast undan eldinum og reyknum. „Við höfum nærri því lokið leitar- og söfnunarverkefninu alveg og snúum okkur að næsta skrefi,“ segir Darryl Oliveira, starfandi yfirmaður almannavarna Maui. Næstu skref er að fjarlægja hættulegan úrgang á hamfarasvæðinu svo íbúar geti snúið aftur til síns heima. Bandaríska umhverfisstofnunin telur að það gæti tekið fleiri mánuði. Á meðal eiturefna á svæðinu eru málning, skordýraeitur og rafhlöður. Sérfræðingar stofnunarinnar ætla að fara með fjölda sólarrafhlaða í Lahaina eins og ósprungnar sprengjur.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Gróðureldar Tengdar fréttir Fleiri hundraða enn saknað eftir gróðureldana á Maui Sveitarstjóri á Maui á Havaíeyjum segir að 850 manns sé enn saknað eftir gróðureldana sem ollu hörmungum á eyjunni í síðustu viku. Joe Biden Bandaríkjaforseti og eingkona hans ætla að kynna sér hamfarasvæðið í dag. 21. ágúst 2023 15:32 Yfirmaður almannavarna í Maui segir af sér Yfirmaður almannavarna á Maui hefur sagt starfi sínu lausu nokkrum dögum eftir að hafa varið ákvörðun sína um að kveikja ekki á viðvörunarsírenum þegar gróðureldar dreifðu sér um eyjuna. Íbúar Maui eru verulega ósáttir að sírenurnar hafi ekki hljóðað. 18. ágúst 2023 07:17 Byrja að bera kennsl á þau látnu á Maui Tala látinna í gróðureldunum á Maui náði 106 manns í gær. Yfirvöld eru nú byrjuð að gefa út nöfn á þeim látnu sem hægt hefur verið að bera kennsl á til þessa. Vísbendingar eru komnar fram um að eldarnir kunni að hafa kviknað út frá raflínu í hvassviðri í síðustu viku. 16. ágúst 2023 08:23 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Sjá meira
Fleiri hundraða enn saknað eftir gróðureldana á Maui Sveitarstjóri á Maui á Havaíeyjum segir að 850 manns sé enn saknað eftir gróðureldana sem ollu hörmungum á eyjunni í síðustu viku. Joe Biden Bandaríkjaforseti og eingkona hans ætla að kynna sér hamfarasvæðið í dag. 21. ágúst 2023 15:32
Yfirmaður almannavarna í Maui segir af sér Yfirmaður almannavarna á Maui hefur sagt starfi sínu lausu nokkrum dögum eftir að hafa varið ákvörðun sína um að kveikja ekki á viðvörunarsírenum þegar gróðureldar dreifðu sér um eyjuna. Íbúar Maui eru verulega ósáttir að sírenurnar hafi ekki hljóðað. 18. ágúst 2023 07:17
Byrja að bera kennsl á þau látnu á Maui Tala látinna í gróðureldunum á Maui náði 106 manns í gær. Yfirvöld eru nú byrjuð að gefa út nöfn á þeim látnu sem hægt hefur verið að bera kennsl á til þessa. Vísbendingar eru komnar fram um að eldarnir kunni að hafa kviknað út frá raflínu í hvassviðri í síðustu viku. 16. ágúst 2023 08:23