Hagnaður Sýnar á fyrri hluta árs eykst Atli Ísleifsson skrifar 30. ágúst 2023 12:02 Yngvi Halldórsson, forstjóri Sýnar, segir að rekstrarhagnaður haldi áfram að vaxa í takt við áætlanir. Sýn Rekstrarhagnaður Sýnar hf nam 1.002 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins og jókst um 39 prósent á milli ára. Rekstrarhagnaður á öðrum ársfjórðungi var 574 milljónir króna samanborið við 322 milljónir á fyrra ári. Þá nam hagnaður eftir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins 483 milljónum króna samanborið við 273 milljónir króna á sama tímabili árið 2022. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu til Kauphallar en árshlutareikningur samstæðu Sýnar hf. fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2023 var samþykktur á stjórnarfundi í gær. Niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins beðið Í tilkynningunni kemur fram að vænta megi niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins vegna kaupa Ljósleiðarans á stofnneti Sýnar ekki síðar en 28. september, en umsamið kaupverð er þrír milljarðar króna. „Sölutorgið Bland.is var nýverið keypt. Í október má búast við niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins vegna kaupa á öllu hlutafé Eignarhaldsfélagsins Njálu, móðurfélagi Já hf., sem rekur vefsíðuna ja.is. Með kaupunum á Já og Bland verður til ný tekjustoð í rekstri Sýnar, verslun og vöruleit, auk þess sem auglýsingaplássum á vefmiðlum Sýnar fjölgar til muna. Afkomuspá vegna ársins 2023 er óbreytt, EBIT 2.200 m.kr. til 2.500 m.kr. án einskiptishagnaðar vegna sölu stofnnets,“ segir í tilkynningunni. Vex í takt við áætlanir Haft eftir Yngva Halldórssyni, forstjóra Sýnar, að rekstrarhagnaður haldi áfram að vaxa í takt við áætlanir. „Við sjáum líka ágætan takt í tekjum í kjarnastarfsemi þótt beinn samanburður sé erfiður við fyrra ár vegna óreglulegra tekna. Einkar ánægjulegt er að sjá sterkan tekjuvöxt og framlegðaraukningu í auglýsingatekjum og reiki, auk þess að áfram er góður gangur í fjarskiptum fyrirtækja. Við höfum undanfarið gert mjög góða samninga sem munu styrkja félagið þegar fram líða stundir. Í fyrirtækjakaupum þá keyptum við Já en sá samruni er í meðhöndlun hjá SKE. Einnig keyptum við sölutorgið Bland.is sem við höfum nú þegar fengið afhent. Við sjáum mikil tækifæri í auglýsingum og annarri þjónustu á vefmiðlum og eru þessi kaup liður í því. Við gerðum tímamótasamning við Viaplay og með þeim samningi er Vodafone með einkarétt á sölu á Viaplay vörunum í vöndli við aðrar vörur. Með þessu erum við meðal annars að einfalda líf sport áhugamanna með lækkun á heildarkostnaði heimila. Nú í ágúst setti Vodafone í loftið fjölbreytta fjarskipta- og afþreyingarpakka sem henta öllum gerðum af heimilum. Viðtökur viðskiptavina hafa verið mjög góðar og er stefnan sett á aukningu í markaðshlutdeild í kjarnastarfsemi á næstu mánuðum,“ er haft eftir Yngva. Vísir er í eigu Sýnar. Sýn Fjölmiðlar Fjarskipti Kauphöllin Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Sjá meira
Þá nam hagnaður eftir skatta á fyrstu sex mánuðum ársins 483 milljónum króna samanborið við 273 milljónir króna á sama tímabili árið 2022. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu til Kauphallar en árshlutareikningur samstæðu Sýnar hf. fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2023 var samþykktur á stjórnarfundi í gær. Niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins beðið Í tilkynningunni kemur fram að vænta megi niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins vegna kaupa Ljósleiðarans á stofnneti Sýnar ekki síðar en 28. september, en umsamið kaupverð er þrír milljarðar króna. „Sölutorgið Bland.is var nýverið keypt. Í október má búast við niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins vegna kaupa á öllu hlutafé Eignarhaldsfélagsins Njálu, móðurfélagi Já hf., sem rekur vefsíðuna ja.is. Með kaupunum á Já og Bland verður til ný tekjustoð í rekstri Sýnar, verslun og vöruleit, auk þess sem auglýsingaplássum á vefmiðlum Sýnar fjölgar til muna. Afkomuspá vegna ársins 2023 er óbreytt, EBIT 2.200 m.kr. til 2.500 m.kr. án einskiptishagnaðar vegna sölu stofnnets,“ segir í tilkynningunni. Vex í takt við áætlanir Haft eftir Yngva Halldórssyni, forstjóra Sýnar, að rekstrarhagnaður haldi áfram að vaxa í takt við áætlanir. „Við sjáum líka ágætan takt í tekjum í kjarnastarfsemi þótt beinn samanburður sé erfiður við fyrra ár vegna óreglulegra tekna. Einkar ánægjulegt er að sjá sterkan tekjuvöxt og framlegðaraukningu í auglýsingatekjum og reiki, auk þess að áfram er góður gangur í fjarskiptum fyrirtækja. Við höfum undanfarið gert mjög góða samninga sem munu styrkja félagið þegar fram líða stundir. Í fyrirtækjakaupum þá keyptum við Já en sá samruni er í meðhöndlun hjá SKE. Einnig keyptum við sölutorgið Bland.is sem við höfum nú þegar fengið afhent. Við sjáum mikil tækifæri í auglýsingum og annarri þjónustu á vefmiðlum og eru þessi kaup liður í því. Við gerðum tímamótasamning við Viaplay og með þeim samningi er Vodafone með einkarétt á sölu á Viaplay vörunum í vöndli við aðrar vörur. Með þessu erum við meðal annars að einfalda líf sport áhugamanna með lækkun á heildarkostnaði heimila. Nú í ágúst setti Vodafone í loftið fjölbreytta fjarskipta- og afþreyingarpakka sem henta öllum gerðum af heimilum. Viðtökur viðskiptavina hafa verið mjög góðar og er stefnan sett á aukningu í markaðshlutdeild í kjarnastarfsemi á næstu mánuðum,“ er haft eftir Yngva. Vísir er í eigu Sýnar.
Sýn Fjölmiðlar Fjarskipti Kauphöllin Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun