„Tekist að búa til kerfi sem mun vernda villta laxastofninn“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 31. ágúst 2023 15:20 Daníel Jakobsson hjá Arctic Fish Framkvæmdastjóri Arctic fish segir villtum laxastofnum ekki stafa nein ógn af sjókvíaeldi. Laxveiðimenn segja stofninn ekki þola viðvarandi ágang eldislaxa. Göt á sjókvíum laxeldisfyrirtækisins Arctic Fish í Patreksfirði uppgötvuðust fyrir rúmri viku. Í kjölfarið var óttast að eldislaxinn gengi upp fjölda laxveiðáa á Norðvesturlandi. Við könnun Matvælastofnunar kom í ljós að sennilega sé ekki um stóra slysasleppingu að ræða. Mismunur á fjölda fiska sem fóru í kvína og fjöldi slátraðra fiska reyndust innan skekkjumarka en mögulegt er að allt að 3,500 hafi strokið úr kvínni. Sex fiskar veiddust í net Fiskistofu í Patreksfirði vikunni. Sjá einnig: Strokulax Arctic Fish sennilega borist í ár á Vestfjörðum Veiddir í frárennsli frá virkjun Daníel Jakobsson framkvæmdastjóri Arctic Fish segir götin bæði lítil og fiskinn stóran. „Við vitum líka að almennt þegar svona fiskur sleppur, þá er tilhneiging hjá fisknum til að halda sig undir kvíunum, þar sem hann er vanur að fá fóður og ekki fara neitt langt í burtu, allavega svona hratt og vel,“ segir Daníel í samtali við fréttastofu. Áhyggjur laxveiðimanna eru fyrst og fremst af erfðablöndun eldislaxins við villta laxastofninn og er talið að með viðvarandi ágangi eldislaxins dragi það verulega úr hæfni villta laxins. Daníel telur að kerfið verndi villta laxinn eins vel og mögulegt er. „Ástæðan fyrir því að laxeldi er leyft á Vestfjörðum og Austfjörðum er fjarlægðin frá helstu laxveiðiám. Þar sem laxeldi er starfrækt eru litlar ár með litla stofna, sem hafa hingað til ekki verið skilgreindar sem laxveiðiár. Til dæmis Mjólká þar sem mest hefur veiðst af fisknum, sem er bara frárennsli frá virkjun og hefur engan sjálfstæðan laxastofn.“ Daníel segir að frá því fiskeldi hófst hafi einungis tíu staðfestir eldislaxar veiðst í ám sem skilgreindar seú sem laxveiðiár. Kerfi sem verndi villta stofninn „Svo erum við með bæði þessi burðarþol og áhættumat sem eiga að tryggja það að fiskeldið verði ekki í því magni að villtum laxi stafi ógn af. Samkvæmt MAST hafa níu tilvik komið upp frá árinu 2015 þar sem göt fundust á kvíum. Stærsta slysasleppingin átti sér stað hjá laxeldisfyrirtækinu Arnarlaxi í Arnarfirði í október á síðasta ári þegar ljóst varð að fyrirtækið gat ekki gert grein fyrir afdrifum rúmlega 81 þúsund laxa hið minnsta. Matvælastofnun lagði í kjölfarið 120 milljóna króna sekt á fyrirtækið. Er ekki óviðunandi að slysasleppingar eigi sér stað nokkuð reglulega? „Ég er ekki sammála því að þetta sé að gerast reglulega. Það hafa ekki orðið nein alvarleg slepping hjá okkur fram að þessu,“ segir Daníel. „Ég get fullyrt að á Íslandi er aðeins leyfilegt að vera með besta mögulega búnað til fiskeldis.“ „Svo á kerfið auðvitað að vera þannig hannað að þegar þessi slys verða, þá eigi villta laxastofninum eigi ekki að stafa nein hætta af. Ég held að okkur hér á Íslandi hafi tekist að búa til kerfi sem mun vernda villta laxastofninn, meðal annars með fjarlægð við villta laxastofna.“ Sjókvíaeldi Fiskeldi Vesturbyggð Matvælaframleiðsla Stangveiði Tengdar fréttir Tvö göt í fiskeldiskví í Patreksfirði Tvö göt komu í ljós á kví númer átta hjá Arctic Seafarm í Kvígindisdal í Patreksfirði í dag sem í eru 72.522 fiskar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 20. ágúst 2023 16:19 Eldislaxar fundust í Ósá í Patreksfirði Fjórir eldislaxar veiddust í net Arctic Fish sem fyrirtækið lagði undir eftirliti Fiskistofu nálægt ósi Ósár í Patreksfirði og í ánni sjálfri síðastliðinn miðvikudag. Matvælastofnun rannsakar hversu margir fiskar hafa sloppið. 25. ágúst 2023 15:45 Strokulax Arctic Fish sennilega borist í ár á Vestfjörðum Grunur er um að strokulax frá fiskeldisfyrirtækinu Arctic Fish hafi veiðst í nokkrum laxveiðiám á Vestfjörðum að undanförnu. Tvö göt fundust á kví fyrirtækisins í Patreksfirði fyrir rúmri viku. Matvælastofnun segir að sennilega sé ekki um stórt strok að ræða. 30. ágúst 2023 15:19 120 milljóna sekt lögð á Arnarlax: Vítavert aðgæsluleysi Matvælastofnun hefur lagt 120 milljón króna stjórnvaldssekt á Arnarlax ehf. fyrir að hafa brotið gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og beita sér fyrir veiðum á strokfiski. Matvælastofnun telur aðgæsluleysi Arnarlax hafi verið vítavert og afleiðingar þess mjög alvarlegar. 25. nóvember 2022 15:28 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Göt á sjókvíum laxeldisfyrirtækisins Arctic Fish í Patreksfirði uppgötvuðust fyrir rúmri viku. Í kjölfarið var óttast að eldislaxinn gengi upp fjölda laxveiðáa á Norðvesturlandi. Við könnun Matvælastofnunar kom í ljós að sennilega sé ekki um stóra slysasleppingu að ræða. Mismunur á fjölda fiska sem fóru í kvína og fjöldi slátraðra fiska reyndust innan skekkjumarka en mögulegt er að allt að 3,500 hafi strokið úr kvínni. Sex fiskar veiddust í net Fiskistofu í Patreksfirði vikunni. Sjá einnig: Strokulax Arctic Fish sennilega borist í ár á Vestfjörðum Veiddir í frárennsli frá virkjun Daníel Jakobsson framkvæmdastjóri Arctic Fish segir götin bæði lítil og fiskinn stóran. „Við vitum líka að almennt þegar svona fiskur sleppur, þá er tilhneiging hjá fisknum til að halda sig undir kvíunum, þar sem hann er vanur að fá fóður og ekki fara neitt langt í burtu, allavega svona hratt og vel,“ segir Daníel í samtali við fréttastofu. Áhyggjur laxveiðimanna eru fyrst og fremst af erfðablöndun eldislaxins við villta laxastofninn og er talið að með viðvarandi ágangi eldislaxins dragi það verulega úr hæfni villta laxins. Daníel telur að kerfið verndi villta laxinn eins vel og mögulegt er. „Ástæðan fyrir því að laxeldi er leyft á Vestfjörðum og Austfjörðum er fjarlægðin frá helstu laxveiðiám. Þar sem laxeldi er starfrækt eru litlar ár með litla stofna, sem hafa hingað til ekki verið skilgreindar sem laxveiðiár. Til dæmis Mjólká þar sem mest hefur veiðst af fisknum, sem er bara frárennsli frá virkjun og hefur engan sjálfstæðan laxastofn.“ Daníel segir að frá því fiskeldi hófst hafi einungis tíu staðfestir eldislaxar veiðst í ám sem skilgreindar seú sem laxveiðiár. Kerfi sem verndi villta stofninn „Svo erum við með bæði þessi burðarþol og áhættumat sem eiga að tryggja það að fiskeldið verði ekki í því magni að villtum laxi stafi ógn af. Samkvæmt MAST hafa níu tilvik komið upp frá árinu 2015 þar sem göt fundust á kvíum. Stærsta slysasleppingin átti sér stað hjá laxeldisfyrirtækinu Arnarlaxi í Arnarfirði í október á síðasta ári þegar ljóst varð að fyrirtækið gat ekki gert grein fyrir afdrifum rúmlega 81 þúsund laxa hið minnsta. Matvælastofnun lagði í kjölfarið 120 milljóna króna sekt á fyrirtækið. Er ekki óviðunandi að slysasleppingar eigi sér stað nokkuð reglulega? „Ég er ekki sammála því að þetta sé að gerast reglulega. Það hafa ekki orðið nein alvarleg slepping hjá okkur fram að þessu,“ segir Daníel. „Ég get fullyrt að á Íslandi er aðeins leyfilegt að vera með besta mögulega búnað til fiskeldis.“ „Svo á kerfið auðvitað að vera þannig hannað að þegar þessi slys verða, þá eigi villta laxastofninum eigi ekki að stafa nein hætta af. Ég held að okkur hér á Íslandi hafi tekist að búa til kerfi sem mun vernda villta laxastofninn, meðal annars með fjarlægð við villta laxastofna.“
Sjókvíaeldi Fiskeldi Vesturbyggð Matvælaframleiðsla Stangveiði Tengdar fréttir Tvö göt í fiskeldiskví í Patreksfirði Tvö göt komu í ljós á kví númer átta hjá Arctic Seafarm í Kvígindisdal í Patreksfirði í dag sem í eru 72.522 fiskar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 20. ágúst 2023 16:19 Eldislaxar fundust í Ósá í Patreksfirði Fjórir eldislaxar veiddust í net Arctic Fish sem fyrirtækið lagði undir eftirliti Fiskistofu nálægt ósi Ósár í Patreksfirði og í ánni sjálfri síðastliðinn miðvikudag. Matvælastofnun rannsakar hversu margir fiskar hafa sloppið. 25. ágúst 2023 15:45 Strokulax Arctic Fish sennilega borist í ár á Vestfjörðum Grunur er um að strokulax frá fiskeldisfyrirtækinu Arctic Fish hafi veiðst í nokkrum laxveiðiám á Vestfjörðum að undanförnu. Tvö göt fundust á kví fyrirtækisins í Patreksfirði fyrir rúmri viku. Matvælastofnun segir að sennilega sé ekki um stórt strok að ræða. 30. ágúst 2023 15:19 120 milljóna sekt lögð á Arnarlax: Vítavert aðgæsluleysi Matvælastofnun hefur lagt 120 milljón króna stjórnvaldssekt á Arnarlax ehf. fyrir að hafa brotið gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og beita sér fyrir veiðum á strokfiski. Matvælastofnun telur aðgæsluleysi Arnarlax hafi verið vítavert og afleiðingar þess mjög alvarlegar. 25. nóvember 2022 15:28 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Tvö göt í fiskeldiskví í Patreksfirði Tvö göt komu í ljós á kví númer átta hjá Arctic Seafarm í Kvígindisdal í Patreksfirði í dag sem í eru 72.522 fiskar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. 20. ágúst 2023 16:19
Eldislaxar fundust í Ósá í Patreksfirði Fjórir eldislaxar veiddust í net Arctic Fish sem fyrirtækið lagði undir eftirliti Fiskistofu nálægt ósi Ósár í Patreksfirði og í ánni sjálfri síðastliðinn miðvikudag. Matvælastofnun rannsakar hversu margir fiskar hafa sloppið. 25. ágúst 2023 15:45
Strokulax Arctic Fish sennilega borist í ár á Vestfjörðum Grunur er um að strokulax frá fiskeldisfyrirtækinu Arctic Fish hafi veiðst í nokkrum laxveiðiám á Vestfjörðum að undanförnu. Tvö göt fundust á kví fyrirtækisins í Patreksfirði fyrir rúmri viku. Matvælastofnun segir að sennilega sé ekki um stórt strok að ræða. 30. ágúst 2023 15:19
120 milljóna sekt lögð á Arnarlax: Vítavert aðgæsluleysi Matvælastofnun hefur lagt 120 milljón króna stjórnvaldssekt á Arnarlax ehf. fyrir að hafa brotið gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og beita sér fyrir veiðum á strokfiski. Matvælastofnun telur aðgæsluleysi Arnarlax hafi verið vítavert og afleiðingar þess mjög alvarlegar. 25. nóvember 2022 15:28