Buðu flugmönnum miklar launahækkanir í gær Kristinn Haukur Guðnason skrifar 31. ágúst 2023 16:20 Birgir segist ekki geta staðfest tölurnar sem Túristi.is setti fram en segir að tilboðið sé sanngjarnt. Vísir/Vilhelm Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, staðfestir að flugmönnum félagsins og flugstjórum hafi verið boðnar launahækkanir í gær. Samkvæmt Túrista.is eru hækkanirnar allt að 53 prósent. „Það er ekkert leyndarmál að við erum að breyta kjörum hjá flugmönnum,“ segir Birgir. Þetta sé þó ekki endilega viðbragð við því að Icelandair hafi boðið mörgum flugmönnum Play störf, eins og greint var frá fyrr í dag. „Þessi vinna er búin að vera í gangi í allt sumar. Það er rosaleg eftirspurn eftir flugmönnum á heimsvísu. Stéttarfélagið hjá okkar flugmönnum er búið að flagga því að kjarasamningurinn, eins og hann er settur upp, sé kominn úr fasa við það sem er að gerast á markaðinum,“ segir Birgir. Samkvæmt Túrista.is hækka grunnlaun óbreyttra flugmanna úr 470 þúsund krónum í 718, eða um 53 prósent. Grunnlaun flugstjóra hækka úr 880 þúsund í 1.130 þúsund. Ofan á þetta bætist 95 þúsund krónur í bílastyrk og ótilgreind tala í dagpeninga. Eftir hækkanir verði launin litlu lægri en býðst hjá Icelandair. „Sanngjarnt tilboð“ Birgir segist vera með skráð félag á markaði og geti hvorki staðfest þessar tölur né hafnað þeim. „Við teljum að við séum að gera fólki mjög sanngjarnt tilboð,“ segir hann en laun flugfólks séu flókin jafna. Meðal annars þurfi að taka saman grunnlaun, dagpeninga og tryggða fartíma. Hjá Play geti óbreyttir flugmenn hækkað í tign í flugstjórastöðu innan fárra ára en hjá stærri flugfélögum taki þetta allt að 10 til 15 ár. Að sögn Birgis er ekki verið að gera breytingar á vöktum eða tímafjölda. Einnig sé aðeins verið að fara yfir laun flugmanna og flugstjóra á þessum tímapunkti. Áður hafi til dæmis laun flugliða verið hækkuð. Ástæðan fyrir þessu sé eins og áður var nefnt samkeppni um fólk sem og að flugfélagið hafi braggast og eflst. Fréttir af flugi Play Kjaramál Tengdar fréttir Ekki ein uppsögn borist Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, segir engan flugmann hafa sagt upp störfum nú fyrir mánaðamótin. Ef átján flugmenn myndu segja upp störfum á einu bretti yrði félagið að tilkynna það á markaði. 31. ágúst 2023 10:26 Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Sjá meira
„Það er ekkert leyndarmál að við erum að breyta kjörum hjá flugmönnum,“ segir Birgir. Þetta sé þó ekki endilega viðbragð við því að Icelandair hafi boðið mörgum flugmönnum Play störf, eins og greint var frá fyrr í dag. „Þessi vinna er búin að vera í gangi í allt sumar. Það er rosaleg eftirspurn eftir flugmönnum á heimsvísu. Stéttarfélagið hjá okkar flugmönnum er búið að flagga því að kjarasamningurinn, eins og hann er settur upp, sé kominn úr fasa við það sem er að gerast á markaðinum,“ segir Birgir. Samkvæmt Túrista.is hækka grunnlaun óbreyttra flugmanna úr 470 þúsund krónum í 718, eða um 53 prósent. Grunnlaun flugstjóra hækka úr 880 þúsund í 1.130 þúsund. Ofan á þetta bætist 95 þúsund krónur í bílastyrk og ótilgreind tala í dagpeninga. Eftir hækkanir verði launin litlu lægri en býðst hjá Icelandair. „Sanngjarnt tilboð“ Birgir segist vera með skráð félag á markaði og geti hvorki staðfest þessar tölur né hafnað þeim. „Við teljum að við séum að gera fólki mjög sanngjarnt tilboð,“ segir hann en laun flugfólks séu flókin jafna. Meðal annars þurfi að taka saman grunnlaun, dagpeninga og tryggða fartíma. Hjá Play geti óbreyttir flugmenn hækkað í tign í flugstjórastöðu innan fárra ára en hjá stærri flugfélögum taki þetta allt að 10 til 15 ár. Að sögn Birgis er ekki verið að gera breytingar á vöktum eða tímafjölda. Einnig sé aðeins verið að fara yfir laun flugmanna og flugstjóra á þessum tímapunkti. Áður hafi til dæmis laun flugliða verið hækkuð. Ástæðan fyrir þessu sé eins og áður var nefnt samkeppni um fólk sem og að flugfélagið hafi braggast og eflst.
Fréttir af flugi Play Kjaramál Tengdar fréttir Ekki ein uppsögn borist Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, segir engan flugmann hafa sagt upp störfum nú fyrir mánaðamótin. Ef átján flugmenn myndu segja upp störfum á einu bretti yrði félagið að tilkynna það á markaði. 31. ágúst 2023 10:26 Mest lesið Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Viðskipti innlent Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Sjá meira
Ekki ein uppsögn borist Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins Play, segir engan flugmann hafa sagt upp störfum nú fyrir mánaðamótin. Ef átján flugmenn myndu segja upp störfum á einu bretti yrði félagið að tilkynna það á markaði. 31. ágúst 2023 10:26