Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld.

Hvalveiðar mega hefjast aftur á miðnætti með þröngum skilyrðum. Matvælaráðherra segist ekki vera í embættinu til að láta sína villtustu drauma rætast og að spurningin um framtíð þeirra sé ennþá gild. Mótmælendur komu saman við hvalveiðiskipin við höfnina í dag og framleiðslufyrirtækið True North hefur farið fram á lögbann við veiðunum.

Við förum ítarlega yfir tíðindamikinn dag í pólitíkinni í kvöldfréttum Stöðvar 2. Við fáum til okkar í settið talsmann fagráðs Matvælastofnunar um velferð dýra og kynnum okkur hvernig hægt verður að stunda veiðarnar samkvæmt nýjum og ströngum reglum. 

Að loknum kvöldfréttum mæta Katrín Oddsdóttir lögmaður, Vilhjálmur Birgisson verkalýðsforingi og Andrés Jónsson almannatengill í settið og fara yfir ýmsar hliðar málsins.

Í kvöldfréttum kíkjum við einnig á nýjan töskustað í flugstöðinni og fyrsta áfanga nýrrar byggingar á flugvellinum. Þá verðum við í beinni útsendingu frá stórleik Breiðabliks og Struga í Sportpakkanum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×