Heimsmet féll þegar Nebraska og Omaha Mavericks mættust í bandaríska háskólablakinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. september 2023 07:00 Heimsmetið féll í Nebraska. Twitter@Huskers Ótrúlegur fjöldi manns lét sjá sig þegar Cornhuskers, kvennalið Nebraska-háskólans, tók á móti Omaha Mavericks í bandaríska háskólablakinu í vikunni Svo mikill var fjöldinn reyndar að um heimsmet er að ræða, aldrei hafa fleiri komið saman á íþróttaviðburði kvenna. Áhugi á kvennaíþróttum hefur aldrei verið meiri og má sem dæmi nefna gríðarlega áhorfstölur á HM kvenna í knattspyrnu í sumar. Það skal hins vegar aldrei vanmeta Bandaríkjamenn og vilja þeirra til að koma sér í heimsfréttirnar, hvað þá þegar um háskólaíþróttir er að ræða. Absolutely incredible.@HuskerVB everyone. pic.twitter.com/rMwoy0Qfln— Nebraska Huskers (@Huskers) August 31, 2023 Á miðvikudagskvöld tóku Cornhuskers á móti Omaha Mavericks í leik sem laðaði að sér 92.003 áhorfendur. Um heimsmet er að ræða en aldrei hafa fleiri mætt á íþróttaviðburð kvenna. Aðsóknarmetið í NCAA-deildinni í blaki var Nebraska fyrir leikinn en það voru þó „aðeins“ 18.755 áhorfendur sem mættu á þann leik. The largest crowd ever to attend a women's sports event. #NCAAWVB pic.twitter.com/qHsc4vNm0o— NCAA Women's Volleyball (@NCAAVolleyball) August 31, 2023 Heimsmetið áður en leikur Cornhuskers og Omaha Mavericks fór fram átti viðureign Barcelona og Wolfsburg í Meistaradeild Evrópu. Alls mættu 91.648 áhorfendur á þann leik. Var Sveindís Jane Jónsdóttir meðal leikmanna sem spiluðu þann leik. Nú hefur ráin verið hækkuð enn frekar og spurning hvort eitthvað kvennalið brjóti 100 þúsund áhorfenda múrinn á næstunni. Hvað leik Cornhuskers og Omaha Mavericks varðar þá unnu Cornhuskers öruggan 3-0 sigur. Blak Háskólabolti NCAA Mest lesið Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Hera bætti sjö ára Íslandsmet Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Ofbeldismaðurinn fær ekki leyfi til að þjálfa á HM Bróðir Alcaraz rakaði óvart af honum hárið Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Hálffimmtug Venus með eftirminnilega endurkomu Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra „Hefur ekki gengið mjög vel þangað til í síðustu viku“ Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjá meira
Áhugi á kvennaíþróttum hefur aldrei verið meiri og má sem dæmi nefna gríðarlega áhorfstölur á HM kvenna í knattspyrnu í sumar. Það skal hins vegar aldrei vanmeta Bandaríkjamenn og vilja þeirra til að koma sér í heimsfréttirnar, hvað þá þegar um háskólaíþróttir er að ræða. Absolutely incredible.@HuskerVB everyone. pic.twitter.com/rMwoy0Qfln— Nebraska Huskers (@Huskers) August 31, 2023 Á miðvikudagskvöld tóku Cornhuskers á móti Omaha Mavericks í leik sem laðaði að sér 92.003 áhorfendur. Um heimsmet er að ræða en aldrei hafa fleiri mætt á íþróttaviðburð kvenna. Aðsóknarmetið í NCAA-deildinni í blaki var Nebraska fyrir leikinn en það voru þó „aðeins“ 18.755 áhorfendur sem mættu á þann leik. The largest crowd ever to attend a women's sports event. #NCAAWVB pic.twitter.com/qHsc4vNm0o— NCAA Women's Volleyball (@NCAAVolleyball) August 31, 2023 Heimsmetið áður en leikur Cornhuskers og Omaha Mavericks fór fram átti viðureign Barcelona og Wolfsburg í Meistaradeild Evrópu. Alls mættu 91.648 áhorfendur á þann leik. Var Sveindís Jane Jónsdóttir meðal leikmanna sem spiluðu þann leik. Nú hefur ráin verið hækkuð enn frekar og spurning hvort eitthvað kvennalið brjóti 100 þúsund áhorfenda múrinn á næstunni. Hvað leik Cornhuskers og Omaha Mavericks varðar þá unnu Cornhuskers öruggan 3-0 sigur.
Blak Háskólabolti NCAA Mest lesið Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Íslenski boltinn Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Hera bætti sjö ára Íslandsmet Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Ofbeldismaðurinn fær ekki leyfi til að þjálfa á HM Bróðir Alcaraz rakaði óvart af honum hárið Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Hálffimmtug Venus með eftirminnilega endurkomu Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra „Hefur ekki gengið mjög vel þangað til í síðustu viku“ Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Íslenski boltinn