Þræðir lands og þjóðar Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar 3. september 2023 07:01 Gott munstur einkennist ekki einungis af útliti og áferð heldur einnig hversu vel það þolir áreynslu, hnjask og hversu vel það prjónast saman. Munstur er enn fremur vandmeðfarið eftir gerð þráða því grófir þræðir magna upp og einfalda munstur á meðan fínir þræðir bjóða upp á flóknari útfærslur og gætu verið viðkvæmari. Íslenska ullin er til að mynda einstök því munstur í ullarpeysum læsast saman eftir nokkur votveður, sem þéttir brjóstbekkinn og ullarpeysan nær hámarks ætlaðri virkni – að veita vörn og halda hlýju og yl á eigandanum. Sama má segja um þræði lands og þjóðar. Við náum ekki góðu samfélagsmunstri nema taka tillit til þeirra þráða sem þjóðin spinnur hverju sinni. Við þurfum að ganga saman áveðurs bæði í raun veðrum sem öðrum áskorunum samtímans og þá skiptir undirbúningur ekki einungis máli heldur einnig viðhorf. Það þýðir lítið að státa sig af áferðarfögrum þjóðarbrag ef hann markast einvörðungu af útliti og áferð – innihaldið er það sem skiptir máli. Hvað þarf til að þétta brjóstbekkinn, þjappa þjóðarsálinni saman og mynda góða vörn fyrir eðlilegum taktföstum váveðrum? Prjónfesta er hér lykilhugtak. Það er hversu fast er prjónað – eða styrkleika iðkunar. Munstur verður aldrei endingargott né áferðarfagurt sé það þvingað eða losaralegt. Sé undirbúningur aftur á móti góður, skilningur á eðli þráða, rými gefið til mátunar, þolinmæði, natni, mýkt, þolinmæði og þrautseigja – má ætla að niðurstaðan verði með ágætum og helst framúrskarandi. Gefum okkur rými til að hlusta á ólík sjónarmið því þannig gerum við okkur betur grein fyrir hvaða þráðum samfélagið er gert úr. Framúrskarandi góð samfélagsleg ullarpeysa með einstöku endingargóðu munstri mun læsa þráðum saman, þola áreynslu, hnjask og hvers konar votviðri því við gáfum okkur rými til að móta flíkina saman í sátt og samlyndi. Höfundur er fjárfestir, prjónakona og fyrrverandi formaður FKA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Hrund Pétursdóttir Mest lesið $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hálfrar aldar svívirða Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Gott munstur einkennist ekki einungis af útliti og áferð heldur einnig hversu vel það þolir áreynslu, hnjask og hversu vel það prjónast saman. Munstur er enn fremur vandmeðfarið eftir gerð þráða því grófir þræðir magna upp og einfalda munstur á meðan fínir þræðir bjóða upp á flóknari útfærslur og gætu verið viðkvæmari. Íslenska ullin er til að mynda einstök því munstur í ullarpeysum læsast saman eftir nokkur votveður, sem þéttir brjóstbekkinn og ullarpeysan nær hámarks ætlaðri virkni – að veita vörn og halda hlýju og yl á eigandanum. Sama má segja um þræði lands og þjóðar. Við náum ekki góðu samfélagsmunstri nema taka tillit til þeirra þráða sem þjóðin spinnur hverju sinni. Við þurfum að ganga saman áveðurs bæði í raun veðrum sem öðrum áskorunum samtímans og þá skiptir undirbúningur ekki einungis máli heldur einnig viðhorf. Það þýðir lítið að státa sig af áferðarfögrum þjóðarbrag ef hann markast einvörðungu af útliti og áferð – innihaldið er það sem skiptir máli. Hvað þarf til að þétta brjóstbekkinn, þjappa þjóðarsálinni saman og mynda góða vörn fyrir eðlilegum taktföstum váveðrum? Prjónfesta er hér lykilhugtak. Það er hversu fast er prjónað – eða styrkleika iðkunar. Munstur verður aldrei endingargott né áferðarfagurt sé það þvingað eða losaralegt. Sé undirbúningur aftur á móti góður, skilningur á eðli þráða, rými gefið til mátunar, þolinmæði, natni, mýkt, þolinmæði og þrautseigja – má ætla að niðurstaðan verði með ágætum og helst framúrskarandi. Gefum okkur rými til að hlusta á ólík sjónarmið því þannig gerum við okkur betur grein fyrir hvaða þráðum samfélagið er gert úr. Framúrskarandi góð samfélagsleg ullarpeysa með einstöku endingargóðu munstri mun læsa þráðum saman, þola áreynslu, hnjask og hvers konar votviðri því við gáfum okkur rými til að móta flíkina saman í sátt og samlyndi. Höfundur er fjárfestir, prjónakona og fyrrverandi formaður FKA.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun