Hamborgarakeðjur í hremmingum Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 3. september 2023 14:31 Burger King hamborgarakeðjan í Bandaríkjunum er sökuð um að auglýsa miklu stærri hamborgara heldur en viðskiptavinir fá í hendurnar. Dómsmál hefst í New York á næstunni. Wikimedia Commons Dómsmál hefur verið höfðað í Bandaríkjunum gegn hamborgarakeðjunni Burger King fyrir að sýna hamborgara í auglýsingum sem eru miklu stærri og girnilegri en þeir sem viðskiptavinir fá svo í hendurnar til að seðja hungur sitt. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=9cPxh2DikIA">watch on YouTube</a> Íslenskir hamborgaraunnendur þekkja fæstir þessar Whopper auglýsingar Burger King sem dynja í eyrum Bandaríkjamanna fremur reglulega. Auglýsingar sýna stærri hamborgara Nú hefur einn viðskiptavinur keðjunnar höfðað mál gegn henni og segir hana svindla. Whopper hamborgararnir sem sýndir séu í auglýsingunum séu 35 prósentum stærri en þeir séu í rauninni og innihaldi helmingi meira kjöt en viðskiptavinurinn fái í hendurnar. Og magann. Slík niðurstaða krefst vafalítið nokkurrar yfirlegu og jafnvel stærðfræðikunnáttu, en dómari í New York hefur í öllu falli samþykkt málshöfðunina og hefjast réttarhöld með kviðdómi innan skamms. „Þetta má“, segir Burger King Lögfræðingar Burger King hafna þessu með öllu. Eðlilega. Þeir segja að Burger King beri engin skylda til að afhenda hamborgara sem líti út nákvæmlega eins og í auglýsingunum. Dómarinn í málinu segir hins vegar að það verði kviðdómenda og þar með almennra neytenda að kveða upp úr með það. En Burger King er ekki eina skyndibitakeðjan sem á í hremmingum í bandaríska dómskerfinu um þessar mundir. Taco Bell hefur verið stefnt fyrir að selja pítsur og vefjur sem innihaldi rétt um helming þess kjöts sem sýnt er í auglýsingum og hamborgarakeðjunum McDonald´s og Wendy´s hefur einnig verið stefnt fyrir sviksamlega viðskiptahætti af sama meiði. Vilja meira en 5 milljónir dala í skaðabætur Í öllum þessum stefnum fara viðskiptavinir fram á að minnsta kosti 5 milljóna dala skaðabætur, andvirði um 650 milljóna íslenskra króna. Fyrir þá upphæð væri hægt að kaupa einn hamborgara handa hverjum núlifandi Íslendingi, og eiga afgang. Matur Bandaríkin Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
<a href="https://www.youtube.com/watch?v=9cPxh2DikIA">watch on YouTube</a> Íslenskir hamborgaraunnendur þekkja fæstir þessar Whopper auglýsingar Burger King sem dynja í eyrum Bandaríkjamanna fremur reglulega. Auglýsingar sýna stærri hamborgara Nú hefur einn viðskiptavinur keðjunnar höfðað mál gegn henni og segir hana svindla. Whopper hamborgararnir sem sýndir séu í auglýsingunum séu 35 prósentum stærri en þeir séu í rauninni og innihaldi helmingi meira kjöt en viðskiptavinurinn fái í hendurnar. Og magann. Slík niðurstaða krefst vafalítið nokkurrar yfirlegu og jafnvel stærðfræðikunnáttu, en dómari í New York hefur í öllu falli samþykkt málshöfðunina og hefjast réttarhöld með kviðdómi innan skamms. „Þetta má“, segir Burger King Lögfræðingar Burger King hafna þessu með öllu. Eðlilega. Þeir segja að Burger King beri engin skylda til að afhenda hamborgara sem líti út nákvæmlega eins og í auglýsingunum. Dómarinn í málinu segir hins vegar að það verði kviðdómenda og þar með almennra neytenda að kveða upp úr með það. En Burger King er ekki eina skyndibitakeðjan sem á í hremmingum í bandaríska dómskerfinu um þessar mundir. Taco Bell hefur verið stefnt fyrir að selja pítsur og vefjur sem innihaldi rétt um helming þess kjöts sem sýnt er í auglýsingum og hamborgarakeðjunum McDonald´s og Wendy´s hefur einnig verið stefnt fyrir sviksamlega viðskiptahætti af sama meiði. Vilja meira en 5 milljónir dala í skaðabætur Í öllum þessum stefnum fara viðskiptavinir fram á að minnsta kosti 5 milljóna dala skaðabætur, andvirði um 650 milljóna íslenskra króna. Fyrir þá upphæð væri hægt að kaupa einn hamborgara handa hverjum núlifandi Íslendingi, og eiga afgang.
Matur Bandaríkin Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira