Lagði sitt mat á umdeild atvik úr stórleik helgarinnar Aron Guðmundsson skrifar 4. september 2023 12:24 Úr leik Arsenal og Manchester United í gær Vísir/EPA Arsenal og Manchester United áttust við um nýliðna helgi í stórleik 4.umferðar ensku úrvalsdeildarinnar. Svo fór að Arsenal vann leikinn með þremur mörkum gegn einu, tvö mörk á síðustu andartökum leiksins tryggðu Skyttunum sigurinn. Fjölmörg umdeild atvik komu upp í leiknum en Sky Sports fékk Dermot Gallagher, fyrrum dómara í ensku úrvalsdeildinni, til þess að leggja sitt mat á umrædd atvik. Fyrsta atvikið sem hann fór yfir var aðdragandi annars marks Arsenal í leiknum þegar að Declan Rice kom Skyttunum 2-1 yfir í uppbótatíma seinni hálfleiks. Í aðdraganda marksins áttust Gabriel, leikmaður Arsenal og Jonny Evans varnarmaður Manchester United, við inn í vítateignum og vildu einhverjir meina að Gabriel hefði brotið á Evans og vildu að mark Rice stæði ekki. Declan Rice s goal#ARSMUN #Arsenal #ARSMNU pic.twitter.com/zDvQ7euonJ— Shazz (@ARS_Shazz) September 3, 2023 „Þetta hefði geta verið brot á hinn veginn,“ sagði Gallagher um atvikið þar sem að Evans hafi hrint Gabriel frá sér að lokum. „Þetta er erfið ákvörðun að taka en dómari leiksins er með fullkomið sjónarhorn á þetta. Hann hefði vel geta dæmt brot á Evans sem hefði þá orðið að vítaspyrnu fyrir Arsenal. Þá fór Gallagher einnig yfir atvik þar sem að Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United sagði að Gabriel, varnarmaður Arsenal, hefði brotið á Rasmus Hojlund, sóknarmanni Manchester United innan vítateigs. „Það eru klárlega líkamleg átök þeirra á milli en varnarmaðurinn er bara of sterkur. Hojlund ýtir boltanum of langt frá sér og Gabriel heldur sinni stöðu, hann gerir ekkert rangt,“ segir Gallagher um atvikið. „Við sjáum svona atvik mjög oft og ég hefði verið agndofa ef Anthony Taylor (dómari leiksins) hafði dæmt brot á þetta.“ Átök milli Gabriel og Hojlund Gallagher fór einnig yfir rangstöðu sem dæmd var á Alejandro Garnacho, sóknarmann Manchester United eftir að hann kom boltanum í netið undir lok venjulegs leiktíma og virtist vera að tryggja Rauðu djöflunum 2-1 sigur. „Það er á svona stundum sem við sjáum til hvers við erum með VAR. Ef þeir teikna línur yfir völlinn og segja það rangstöðu, þá er það bara rangstaða. Þegar að þeir teiknuðu línurnar á völlinn sá maður að Gabriel hefur ekki hallað sér það langt fram til að teljast samhliða Garnacho.“ Still don't understand how Garnacho goal was an offside arsenal and Var really did us dirty. From Hojlund to Casemiro to Garnacho pic.twitter.com/Yl4fdWrYbE— Oxygen (@BahdTems) September 4, 2023 Nú tekur við landsleikjahlé í enska boltanum. Arsenal er sem stendur í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með tíu stig, Manchester United er í 11. sæti með 6 stig. Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Sjá meira
Fjölmörg umdeild atvik komu upp í leiknum en Sky Sports fékk Dermot Gallagher, fyrrum dómara í ensku úrvalsdeildinni, til þess að leggja sitt mat á umrædd atvik. Fyrsta atvikið sem hann fór yfir var aðdragandi annars marks Arsenal í leiknum þegar að Declan Rice kom Skyttunum 2-1 yfir í uppbótatíma seinni hálfleiks. Í aðdraganda marksins áttust Gabriel, leikmaður Arsenal og Jonny Evans varnarmaður Manchester United, við inn í vítateignum og vildu einhverjir meina að Gabriel hefði brotið á Evans og vildu að mark Rice stæði ekki. Declan Rice s goal#ARSMUN #Arsenal #ARSMNU pic.twitter.com/zDvQ7euonJ— Shazz (@ARS_Shazz) September 3, 2023 „Þetta hefði geta verið brot á hinn veginn,“ sagði Gallagher um atvikið þar sem að Evans hafi hrint Gabriel frá sér að lokum. „Þetta er erfið ákvörðun að taka en dómari leiksins er með fullkomið sjónarhorn á þetta. Hann hefði vel geta dæmt brot á Evans sem hefði þá orðið að vítaspyrnu fyrir Arsenal. Þá fór Gallagher einnig yfir atvik þar sem að Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United sagði að Gabriel, varnarmaður Arsenal, hefði brotið á Rasmus Hojlund, sóknarmanni Manchester United innan vítateigs. „Það eru klárlega líkamleg átök þeirra á milli en varnarmaðurinn er bara of sterkur. Hojlund ýtir boltanum of langt frá sér og Gabriel heldur sinni stöðu, hann gerir ekkert rangt,“ segir Gallagher um atvikið. „Við sjáum svona atvik mjög oft og ég hefði verið agndofa ef Anthony Taylor (dómari leiksins) hafði dæmt brot á þetta.“ Átök milli Gabriel og Hojlund Gallagher fór einnig yfir rangstöðu sem dæmd var á Alejandro Garnacho, sóknarmann Manchester United eftir að hann kom boltanum í netið undir lok venjulegs leiktíma og virtist vera að tryggja Rauðu djöflunum 2-1 sigur. „Það er á svona stundum sem við sjáum til hvers við erum með VAR. Ef þeir teikna línur yfir völlinn og segja það rangstöðu, þá er það bara rangstaða. Þegar að þeir teiknuðu línurnar á völlinn sá maður að Gabriel hefur ekki hallað sér það langt fram til að teljast samhliða Garnacho.“ Still don't understand how Garnacho goal was an offside arsenal and Var really did us dirty. From Hojlund to Casemiro to Garnacho pic.twitter.com/Yl4fdWrYbE— Oxygen (@BahdTems) September 4, 2023 Nú tekur við landsleikjahlé í enska boltanum. Arsenal er sem stendur í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með tíu stig, Manchester United er í 11. sæti með 6 stig.
Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Sjá meira