Algjör viðsnúningur hefur orðið á viðhorfi landsmanna til flóttamanna. Við kynnum okkur glænýja könnun Maskínu sem sýnir að ríflega tvöfalt fleiri en áður telja þá of marga hér á landi, eða um sextíu prósent. Fjármálaráðherra segir viðvörunarbjöllur hafa hringt lengi í þessum málaflokki.
Barnafjölskyldur í Reykjavík eru farnar að finna fyrir uppsafnaðri viðhaldsþörf leikskólahúsnæðis í borginni en alls eru 363 pláss nú ónýtanleg. Við heyrum í borgarfulltrúum um stöðuna og kíkjum einnig á styttuna af Héðni Valdimarssyni sem var hífð á sinn stað í dag eftir fimm ára fjarveru.
Svo er stútfullur sportpakki að loknum kvöldfréttum og í Íslandi í dag hittum við mótorhjólatöffara sem ferðast um allan heim, og lætur drauma sína rætast.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.