Sigurður Líndal látinn Atli Ísleifsson skrifar 6. september 2023 07:24 Sigurður Líndal starfaði lengi sem prófessor við Háskóla Íslands og gengdi einnig stöðu forstöðumanns Lagastofnunar Háskóla Íslands. Sigurður Líndal, fyrrverandi lagaprófessor, er látinn, 92 ára að aldri. Frá þessu segir í Morgunblaðinu í morgun, en Sigurður lést síðastliðinn laugardag. Sigurður fæddist 2. júlí árið 1931 og var sonur hjónanna Þórhildar Pálsdóttur Briem og Theodórs B. Líndal. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1951 og útskrifaðist svo með BA-próf í latínu og mannkynssögu árið 1957, embættispróf í lögfræði tveimur árum síðar og svo MA-próf í sagnfræði árið 1968. Hann stundaði sömuleiðis nám við Háskólann í Kaupmannahöfn, Háskólann í Bonn og Háskólann í Oxford. Hann starfaði sem dómarafulltrúi við embætti borgardómara í Reykjavík á árunum 1959 til 1960 og 1963 til 1964. Hann var hæstaréttarritari á árunum 1964 til 1972 og lektor við lagadeild Háskóla Íslands 1967, og svo prófessor í lögfræði á árunum 1972 til 2001. Sigurður var dómari við Félagsdóm frá 1974 til 1980 og forstöðumaður Lagastofnunar Háskóla Íslands frá 1976 til 2001. Þá var hann forseti Hins íslenzka bókmenntafélags um áratugaskeið. Á vef Stjórnarráðsins segir hann hafi verið formaður sérstakrar rannsóknarnefndar til að rannsaka flugslysið í Skerjafirði 7. ágúst 2000 sem starfaði frá 2002 til 2005. Á ferli sínum stundaði Sigurður einnig ritstörf og var ritsjóri Sögu Íslands frá 1972 til 2016 og átti sæti í ritstjórn Nordisk administrativt tidsskrift um árabil. Þá liggja eftir hann fjöldi ritverka um lögfræði, stjórnmálafræði og sagnfræði. Sigurður lætur eftir sig eiginkonu, Maríu Jóhannsdóttur, og tvær dætur, þær Kristínu og Þórhildi. Andlát Háskólar Skóla- og menntamál Lögmennska Flugslys í Skerjafirði 2000 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Sjá meira
Frá þessu segir í Morgunblaðinu í morgun, en Sigurður lést síðastliðinn laugardag. Sigurður fæddist 2. júlí árið 1931 og var sonur hjónanna Þórhildar Pálsdóttur Briem og Theodórs B. Líndal. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1951 og útskrifaðist svo með BA-próf í latínu og mannkynssögu árið 1957, embættispróf í lögfræði tveimur árum síðar og svo MA-próf í sagnfræði árið 1968. Hann stundaði sömuleiðis nám við Háskólann í Kaupmannahöfn, Háskólann í Bonn og Háskólann í Oxford. Hann starfaði sem dómarafulltrúi við embætti borgardómara í Reykjavík á árunum 1959 til 1960 og 1963 til 1964. Hann var hæstaréttarritari á árunum 1964 til 1972 og lektor við lagadeild Háskóla Íslands 1967, og svo prófessor í lögfræði á árunum 1972 til 2001. Sigurður var dómari við Félagsdóm frá 1974 til 1980 og forstöðumaður Lagastofnunar Háskóla Íslands frá 1976 til 2001. Þá var hann forseti Hins íslenzka bókmenntafélags um áratugaskeið. Á vef Stjórnarráðsins segir hann hafi verið formaður sérstakrar rannsóknarnefndar til að rannsaka flugslysið í Skerjafirði 7. ágúst 2000 sem starfaði frá 2002 til 2005. Á ferli sínum stundaði Sigurður einnig ritstörf og var ritsjóri Sögu Íslands frá 1972 til 2016 og átti sæti í ritstjórn Nordisk administrativt tidsskrift um árabil. Þá liggja eftir hann fjöldi ritverka um lögfræði, stjórnmálafræði og sagnfræði. Sigurður lætur eftir sig eiginkonu, Maríu Jóhannsdóttur, og tvær dætur, þær Kristínu og Þórhildi.
Andlát Háskólar Skóla- og menntamál Lögmennska Flugslys í Skerjafirði 2000 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Fleiri fréttir Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Kristrún og von der Leyen í útsýnisflugi um eldgosið Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Sjá meira