Notkun klasasprengja nær nýjum hæðum Samúel Karl Ólason skrifar 6. september 2023 12:13 Klasasprengjur má finna víða um heim og þær geta valdið mannskaða mörgum áratugum eftir að þau eru notuð í átökum. AP/Mohammed Zaatari Úkraína var í fyrra það ríki þar sem flestir dóu vegna notkunar klasasprengja. Það var í fyrsta sinn í rúman áratug sem Sýrland var ekki efst á þessum lista en talið er að rúmlega þrjú hundruð manns hafi dáið vegna klasasprengja í Úkraínu í fyrra og rúmlega sex hundruð hafi særst. Notkun klasasprengja í Úkraínu í fyrra gerði árið það versta frá því vopnin voru bönnuð víða um heim, samkvæmt greiningu samtakanna Cluster Munition Coalition. Klasasprengjur eru mjög umdeildar og hafa verið bannaðar í 124 ríkjum víða um heim. Áður en klasasprengjur lenda, opnast þær og dreifa fjölda minni sprengja. Minni sprengjurnar eru á stærð við handsprengju og þær geta dreifst yfir stórt svæði. Eitt af því sem gerir vopnin svo umdeild er að hluti minni sprengjanna springur ekki. Börn og aðrir hafa orðið fyrir miklum meiðslum eða dauða vegna þessara sprengja mörgum mánuðum eða árum eftir að þeim er varpað. Bandaríkin, Úkraína og Rússland hafa ekki gert slíkar sprengjur ólöglegar. Notaðar meira af Rússum í fyrra Rússar notuðu þessi vopn mun meira en Úkraínumenn í fyrra en mannskæðasta árásin þar sem klasasprengjur voru notaðar var á lestarstöð í bænum Kramatorsk í Úkraínu. Þar var mikill fjöldi fólks samankominn á flótta undan innrás Rússa en 53 dóu í árásinni og 135 særðust. Í frétt AP fréttaveitunnar er vísað í CMC varðandi það að fimmtán manns hafi dáið vegna klasasprengja í Sýrlandi í fyrra og 75 hafi særst. Þetta á bæði við í árásum og atvikum þar sem fólk, og þá oft börn, láta lífið eða særast þegar gamlar sprengjur springa. Í Írak, þar sem ekki er vitað til þess að klasasprengjur hafi verið notaðar í fyrra, dóu fimmtán og 25 særðust. Svipaða sögu er að segja frá Jemen en þar dóu fimm og níutíu særðust. Flest fórnarlambanna eru börn þar sem þau taka upp sprengjurnar, sem líta út eins og smáir málmboltar og leika sér með þær, án þess að vita hvað þau eru með í höndunum. Doaa al-Hassan, er tíu ára gömul en hún missti hendina þegar hún tók upp klasasprengju í Sýrlandi í fyrra.AP/Omar Albam CMC segir frá hinni tólf ára Rawaa al-Hassan og tíu ára systur hennar Doaa. Þær búa í flóttamannabúðum í norðurhluta Sýrlands, eftir að fjölskyldan þurfti að flýja frá heimili þeirra fyrir sex árum. Stelpurnar voru á leið heim úr skóla í fyrra þegar þær fundu kúlu úr málmi. Þetta var klasasprengja sem sprakk svo þegar þær meðhöndluðu hana. Rawaa missti auga og Doaa missti hendi. Faðir stúlknanna hafði dáið átta mánuðum áður, þegar hann steig á klasasprengju. Sérfræðingur sem ræddi við AP sagði tilvikum sem þessum hafa farið fækkandi á undanförnum áratugum. Unnið hafi verið að því að hreinsa upp gamlar sprengjur og birgðum af klasasprengjum var eytt víða. Það hafi þó breyst þegar borgarastyrjöldin í Sýrlandi hófst árið 2011. Rússar og stjórnarher Bashar al Assad fóru að varpa klasasprengjum í massavís í Sýrlandi. Notkun þeirra tók svo annað stökk við innrás Rússa í Úkraínu og svo aftur þegar Bandaríkjamenn tóku þá ákvörðun að senda klasasprengjur til Úkraínumanna. Úkraínumenn höfðu lengi beðið um þessi vopn frá Bandaríkjunum, sem sitja á umfangsmiklum birgðum af þeim. Þeim er skotið með hefðbundnum stórskotaliðsvopnum sem Úkraínumenn hafa þegar fengið frá bakhjörlum sínum. Ráðamenn í Úkraínu segja að það svæði þar sem klasasprengjur séu notaðar sé svo þakið jarðsprengjum að ósprungnar klasasprengjur séu bara dropi í hafið. Gífurlegt átak muni þurfa seinna meir til að hreinsa svæðið af ósprungnum sprengjum. Hernaður Mest lesið Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Fleiri fréttir Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Sjá meira
Notkun klasasprengja í Úkraínu í fyrra gerði árið það versta frá því vopnin voru bönnuð víða um heim, samkvæmt greiningu samtakanna Cluster Munition Coalition. Klasasprengjur eru mjög umdeildar og hafa verið bannaðar í 124 ríkjum víða um heim. Áður en klasasprengjur lenda, opnast þær og dreifa fjölda minni sprengja. Minni sprengjurnar eru á stærð við handsprengju og þær geta dreifst yfir stórt svæði. Eitt af því sem gerir vopnin svo umdeild er að hluti minni sprengjanna springur ekki. Börn og aðrir hafa orðið fyrir miklum meiðslum eða dauða vegna þessara sprengja mörgum mánuðum eða árum eftir að þeim er varpað. Bandaríkin, Úkraína og Rússland hafa ekki gert slíkar sprengjur ólöglegar. Notaðar meira af Rússum í fyrra Rússar notuðu þessi vopn mun meira en Úkraínumenn í fyrra en mannskæðasta árásin þar sem klasasprengjur voru notaðar var á lestarstöð í bænum Kramatorsk í Úkraínu. Þar var mikill fjöldi fólks samankominn á flótta undan innrás Rússa en 53 dóu í árásinni og 135 særðust. Í frétt AP fréttaveitunnar er vísað í CMC varðandi það að fimmtán manns hafi dáið vegna klasasprengja í Sýrlandi í fyrra og 75 hafi særst. Þetta á bæði við í árásum og atvikum þar sem fólk, og þá oft börn, láta lífið eða særast þegar gamlar sprengjur springa. Í Írak, þar sem ekki er vitað til þess að klasasprengjur hafi verið notaðar í fyrra, dóu fimmtán og 25 særðust. Svipaða sögu er að segja frá Jemen en þar dóu fimm og níutíu særðust. Flest fórnarlambanna eru börn þar sem þau taka upp sprengjurnar, sem líta út eins og smáir málmboltar og leika sér með þær, án þess að vita hvað þau eru með í höndunum. Doaa al-Hassan, er tíu ára gömul en hún missti hendina þegar hún tók upp klasasprengju í Sýrlandi í fyrra.AP/Omar Albam CMC segir frá hinni tólf ára Rawaa al-Hassan og tíu ára systur hennar Doaa. Þær búa í flóttamannabúðum í norðurhluta Sýrlands, eftir að fjölskyldan þurfti að flýja frá heimili þeirra fyrir sex árum. Stelpurnar voru á leið heim úr skóla í fyrra þegar þær fundu kúlu úr málmi. Þetta var klasasprengja sem sprakk svo þegar þær meðhöndluðu hana. Rawaa missti auga og Doaa missti hendi. Faðir stúlknanna hafði dáið átta mánuðum áður, þegar hann steig á klasasprengju. Sérfræðingur sem ræddi við AP sagði tilvikum sem þessum hafa farið fækkandi á undanförnum áratugum. Unnið hafi verið að því að hreinsa upp gamlar sprengjur og birgðum af klasasprengjum var eytt víða. Það hafi þó breyst þegar borgarastyrjöldin í Sýrlandi hófst árið 2011. Rússar og stjórnarher Bashar al Assad fóru að varpa klasasprengjum í massavís í Sýrlandi. Notkun þeirra tók svo annað stökk við innrás Rússa í Úkraínu og svo aftur þegar Bandaríkjamenn tóku þá ákvörðun að senda klasasprengjur til Úkraínumanna. Úkraínumenn höfðu lengi beðið um þessi vopn frá Bandaríkjunum, sem sitja á umfangsmiklum birgðum af þeim. Þeim er skotið með hefðbundnum stórskotaliðsvopnum sem Úkraínumenn hafa þegar fengið frá bakhjörlum sínum. Ráðamenn í Úkraínu segja að það svæði þar sem klasasprengjur séu notaðar sé svo þakið jarðsprengjum að ósprungnar klasasprengjur séu bara dropi í hafið. Gífurlegt átak muni þurfa seinna meir til að hreinsa svæðið af ósprungnum sprengjum.
Hernaður Mest lesið Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Fleiri fréttir Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Sjá meira