Bosnía setur lykilleikmann í bann fyrir leikinn gegn Íslandi Smári Jökull Jónsson skrifar 6. september 2023 19:31 Anel Ahmedhodzic í baráttunn við Erling Haaland í leik Sheffield United og Manchester City á dögunum. Vísir/Getty Landslið Bosníu og Hersegóvínu verður án lykilleikmanns í landsleiknum gegn Íslandi í næstu viku. Knattspyrnusamband landsins hefur sett leikmanninn í bann og trúir ekki útskýringum hans um meiðsli. Ísland og Bosnía og Hersegóvína mætast á Laugardalsvelli á mánudaginn kemur. Leikurinn er liður í undankeppni Evrópumótsins á næsta ári en Ísland þarf nauðsynlega á sigri að halda í leiknum eftir misjafnt gengi í riðlinum til þessa. Liðin mættust í Bosníu í mars þar sem heimamenn fóru með 3-0 sigur af hólmi. Síðan þá er búið að skipta um landsliðsþjálfara hjá íslenska liðinu og Åge Hareide tekinn við af Arnari Þór Viðarssyni. Bosnía og Hersegóvína verður hins vegar án lykilmanns síns í leiknum á Laugardalsvelli. Anel Ahmedhodzic, sem leikur sem miðvörður með Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni, hefur verið settur í bann af eigin knattspyrnusambandi. Ahmedhodzic boðaði forföll þegar hann var valinn í landsliðshópinn fyrir leiki Bosníu og Hersegóvinu fyrir leiki liðsins gegn Íslandi og Lichtenstein. Hann lék níutíu mínútur með Sheffield United gegn Everton á laugardag og en boðaði forföll í kjölfarið vegna meiðsla. Trúa ekki meiðslasögunni Knattspyrnusambandið fékk skýrslu vegna meiðslanna frá Sheffield United þar sem fram kom að meiðslin væru ekki alvarleg. Sambandið tók í kjölfarið ákvörðun um að setja Ahmedhodzic í bann. „Enginn leikmaður getur skorast undan þeirri ábyrgð að mæta þegar landsliðið hittist, nema við sérstakar aðstæður eða vegna meiðsla. Þar sem þessi meiðsli eru ekki það alvarleg að þau hindra hann í að taka þátt með landsliðinu höfum við ákveðið að setja hann í bann og hefur rannsókn á málinu verið sett í gang,“ skrifar knattspyrnusamband Bosníu og Hersegóvínu. Í yfirlýsingu sambandsins kemur einnig fram að reynt hafi verið að ná sambandi við Ahmedhodzic án árangurs. Ahmedhodzic gekk til liðs við Sheffield United frá sænska liðinu Malmö FF árið 2022 en hann er uppalinn hjá sænska liðinu. Hann lék allan fyrri leik Íslands og Bosníu og Hersegóvinu í mars og hefur verið lykilmaður í vörn liðsins síðustu mánuðina. Landslið karla í fótbolta Bosnía og Hersegóvína EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Enski boltinn Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Íslenski boltinn Potter á að töfra Svía inn á HM Fótbolti Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Fótbolti Fleiri fréttir Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Sjá meira
Ísland og Bosnía og Hersegóvína mætast á Laugardalsvelli á mánudaginn kemur. Leikurinn er liður í undankeppni Evrópumótsins á næsta ári en Ísland þarf nauðsynlega á sigri að halda í leiknum eftir misjafnt gengi í riðlinum til þessa. Liðin mættust í Bosníu í mars þar sem heimamenn fóru með 3-0 sigur af hólmi. Síðan þá er búið að skipta um landsliðsþjálfara hjá íslenska liðinu og Åge Hareide tekinn við af Arnari Þór Viðarssyni. Bosnía og Hersegóvína verður hins vegar án lykilmanns síns í leiknum á Laugardalsvelli. Anel Ahmedhodzic, sem leikur sem miðvörður með Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni, hefur verið settur í bann af eigin knattspyrnusambandi. Ahmedhodzic boðaði forföll þegar hann var valinn í landsliðshópinn fyrir leiki Bosníu og Hersegóvinu fyrir leiki liðsins gegn Íslandi og Lichtenstein. Hann lék níutíu mínútur með Sheffield United gegn Everton á laugardag og en boðaði forföll í kjölfarið vegna meiðsla. Trúa ekki meiðslasögunni Knattspyrnusambandið fékk skýrslu vegna meiðslanna frá Sheffield United þar sem fram kom að meiðslin væru ekki alvarleg. Sambandið tók í kjölfarið ákvörðun um að setja Ahmedhodzic í bann. „Enginn leikmaður getur skorast undan þeirri ábyrgð að mæta þegar landsliðið hittist, nema við sérstakar aðstæður eða vegna meiðsla. Þar sem þessi meiðsli eru ekki það alvarleg að þau hindra hann í að taka þátt með landsliðinu höfum við ákveðið að setja hann í bann og hefur rannsókn á málinu verið sett í gang,“ skrifar knattspyrnusamband Bosníu og Hersegóvínu. Í yfirlýsingu sambandsins kemur einnig fram að reynt hafi verið að ná sambandi við Ahmedhodzic án árangurs. Ahmedhodzic gekk til liðs við Sheffield United frá sænska liðinu Malmö FF árið 2022 en hann er uppalinn hjá sænska liðinu. Hann lék allan fyrri leik Íslands og Bosníu og Hersegóvinu í mars og hefur verið lykilmaður í vörn liðsins síðustu mánuðina.
Landslið karla í fótbolta Bosnía og Hersegóvína EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi Enski boltinn Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Handbolti Sigurbjörn hættur: „Árangurinn hefur verið stórkostlegur“ Sport Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Íslenski boltinn Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Enski boltinn Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Enski boltinn Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Íslenski boltinn Potter á að töfra Svía inn á HM Fótbolti Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Fótbolti Fleiri fréttir Potter á að töfra Svía inn á HM Wildcard-liðið hans Alberts: Þrír frá Arsenal en langar ekki að velja Salah Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Blikar mæta dönsku meisturunum í 16-liða úrslitum Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Skjátlaðist um Palmer sem verður lengi frá keppni Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Mamardashvili í markinu gegn United Ronaldo þénar 150 milljónum meira en Messi Zaha segir ásakanir Mateta ógeðslegar Báru saman lið Rikka G og Egils Ploder í Fantasýn: „Rikka gengur aðeins betur“ Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Borgarstjóri Boston svarar Trump „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Sjá meira