Mikilvægi leiksins kýrskýrt í huga Åge: „Verðum að mæta til leiks á fullu gasi“ Aron Guðmundsson skrifar 7. september 2023 11:30 Åge Hareide varð að sætta sig við tap, 2-1 gegn Slóvakíu, í fyrsta leik sínum sem landsliðsþjálfari Íslands á laugardaginn. VÍSIR/VILHELM Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, sat fyrir svörum á blaðamannafundi liðsins fyrir leikinn mikilvæga gegn Lúxemborg í undankeppni EM 2024 á morgun. Íslenska landsliðið verður að sækja þrjú stig til þess að halda möguleikum sínum í riðlinum á floti. „Við vitum að við eigum von á erfiðum leik vegna þess að þetta lið Lúxemborgar er að gera mjög vel í undankeppninni,“ sagði Åge á blaðamannafundinum í dag. „Ég hef verið hér áður sem þjálfari og þetta er lið sem hefur bætt sig mjög mikið milli ára.“ Ef íslenska landsliðið ætlar að eiga einhverja möguleika á að komast beint á EM 2024 í Þýskalandi þarf það að vinna Lúxemborg. Íslendingar eru í fimmta og næstneðsta sæti J-riðils undankeppninnar með þrjú stig, sjö stigum frá 2. sætinu þar sem Slóvakar sitja. „Við fengum ekki stigin sem okkur vantaði gegn Slóvakiu og Portúgal í síðasta verkefni. Lúxemborg hefur gert mjög vel og leikurinn á morgun verður erfiður, en við erum undirbúnir fyrir það. Það er ekkert annað í boði en sigur fyrir okkur í þessum leik.“ En hvernig metur hann lið Lúxemborgar nú frá því sem hafði kynnst áður úr fyrri viðureign sinni? „Liðið hefur bætt sig mjög mikið frammistöðulega séð sem lið. Það er stóra breytingin hjá liðinu og það er það sem er svo mikilvægt á þessu landsliðssviði. Þú þarft að byggja upp lið með ákveðna menningu og koma upp hefð, það hefur Lúxemborg gert mjög vel.“ Hafa hrist af sér flensu En að liði Íslands. Eru allir leikmenn heilir og klárir í leikinn? „Það eru allir klárir í leikinn, einhverjir leikmenn áttu við kvef að stríða fyrr í vikunni en þeir eru í lagi núna.“ Þá var Åge spurður út í það, af ummælum hans í fyrri viðtölum að dæma, af hverju hann einblíni alltaf á það að ná 3.sæti riðilsins. „Vegna þess að þriðja sætið er næst okkur og gefur okkur möguleika á umspili í gegnum Þjóðadeild UEFA á næsta ári. Ef við náum ekki 2. sætinu þá stefnum við á það þriðja.“ Íslenska liðið megi ekki gefa liði Lúxemborgar svæði til þess að spila sinn leik á morgun. „Ef við gefum þeim svæði til þess að spila sinn bolta þá munu þeir gera það. Við verðum að passa upp á boltann og loka á styrkleika þessa liðs. Við verðum að berjast af krafti á morgun.“ Klárt í hans huga hvað þarf að bæta Åge hefur áður sagt að hann sé afar ánægður með frammistöðuna sem íslenska landsliðið sýndi í leikjunum gegn Slóvakíu og Portúgal í síðasta landsliðsverkefni. Stigasöfnunin var þó engin úr þeim leikjum, hvað vill Norðmaðurinn sjá íslenska landsliðið bæta í komandi leikjum? „Skora mörk, sér í lagi ef ég horfi á leikinn gegn Slóvakíu í síðasta verkefni. Við áttum að ganga frá þeim leik. Þá þurfum við einnig að verjast vel og það höfum við sýnt að við getum vel gert. Það sama verður að vera upp á teningnum á morgun. Við verðum að mæta til leiks á fullu gasi.“ Leikur Lúxemborg og Íslands í undankeppni EM 2024 verður sýndur í beinni útsendingu og í opinni dagksrá á Stöð 2 Sport á morgun. Við hefjum upphitun klukkan 18:00. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Sjá meira
„Við vitum að við eigum von á erfiðum leik vegna þess að þetta lið Lúxemborgar er að gera mjög vel í undankeppninni,“ sagði Åge á blaðamannafundinum í dag. „Ég hef verið hér áður sem þjálfari og þetta er lið sem hefur bætt sig mjög mikið milli ára.“ Ef íslenska landsliðið ætlar að eiga einhverja möguleika á að komast beint á EM 2024 í Þýskalandi þarf það að vinna Lúxemborg. Íslendingar eru í fimmta og næstneðsta sæti J-riðils undankeppninnar með þrjú stig, sjö stigum frá 2. sætinu þar sem Slóvakar sitja. „Við fengum ekki stigin sem okkur vantaði gegn Slóvakiu og Portúgal í síðasta verkefni. Lúxemborg hefur gert mjög vel og leikurinn á morgun verður erfiður, en við erum undirbúnir fyrir það. Það er ekkert annað í boði en sigur fyrir okkur í þessum leik.“ En hvernig metur hann lið Lúxemborgar nú frá því sem hafði kynnst áður úr fyrri viðureign sinni? „Liðið hefur bætt sig mjög mikið frammistöðulega séð sem lið. Það er stóra breytingin hjá liðinu og það er það sem er svo mikilvægt á þessu landsliðssviði. Þú þarft að byggja upp lið með ákveðna menningu og koma upp hefð, það hefur Lúxemborg gert mjög vel.“ Hafa hrist af sér flensu En að liði Íslands. Eru allir leikmenn heilir og klárir í leikinn? „Það eru allir klárir í leikinn, einhverjir leikmenn áttu við kvef að stríða fyrr í vikunni en þeir eru í lagi núna.“ Þá var Åge spurður út í það, af ummælum hans í fyrri viðtölum að dæma, af hverju hann einblíni alltaf á það að ná 3.sæti riðilsins. „Vegna þess að þriðja sætið er næst okkur og gefur okkur möguleika á umspili í gegnum Þjóðadeild UEFA á næsta ári. Ef við náum ekki 2. sætinu þá stefnum við á það þriðja.“ Íslenska liðið megi ekki gefa liði Lúxemborgar svæði til þess að spila sinn leik á morgun. „Ef við gefum þeim svæði til þess að spila sinn bolta þá munu þeir gera það. Við verðum að passa upp á boltann og loka á styrkleika þessa liðs. Við verðum að berjast af krafti á morgun.“ Klárt í hans huga hvað þarf að bæta Åge hefur áður sagt að hann sé afar ánægður með frammistöðuna sem íslenska landsliðið sýndi í leikjunum gegn Slóvakíu og Portúgal í síðasta landsliðsverkefni. Stigasöfnunin var þó engin úr þeim leikjum, hvað vill Norðmaðurinn sjá íslenska landsliðið bæta í komandi leikjum? „Skora mörk, sér í lagi ef ég horfi á leikinn gegn Slóvakíu í síðasta verkefni. Við áttum að ganga frá þeim leik. Þá þurfum við einnig að verjast vel og það höfum við sýnt að við getum vel gert. Það sama verður að vera upp á teningnum á morgun. Við verðum að mæta til leiks á fullu gasi.“ Leikur Lúxemborg og Íslands í undankeppni EM 2024 verður sýndur í beinni útsendingu og í opinni dagksrá á Stöð 2 Sport á morgun. Við hefjum upphitun klukkan 18:00.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Körfubolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn