Mótmæli nemenda snúist fyrst og fremst um skólamenningu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. september 2023 12:01 Karl Frímannsson, skólameistari Menntaskólans á Akureyri, segir eðlilegt að sameining MA og VMA sé skoðuð í kjölinn. Mótmæli nemenda snúist fyrst og fremst um skólamenningu. Vísir Skólameistari Menntaskólans á Akureyri segir mótmæli nemenda við mögulegri sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri fyrst og fremst byggð á skólamenningu. Sameining skólanna myndi auka gæði bóknáms á Akureyri og efla þá. Fjöldi nemenda Menntaskólans á Akureyri mótmælti í gær fyrirhugaðri sameininu skólans og Verkmenntaskólans á Akureyri. Nemendur hafa lýst yfir mikilli óánægju og hræðslu við að rótgrónar hefðir skólans glatist með sameiningu. „Ég er nú alltaf ánægður með ef ungt fólk hefur sterkar skoðanir og vill láta í sér heyra. En mótmælin hafa fyrst og fremst snúist um skólamenninguna, siði og venjur hérna sem við búum að og fólki finnst eftirsóknarvert að búa við. Þau eru hrædd um að félagslífið verði ekki jafn öflugt og áður ef úr þessu verður. Ég hef fullan skilning á því og skil vel að þau vilji láta í sér heyra,“ segir Karl Frímannsson, skólameistari MA. Sameiningaráætlanir voru kynntar af skólameisturum skólanna og Ásmundi Einari Daðasyni menntamálaráðherra á fundi með nemendum og starfsmönnum skólanna í Hofi í fyrradag. „Frá upphafi var alltaf rætt um það að gera ákveðna greiningu og kanna kosti og galli, ógnanir og tækifæri í þessu ferli. Sú vinna er eftir.“ Eninn ætli sér að breyta menningu skólanna Þannig hafi skólameistararnir ekki tekið afstöðu til þess hvort sameina eigi skólana heldur séu þeir hlynntir því að sá möguleiki verði kannaður til hlýtar. Alþjóðleg reynsla sé til hliðsjónar. „Það er ekki farið í sameiningar af fjárhagslegum ástæðum, til að spara. Svo er mjög mikilvægt að þær stofnanir sem eru sameinaðar fái eina yfirstjórn en haldi sjálfstæði sínu og sérkennum. Það sem er verið að gera er að samþætta nám, bjóða upp á fleiri valkosti og tryggja námsframboð,“ segir Karl. „Ég vil skoða hvort við getum bætt framhaldsskólanám á Akureyri. Ég vil skoða það í kjölinn hvort við getum bætt hér skólastarf með því að auka samvinnu eða sameina skólana.“ Verkefnið sé að bæta nám á Akureyri. Félagslíf innan skólanna hafi lítið með þetta að gera. „Við erum að fara í þessa skoðun til að bæta nám núverandi nemenda og þeirra nemenda sem eiga eftir að koma hingað. Það er verkefnið. Það hefur enginn ákveðið að leggja af mjög sterka þætti í menningu beggja skóla. Það hefur enginn gefið það út og það ætlar sér það enginn,“ segir Karl. „Ég hef fengið margar spurningar um það hvort nemendahátíðir eða júbílantahátíðir í kring um 17. júní verði aflagðar. Svarið mitt við því er það er að þær eru á vegum fyrrverandi nemenda þannig að skólinn hefur ekkert með það að gera hvort fyrrverandi nemendur hætti að koma hingað og gera sér glaðan dag. Við höfum ekki tekið neinar ákvarðanir um að leggja eitt eða annað af.“ Hvernig hafa viðbrögð starfsmanna verið? „Það er umræða hér innanbúðar af öllu tagi. Hún er gagnrýnin en hún er líka uppbyggjandi. Fólk er á öndverðu meiði, þannig að það er allt á eðlilegu róli. Starfsmannahópurinn sem slíkur hefur ekki gefið neitt formlega út.“ Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Akureyri Tengdar fréttir Mótmæltu sameiningu MA og VMA: „Ásmundur segðu af þér!“ Fjöldi nemenda Menntaskólans á Akureyri mótmæltu í dag fyrirhugaðri sameiningu skólans og Verkmenntaskólans á Akureyri. 6. september 2023 20:23 Sjokkeraðir nemendur MA boða til mótmæla á Ráðhústorgi Nemendafélag Menntaskólans á Akureyri hefur boðað til mótmæla á Ráðhústorgi bæjarins í dag vegna mögulegrar sameiningar skólans og Verkmenntaskólans á Akureyri. Forseti nemendafélags MA segir nemendur í sjokki eftir fund með ráðherra í gær og óttast að rótgrónar hefðir innans skólans glatist með sameiningu. 6. september 2023 11:44 „Okkur finnst þetta hreinlega svolítið vanhugsað“ Forseti Hugins, skólafélags Menntaskólans á Akureyri, segir að mikill meirihluti nemenda sé mótfallinn sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Hún sakar menntamálaráðherra um útúrsnúning og segir nemendur svikna eftir að hafa ekki fengið að tjá sig um málið. 5. september 2023 23:45 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Fjöldi nemenda Menntaskólans á Akureyri mótmælti í gær fyrirhugaðri sameininu skólans og Verkmenntaskólans á Akureyri. Nemendur hafa lýst yfir mikilli óánægju og hræðslu við að rótgrónar hefðir skólans glatist með sameiningu. „Ég er nú alltaf ánægður með ef ungt fólk hefur sterkar skoðanir og vill láta í sér heyra. En mótmælin hafa fyrst og fremst snúist um skólamenninguna, siði og venjur hérna sem við búum að og fólki finnst eftirsóknarvert að búa við. Þau eru hrædd um að félagslífið verði ekki jafn öflugt og áður ef úr þessu verður. Ég hef fullan skilning á því og skil vel að þau vilji láta í sér heyra,“ segir Karl Frímannsson, skólameistari MA. Sameiningaráætlanir voru kynntar af skólameisturum skólanna og Ásmundi Einari Daðasyni menntamálaráðherra á fundi með nemendum og starfsmönnum skólanna í Hofi í fyrradag. „Frá upphafi var alltaf rætt um það að gera ákveðna greiningu og kanna kosti og galli, ógnanir og tækifæri í þessu ferli. Sú vinna er eftir.“ Eninn ætli sér að breyta menningu skólanna Þannig hafi skólameistararnir ekki tekið afstöðu til þess hvort sameina eigi skólana heldur séu þeir hlynntir því að sá möguleiki verði kannaður til hlýtar. Alþjóðleg reynsla sé til hliðsjónar. „Það er ekki farið í sameiningar af fjárhagslegum ástæðum, til að spara. Svo er mjög mikilvægt að þær stofnanir sem eru sameinaðar fái eina yfirstjórn en haldi sjálfstæði sínu og sérkennum. Það sem er verið að gera er að samþætta nám, bjóða upp á fleiri valkosti og tryggja námsframboð,“ segir Karl. „Ég vil skoða hvort við getum bætt framhaldsskólanám á Akureyri. Ég vil skoða það í kjölinn hvort við getum bætt hér skólastarf með því að auka samvinnu eða sameina skólana.“ Verkefnið sé að bæta nám á Akureyri. Félagslíf innan skólanna hafi lítið með þetta að gera. „Við erum að fara í þessa skoðun til að bæta nám núverandi nemenda og þeirra nemenda sem eiga eftir að koma hingað. Það er verkefnið. Það hefur enginn ákveðið að leggja af mjög sterka þætti í menningu beggja skóla. Það hefur enginn gefið það út og það ætlar sér það enginn,“ segir Karl. „Ég hef fengið margar spurningar um það hvort nemendahátíðir eða júbílantahátíðir í kring um 17. júní verði aflagðar. Svarið mitt við því er það er að þær eru á vegum fyrrverandi nemenda þannig að skólinn hefur ekkert með það að gera hvort fyrrverandi nemendur hætti að koma hingað og gera sér glaðan dag. Við höfum ekki tekið neinar ákvarðanir um að leggja eitt eða annað af.“ Hvernig hafa viðbrögð starfsmanna verið? „Það er umræða hér innanbúðar af öllu tagi. Hún er gagnrýnin en hún er líka uppbyggjandi. Fólk er á öndverðu meiði, þannig að það er allt á eðlilegu róli. Starfsmannahópurinn sem slíkur hefur ekki gefið neitt formlega út.“
Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Akureyri Tengdar fréttir Mótmæltu sameiningu MA og VMA: „Ásmundur segðu af þér!“ Fjöldi nemenda Menntaskólans á Akureyri mótmæltu í dag fyrirhugaðri sameiningu skólans og Verkmenntaskólans á Akureyri. 6. september 2023 20:23 Sjokkeraðir nemendur MA boða til mótmæla á Ráðhústorgi Nemendafélag Menntaskólans á Akureyri hefur boðað til mótmæla á Ráðhústorgi bæjarins í dag vegna mögulegrar sameiningar skólans og Verkmenntaskólans á Akureyri. Forseti nemendafélags MA segir nemendur í sjokki eftir fund með ráðherra í gær og óttast að rótgrónar hefðir innans skólans glatist með sameiningu. 6. september 2023 11:44 „Okkur finnst þetta hreinlega svolítið vanhugsað“ Forseti Hugins, skólafélags Menntaskólans á Akureyri, segir að mikill meirihluti nemenda sé mótfallinn sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Hún sakar menntamálaráðherra um útúrsnúning og segir nemendur svikna eftir að hafa ekki fengið að tjá sig um málið. 5. september 2023 23:45 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Mótmæltu sameiningu MA og VMA: „Ásmundur segðu af þér!“ Fjöldi nemenda Menntaskólans á Akureyri mótmæltu í dag fyrirhugaðri sameiningu skólans og Verkmenntaskólans á Akureyri. 6. september 2023 20:23
Sjokkeraðir nemendur MA boða til mótmæla á Ráðhústorgi Nemendafélag Menntaskólans á Akureyri hefur boðað til mótmæla á Ráðhústorgi bæjarins í dag vegna mögulegrar sameiningar skólans og Verkmenntaskólans á Akureyri. Forseti nemendafélags MA segir nemendur í sjokki eftir fund með ráðherra í gær og óttast að rótgrónar hefðir innans skólans glatist með sameiningu. 6. september 2023 11:44
„Okkur finnst þetta hreinlega svolítið vanhugsað“ Forseti Hugins, skólafélags Menntaskólans á Akureyri, segir að mikill meirihluti nemenda sé mótfallinn sameiningu skólans við Verkmenntaskólann á Akureyri. Hún sakar menntamálaráðherra um útúrsnúning og segir nemendur svikna eftir að hafa ekki fengið að tjá sig um málið. 5. september 2023 23:45
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent