Albert gefur ykkur Gula spjaldið: „Fótboltaumræða á léttu nótunum“ Aron Guðmundsson skrifar 7. september 2023 14:21 Albert Brynjar Ingason, sparkspekingur og umsjónarmaður hlaðvarpsþáttarins Gula Spjaldið. Á morgun, föstudag, verður hleypt af stokkunum nýjum hlaðvarpsþætti sem ber nafnið Gula spjaldið en í þættinum verða allar helstu fréttirnar og vendingarnar úr knattspyrnuheiminum, bæði hér heima fyrir og erlendis, teknar fyrir í opinni dagskrá og á öllum helstu hlaðvarpsveitum af reynslumiklum sérfræðingum um fótbolta. „Í þessum þáttum munum við bjóða upp á fótboltaumræðu á léttu nótunum að minnsta kosti þrisvar sinnum í viku,“ segir Albert Brynjar Ingason, umsjónarmaður Gula spjaldsins. „Tvisvar sinnum í viku, á mánudögum og miðvikudögum, verðum við í hlaðvarpsformi á öllum þeim helstu hlaðvarpsveitum sem í boði eru hjá TAL, Spotify og Apple Podcasts. Svo á föstudögum verðum við með þátt í beinni útsendingu á útvarpsstöðinni X-inu 97.7, á milli klukkan 16:00 og 18:00, þar sem hlustendum þáttarins verður meðal annars gefið tækifæri á að koma á framfæri sínum skoðunum tengdum fótbolta hverju sinni. Í þessum þætti viljum eiga í góðu sambandi við okkar hlustendur og gefa þeim sviðið til þess að koma sínum skoðunum á framfæri.“ Albert Brynjar, sem er mörgum kunnugur frá sérfræðingastörfum sínum í tengslum fótbolta, meðal annars í kringum íslenska boltann á Stöð 2 Sport og Meistaradeild Evrópu. Þá á hann einnig að baki yfir 200 leiki frá leikmannaferli sínum í efstu deild hér á landi og 70 mörk. Þá verður góður gestagangur í þáttunum þar sem að sérfræðingar úr fótboltaheiminum munu koma með sínar skoðanir á þeim málum sem ber hæst hverju sinni. Ragnar Sigurðsson, liðsmaður úr gullaldarliði íslenska karlalandsliðsins, mun til að mynda verða Alberti til halds og trausts þegar kemur að umræðum um landsliðsboltann og þá mun Gummi Ben einnig láta ítrekað í sér heyra auk leikmannsins reynslumikla Ásgeirs Barkar Ásgeirssonar, Magnús Þóris Matthíassonar, Gunnars Hilmars Kristinssonar og Ingimars Helga Finnssonar. Ragnar Sigurðsson, verður gestur í hlaðvarpsþættinum Gula Spjaldið á morgun Í fyrsta þætti þessa nýja hlaðvarpsþáttar, sem er á dagskrá á X-inu 97.7 á morgun í beinni útsendingu, verða Ingimar Helgi Finnsson og Ragnar Sigurðsson gestir þáttarins auk Lárusar Orra Sigurðssonar. Verður þar hitað rækilega upp fyrir komandi landsleiki íslenska karlalandsliðsins Eins og fyrr segir vilja umsjónarmenn Gula Spjaldsins að hlustendur fái að láta sínar skoðanir í ljós í þættinum og hefur því verið sett á laggirnar Facebook hópur þar sem hlustendur þáttarins geta sent inn spurningar sem verða teknar fyrir í þættinum. Gula spjaldið Besta deild karla Besta deild kvenna Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira
„Í þessum þáttum munum við bjóða upp á fótboltaumræðu á léttu nótunum að minnsta kosti þrisvar sinnum í viku,“ segir Albert Brynjar Ingason, umsjónarmaður Gula spjaldsins. „Tvisvar sinnum í viku, á mánudögum og miðvikudögum, verðum við í hlaðvarpsformi á öllum þeim helstu hlaðvarpsveitum sem í boði eru hjá TAL, Spotify og Apple Podcasts. Svo á föstudögum verðum við með þátt í beinni útsendingu á útvarpsstöðinni X-inu 97.7, á milli klukkan 16:00 og 18:00, þar sem hlustendum þáttarins verður meðal annars gefið tækifæri á að koma á framfæri sínum skoðunum tengdum fótbolta hverju sinni. Í þessum þætti viljum eiga í góðu sambandi við okkar hlustendur og gefa þeim sviðið til þess að koma sínum skoðunum á framfæri.“ Albert Brynjar, sem er mörgum kunnugur frá sérfræðingastörfum sínum í tengslum fótbolta, meðal annars í kringum íslenska boltann á Stöð 2 Sport og Meistaradeild Evrópu. Þá á hann einnig að baki yfir 200 leiki frá leikmannaferli sínum í efstu deild hér á landi og 70 mörk. Þá verður góður gestagangur í þáttunum þar sem að sérfræðingar úr fótboltaheiminum munu koma með sínar skoðanir á þeim málum sem ber hæst hverju sinni. Ragnar Sigurðsson, liðsmaður úr gullaldarliði íslenska karlalandsliðsins, mun til að mynda verða Alberti til halds og trausts þegar kemur að umræðum um landsliðsboltann og þá mun Gummi Ben einnig láta ítrekað í sér heyra auk leikmannsins reynslumikla Ásgeirs Barkar Ásgeirssonar, Magnús Þóris Matthíassonar, Gunnars Hilmars Kristinssonar og Ingimars Helga Finnssonar. Ragnar Sigurðsson, verður gestur í hlaðvarpsþættinum Gula Spjaldið á morgun Í fyrsta þætti þessa nýja hlaðvarpsþáttar, sem er á dagskrá á X-inu 97.7 á morgun í beinni útsendingu, verða Ingimar Helgi Finnsson og Ragnar Sigurðsson gestir þáttarins auk Lárusar Orra Sigurðssonar. Verður þar hitað rækilega upp fyrir komandi landsleiki íslenska karlalandsliðsins Eins og fyrr segir vilja umsjónarmenn Gula Spjaldsins að hlustendur fái að láta sínar skoðanir í ljós í þættinum og hefur því verið sett á laggirnar Facebook hópur þar sem hlustendur þáttarins geta sent inn spurningar sem verða teknar fyrir í þættinum.
Gula spjaldið Besta deild karla Besta deild kvenna Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira