„Hef fundið knýjandi þörf til að móta fjölmiðil eftir eigin höfði“ Árni Sæberg skrifar 7. september 2023 16:10 Þorsteinn Friðrik er eigandi og eini penni Hluthafans, allavega til að byrja með. Hluthafinn/Engstream Viðskiptablaðamaðurinn Þorsteinn Friðrik Halldórsson hefur hleypt nýjum vefmiðli, Hluthafanum, í loftið. „Ég hef starfað allan minn starfsferil eftir háskólanám í viðskiptablaðamennsku, sem hefur átt vel við mig, en ég hef fundið knýjandi þörf til að móta fjölmiðil eftir eigin höfði. Svo ég lét vaða og setti þetta í loftið. Hugmyndin að baki þessu er lengri og ítarlegri umfjallanir um viðskiptalífið og efnahagsmál,“ segir Þorsteinn Friðrik í samtali við Vísi. Hann skrifaði fyrst fyrir mbl.is, síðan Markaðinn á Fréttablaðinu og færði sig síðan yfir til Vísis þar sem hann kom að stofnun Innherja. Fer rólega af stað Hann segir að hann ætli að fara hægt í sakirnar fyrst um sinn og birta umfjöllun á tveggja til þriggja daga fresti. Þá verði vefurinn opinn öllum til að byrja með til þess að lesendur sjái hvernig efnið er svo þeir treysti sér til þess að kaupa áskrift þegar að því kemur. „Síðan verður þetta smá tilraun, maður byrjar að læsa efninu hægt og rólega og sér hvort fólk bítur á. En almennt með áskriftarmódel í fjölmiðlum, það er snúin spurning, en ég held að það geti að minnsta kosti virkað fyrir sérhæfða umfjöllun, eins og viðskiptafjölmiðlun snýst um.“ Þá segir hann að vonir standi til að fyrirtækið verði einhvern daginn nægilega burðugt til þess að ráða inn fleiri blaðamenn á ritstjórn. „En ég ætla að stilla öllum væntingum í hóf, kannski endar þetta bara sem hálfgert hobbý, sem skilar manni smá aur til hliðar.“ Annar íslenski fjölmiðillinn sem gerður er út frá Svíþjóð Á vef Hluthafans segir að sænska einkahlutafélagið Hluthafinn AB, sem er alfarið í eigu Þorsteins Friðriks, haldi utan um rekstur fjölmiðilsins. Hluthafinn er því annar íslenski fjölmiðillinn sem gerður er út frá Svíþjóð, en sá fyrsti er Túristi. Þorsteinn Friðrik segist hafa búið í Uppsölum í Svíþjóð í um þrjú og hálft ár og skrifað allt sitt efni þaðan og muni halda því áfram. Er ekkert mál að halda tengslum við viðskiptalífið frá Svíþjóð? „Það er áskorun en maður verður bara að vera nógu duglegur í símanum til þess að bæta upp fyrir fjarveruna,“ segir hann. Fjölmiðlar Svíþjóð Íslendingar erlendis Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
„Ég hef starfað allan minn starfsferil eftir háskólanám í viðskiptablaðamennsku, sem hefur átt vel við mig, en ég hef fundið knýjandi þörf til að móta fjölmiðil eftir eigin höfði. Svo ég lét vaða og setti þetta í loftið. Hugmyndin að baki þessu er lengri og ítarlegri umfjallanir um viðskiptalífið og efnahagsmál,“ segir Þorsteinn Friðrik í samtali við Vísi. Hann skrifaði fyrst fyrir mbl.is, síðan Markaðinn á Fréttablaðinu og færði sig síðan yfir til Vísis þar sem hann kom að stofnun Innherja. Fer rólega af stað Hann segir að hann ætli að fara hægt í sakirnar fyrst um sinn og birta umfjöllun á tveggja til þriggja daga fresti. Þá verði vefurinn opinn öllum til að byrja með til þess að lesendur sjái hvernig efnið er svo þeir treysti sér til þess að kaupa áskrift þegar að því kemur. „Síðan verður þetta smá tilraun, maður byrjar að læsa efninu hægt og rólega og sér hvort fólk bítur á. En almennt með áskriftarmódel í fjölmiðlum, það er snúin spurning, en ég held að það geti að minnsta kosti virkað fyrir sérhæfða umfjöllun, eins og viðskiptafjölmiðlun snýst um.“ Þá segir hann að vonir standi til að fyrirtækið verði einhvern daginn nægilega burðugt til þess að ráða inn fleiri blaðamenn á ritstjórn. „En ég ætla að stilla öllum væntingum í hóf, kannski endar þetta bara sem hálfgert hobbý, sem skilar manni smá aur til hliðar.“ Annar íslenski fjölmiðillinn sem gerður er út frá Svíþjóð Á vef Hluthafans segir að sænska einkahlutafélagið Hluthafinn AB, sem er alfarið í eigu Þorsteins Friðriks, haldi utan um rekstur fjölmiðilsins. Hluthafinn er því annar íslenski fjölmiðillinn sem gerður er út frá Svíþjóð, en sá fyrsti er Túristi. Þorsteinn Friðrik segist hafa búið í Uppsölum í Svíþjóð í um þrjú og hálft ár og skrifað allt sitt efni þaðan og muni halda því áfram. Er ekkert mál að halda tengslum við viðskiptalífið frá Svíþjóð? „Það er áskorun en maður verður bara að vera nógu duglegur í símanum til þess að bæta upp fyrir fjarveruna,“ segir hann.
Fjölmiðlar Svíþjóð Íslendingar erlendis Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira