„Hef fundið knýjandi þörf til að móta fjölmiðil eftir eigin höfði“ Árni Sæberg skrifar 7. september 2023 16:10 Þorsteinn Friðrik er eigandi og eini penni Hluthafans, allavega til að byrja með. Hluthafinn/Engstream Viðskiptablaðamaðurinn Þorsteinn Friðrik Halldórsson hefur hleypt nýjum vefmiðli, Hluthafanum, í loftið. „Ég hef starfað allan minn starfsferil eftir háskólanám í viðskiptablaðamennsku, sem hefur átt vel við mig, en ég hef fundið knýjandi þörf til að móta fjölmiðil eftir eigin höfði. Svo ég lét vaða og setti þetta í loftið. Hugmyndin að baki þessu er lengri og ítarlegri umfjallanir um viðskiptalífið og efnahagsmál,“ segir Þorsteinn Friðrik í samtali við Vísi. Hann skrifaði fyrst fyrir mbl.is, síðan Markaðinn á Fréttablaðinu og færði sig síðan yfir til Vísis þar sem hann kom að stofnun Innherja. Fer rólega af stað Hann segir að hann ætli að fara hægt í sakirnar fyrst um sinn og birta umfjöllun á tveggja til þriggja daga fresti. Þá verði vefurinn opinn öllum til að byrja með til þess að lesendur sjái hvernig efnið er svo þeir treysti sér til þess að kaupa áskrift þegar að því kemur. „Síðan verður þetta smá tilraun, maður byrjar að læsa efninu hægt og rólega og sér hvort fólk bítur á. En almennt með áskriftarmódel í fjölmiðlum, það er snúin spurning, en ég held að það geti að minnsta kosti virkað fyrir sérhæfða umfjöllun, eins og viðskiptafjölmiðlun snýst um.“ Þá segir hann að vonir standi til að fyrirtækið verði einhvern daginn nægilega burðugt til þess að ráða inn fleiri blaðamenn á ritstjórn. „En ég ætla að stilla öllum væntingum í hóf, kannski endar þetta bara sem hálfgert hobbý, sem skilar manni smá aur til hliðar.“ Annar íslenski fjölmiðillinn sem gerður er út frá Svíþjóð Á vef Hluthafans segir að sænska einkahlutafélagið Hluthafinn AB, sem er alfarið í eigu Þorsteins Friðriks, haldi utan um rekstur fjölmiðilsins. Hluthafinn er því annar íslenski fjölmiðillinn sem gerður er út frá Svíþjóð, en sá fyrsti er Túristi. Þorsteinn Friðrik segist hafa búið í Uppsölum í Svíþjóð í um þrjú og hálft ár og skrifað allt sitt efni þaðan og muni halda því áfram. Er ekkert mál að halda tengslum við viðskiptalífið frá Svíþjóð? „Það er áskorun en maður verður bara að vera nógu duglegur í símanum til þess að bæta upp fyrir fjarveruna,“ segir hann. Fjölmiðlar Svíþjóð Íslendingar erlendis Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
„Ég hef starfað allan minn starfsferil eftir háskólanám í viðskiptablaðamennsku, sem hefur átt vel við mig, en ég hef fundið knýjandi þörf til að móta fjölmiðil eftir eigin höfði. Svo ég lét vaða og setti þetta í loftið. Hugmyndin að baki þessu er lengri og ítarlegri umfjallanir um viðskiptalífið og efnahagsmál,“ segir Þorsteinn Friðrik í samtali við Vísi. Hann skrifaði fyrst fyrir mbl.is, síðan Markaðinn á Fréttablaðinu og færði sig síðan yfir til Vísis þar sem hann kom að stofnun Innherja. Fer rólega af stað Hann segir að hann ætli að fara hægt í sakirnar fyrst um sinn og birta umfjöllun á tveggja til þriggja daga fresti. Þá verði vefurinn opinn öllum til að byrja með til þess að lesendur sjái hvernig efnið er svo þeir treysti sér til þess að kaupa áskrift þegar að því kemur. „Síðan verður þetta smá tilraun, maður byrjar að læsa efninu hægt og rólega og sér hvort fólk bítur á. En almennt með áskriftarmódel í fjölmiðlum, það er snúin spurning, en ég held að það geti að minnsta kosti virkað fyrir sérhæfða umfjöllun, eins og viðskiptafjölmiðlun snýst um.“ Þá segir hann að vonir standi til að fyrirtækið verði einhvern daginn nægilega burðugt til þess að ráða inn fleiri blaðamenn á ritstjórn. „En ég ætla að stilla öllum væntingum í hóf, kannski endar þetta bara sem hálfgert hobbý, sem skilar manni smá aur til hliðar.“ Annar íslenski fjölmiðillinn sem gerður er út frá Svíþjóð Á vef Hluthafans segir að sænska einkahlutafélagið Hluthafinn AB, sem er alfarið í eigu Þorsteins Friðriks, haldi utan um rekstur fjölmiðilsins. Hluthafinn er því annar íslenski fjölmiðillinn sem gerður er út frá Svíþjóð, en sá fyrsti er Túristi. Þorsteinn Friðrik segist hafa búið í Uppsölum í Svíþjóð í um þrjú og hálft ár og skrifað allt sitt efni þaðan og muni halda því áfram. Er ekkert mál að halda tengslum við viðskiptalífið frá Svíþjóð? „Það er áskorun en maður verður bara að vera nógu duglegur í símanum til þess að bæta upp fyrir fjarveruna,“ segir hann.
Fjölmiðlar Svíþjóð Íslendingar erlendis Mest lesið „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent