Vonaðist til að verða ekki spurð hvernig faðir sinn hefði dáið Jón Þór Stefánsson skrifar 7. september 2023 23:31 Arna Pálsdóttir, sem situr í stjórn Píetasamtakanna, segir fordóma um sjálfsvíg enn vera til staðar. Bylgjan Arna Pálsdóttir, sem situr í stjórn Píetasamtakanna, ræddi um sjálfsvíg föður síns í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann féll frá árið 2001 þegar Arna var einungis sextán ára gömul. Tilefni viðtalsins er átakið gulur september, en markmið þess er að vekja athygli á geðheilbrigði og sjálfsvígsforvörnum. „Það er nógu og erfitt fyrir unglingsstúlku að segja að pabbi hennar hafi dáið. Það eitt er mjög erfitt eitt og sér, en það sem fylgdi alltaf á eftir þegar maður er umvafinn sextán ára krökkum: „Hvernig dó hann?“ Sú spurning var alltaf erfiðari,“ segir Arna sem bætir við að hún hafi alltaf vonast til að hún þyrfti ekki að svara umræddri spurningu. Hún segir jafnframt að skiptar skoðanir hafi verið innan fjölskyldunnar um það hvernig skyldi ræða andlátið. Sumir hafi hreinlega viljað ræða um það sem slys, því sjálfsvíg væri svo neikvætt. „Þetta var ekki eins og andlát eftir veikindi, sem sjálfsvíg er. Heldur var þetta eitthvað sem átti að skammast sín fyrir. Og þegar staðan er sú, að einhver eigi að skammast sín þá verður niðurstaðan sú að einhver beri ábyrgð á því.“ Arna var hins vegar á annari skoðun. Henni fannst mikilvægt að það væri ekki leyndarmál hvernig faðir hennar dó. Þegar hún ritaði um hann minningargrein sextán ára gömul, þá lagði hún sig fram við að taka dánarorsökina fram. Að sögn Örnu hefur mjög margt breyst á þeim tveimur áratugum sem hafa liðið frá andlátinu. Fólk sé tilbúnara að ræða um sjálfsvíg í dag. Henni þykir mikilvægt að sú þróun haldi áfram og að umræðan verði eðlileg. Að þessu leiti líkir hún sjálfsvígsandlátum við andlát af völdum krabbameins. Til séu alls konar tegundir af krabbameini sem beri að með mismundandi hætti. Það sama megi segja um sjálfsvíg. „En það er eitthvað við sjálfsvíg sem fær fólk til að geta í einhverjar eyður og það fer að spyrja: „Nú ég hélt að það hefði verið allt í lagi þarna?“ Geðheilbrigðismál eru þannig að fólk fer að greina og hafa einhverja skoðun, en geðheilbrigðismál eru bara heilbrigðismál,“ segir Arna, sem tekur fram að fordómar um sjálfsvíg séu enn til staðar. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir getur hringt í Pieta-samtökin. Píeta síminn er opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is. Geðheilbrigði Reykjavík síðdegis Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Sjá meira
„Það er nógu og erfitt fyrir unglingsstúlku að segja að pabbi hennar hafi dáið. Það eitt er mjög erfitt eitt og sér, en það sem fylgdi alltaf á eftir þegar maður er umvafinn sextán ára krökkum: „Hvernig dó hann?“ Sú spurning var alltaf erfiðari,“ segir Arna sem bætir við að hún hafi alltaf vonast til að hún þyrfti ekki að svara umræddri spurningu. Hún segir jafnframt að skiptar skoðanir hafi verið innan fjölskyldunnar um það hvernig skyldi ræða andlátið. Sumir hafi hreinlega viljað ræða um það sem slys, því sjálfsvíg væri svo neikvætt. „Þetta var ekki eins og andlát eftir veikindi, sem sjálfsvíg er. Heldur var þetta eitthvað sem átti að skammast sín fyrir. Og þegar staðan er sú, að einhver eigi að skammast sín þá verður niðurstaðan sú að einhver beri ábyrgð á því.“ Arna var hins vegar á annari skoðun. Henni fannst mikilvægt að það væri ekki leyndarmál hvernig faðir hennar dó. Þegar hún ritaði um hann minningargrein sextán ára gömul, þá lagði hún sig fram við að taka dánarorsökina fram. Að sögn Örnu hefur mjög margt breyst á þeim tveimur áratugum sem hafa liðið frá andlátinu. Fólk sé tilbúnara að ræða um sjálfsvíg í dag. Henni þykir mikilvægt að sú þróun haldi áfram og að umræðan verði eðlileg. Að þessu leiti líkir hún sjálfsvígsandlátum við andlát af völdum krabbameins. Til séu alls konar tegundir af krabbameini sem beri að með mismundandi hætti. Það sama megi segja um sjálfsvíg. „En það er eitthvað við sjálfsvíg sem fær fólk til að geta í einhverjar eyður og það fer að spyrja: „Nú ég hélt að það hefði verið allt í lagi þarna?“ Geðheilbrigðismál eru þannig að fólk fer að greina og hafa einhverja skoðun, en geðheilbrigðismál eru bara heilbrigðismál,“ segir Arna, sem tekur fram að fordómar um sjálfsvíg séu enn til staðar. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir getur hringt í Pieta-samtökin. Píeta síminn er opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólk með sjálfsvígshugsanir getur hringt í Pieta-samtökin. Píeta síminn er opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan pieta.is.
Geðheilbrigði Reykjavík síðdegis Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Sjá meira