Vaknaði „einhleypur“ við hlið kærustunnar í New York Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. september 2023 17:20 Sigurður Ingvarsson og Alma Finnbogadóttir eru búin að vera saman í þrjú ár. Stefanie Keenan/Getty Images for UTA Sigurður Ingvarsson, leikari, vaknaði í morgun við hlið Ölmu kærustunnar sinnar í New York, þangað sem þau eru nýflutt. Honum krossbrá þegar vinur hans sendi honum slúðurfrétt og sá að hann væri nú orðinn „einhleypur,“ í hið minnsta í umfjöllun Smartlands. Í umfjölluninni eru teknir saman einhleypir og eftirsóttir karlmenn. „Ég hafna því alfarið að ég sé á lausu. Síðast þegar ég vissi hef ég verið í föstu sambandi í þrjú ár,“ segir Sigurður hlæjandi í samtali við Vísi. „Ég veit ekki hver er að reyna að bregða fyrir mig fæti.“ Sigurði er lýst sem eftirsóttasta piparsvein landsins á vef Smartlands. Hann kannast ekki við lýsinguna. Hefurðu kannski bara gaman af þessu? „Ég segi það nú kannski ekki alveg. Ég fór reyndar að hugsa hvort að Alma hefði bara gleymt því að láta mig vita af þessu en svo reyndist ekki vera. Manni dettur bara í hug að Marta sjálf sé að reyna að krækja í mann,“ segir Sigurður í gríni. Þar vísar hann til Mörtu Maríu Winkel, ritstjóra Smartlands. Hann og Alma eru nýflutt til New York þar sem Alma er nú í námi. Sigurður hefur haft nóg að gera í leiklistinni að undanförnu og mun búa í New York næstu þrjá mánuði. Hann kveðst ekki ætla sér að lenda aftur á lista einhleypra á Smartlandi. „Maður vill gefa hinum raunverulegu piparsveinum landsins sviðið. Mér finnst nóg að eiga sviðið bara í leiklistinni,“ segir Sigurður léttur í bragði og bætir því við að lífið leiki við sig og Ölmu í New York. Ástin og lífið Íslendingar erlendis Mest lesið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Leitar enn að fallegasta stað í heimi Lífið Belgísk verðlaunaleikkona látin Lífið Fanney og Teitur eiga von á barni Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fleiri fréttir Belgísk verðlaunaleikkona látin Leitar enn að fallegasta stað í heimi Fanney og Teitur eiga von á barni Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Sjá meira
Í umfjölluninni eru teknir saman einhleypir og eftirsóttir karlmenn. „Ég hafna því alfarið að ég sé á lausu. Síðast þegar ég vissi hef ég verið í föstu sambandi í þrjú ár,“ segir Sigurður hlæjandi í samtali við Vísi. „Ég veit ekki hver er að reyna að bregða fyrir mig fæti.“ Sigurði er lýst sem eftirsóttasta piparsvein landsins á vef Smartlands. Hann kannast ekki við lýsinguna. Hefurðu kannski bara gaman af þessu? „Ég segi það nú kannski ekki alveg. Ég fór reyndar að hugsa hvort að Alma hefði bara gleymt því að láta mig vita af þessu en svo reyndist ekki vera. Manni dettur bara í hug að Marta sjálf sé að reyna að krækja í mann,“ segir Sigurður í gríni. Þar vísar hann til Mörtu Maríu Winkel, ritstjóra Smartlands. Hann og Alma eru nýflutt til New York þar sem Alma er nú í námi. Sigurður hefur haft nóg að gera í leiklistinni að undanförnu og mun búa í New York næstu þrjá mánuði. Hann kveðst ekki ætla sér að lenda aftur á lista einhleypra á Smartlandi. „Maður vill gefa hinum raunverulegu piparsveinum landsins sviðið. Mér finnst nóg að eiga sviðið bara í leiklistinni,“ segir Sigurður léttur í bragði og bætir því við að lífið leiki við sig og Ölmu í New York.
Ástin og lífið Íslendingar erlendis Mest lesið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Leitar enn að fallegasta stað í heimi Lífið Belgísk verðlaunaleikkona látin Lífið Fanney og Teitur eiga von á barni Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar Lífið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið Fleiri fréttir Belgísk verðlaunaleikkona látin Leitar enn að fallegasta stað í heimi Fanney og Teitur eiga von á barni Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Sjá meira