Vaknaði „einhleypur“ við hlið kærustunnar í New York Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. september 2023 17:20 Sigurður Ingvarsson og Alma Finnbogadóttir eru búin að vera saman í þrjú ár. Stefanie Keenan/Getty Images for UTA Sigurður Ingvarsson, leikari, vaknaði í morgun við hlið Ölmu kærustunnar sinnar í New York, þangað sem þau eru nýflutt. Honum krossbrá þegar vinur hans sendi honum slúðurfrétt og sá að hann væri nú orðinn „einhleypur,“ í hið minnsta í umfjöllun Smartlands. Í umfjölluninni eru teknir saman einhleypir og eftirsóttir karlmenn. „Ég hafna því alfarið að ég sé á lausu. Síðast þegar ég vissi hef ég verið í föstu sambandi í þrjú ár,“ segir Sigurður hlæjandi í samtali við Vísi. „Ég veit ekki hver er að reyna að bregða fyrir mig fæti.“ Sigurði er lýst sem eftirsóttasta piparsvein landsins á vef Smartlands. Hann kannast ekki við lýsinguna. Hefurðu kannski bara gaman af þessu? „Ég segi það nú kannski ekki alveg. Ég fór reyndar að hugsa hvort að Alma hefði bara gleymt því að láta mig vita af þessu en svo reyndist ekki vera. Manni dettur bara í hug að Marta sjálf sé að reyna að krækja í mann,“ segir Sigurður í gríni. Þar vísar hann til Mörtu Maríu Winkel, ritstjóra Smartlands. Hann og Alma eru nýflutt til New York þar sem Alma er nú í námi. Sigurður hefur haft nóg að gera í leiklistinni að undanförnu og mun búa í New York næstu þrjá mánuði. Hann kveðst ekki ætla sér að lenda aftur á lista einhleypra á Smartlandi. „Maður vill gefa hinum raunverulegu piparsveinum landsins sviðið. Mér finnst nóg að eiga sviðið bara í leiklistinni,“ segir Sigurður léttur í bragði og bætir því við að lífið leiki við sig og Ölmu í New York. Ástin og lífið Íslendingar erlendis Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Í umfjölluninni eru teknir saman einhleypir og eftirsóttir karlmenn. „Ég hafna því alfarið að ég sé á lausu. Síðast þegar ég vissi hef ég verið í föstu sambandi í þrjú ár,“ segir Sigurður hlæjandi í samtali við Vísi. „Ég veit ekki hver er að reyna að bregða fyrir mig fæti.“ Sigurði er lýst sem eftirsóttasta piparsvein landsins á vef Smartlands. Hann kannast ekki við lýsinguna. Hefurðu kannski bara gaman af þessu? „Ég segi það nú kannski ekki alveg. Ég fór reyndar að hugsa hvort að Alma hefði bara gleymt því að láta mig vita af þessu en svo reyndist ekki vera. Manni dettur bara í hug að Marta sjálf sé að reyna að krækja í mann,“ segir Sigurður í gríni. Þar vísar hann til Mörtu Maríu Winkel, ritstjóra Smartlands. Hann og Alma eru nýflutt til New York þar sem Alma er nú í námi. Sigurður hefur haft nóg að gera í leiklistinni að undanförnu og mun búa í New York næstu þrjá mánuði. Hann kveðst ekki ætla sér að lenda aftur á lista einhleypra á Smartlandi. „Maður vill gefa hinum raunverulegu piparsveinum landsins sviðið. Mér finnst nóg að eiga sviðið bara í leiklistinni,“ segir Sigurður léttur í bragði og bætir því við að lífið leiki við sig og Ölmu í New York.
Ástin og lífið Íslendingar erlendis Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning